Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Vandi heilsugæslunnar: „Það er erfitt að duga til“

Heim­il­is­lækn­ir­inn Jör­und­ur Krist­ins­son seg­ir að heilsu­gæsl­an sé al­var­lega van­rækt og van­bú­in til að sinna hlut­verki sínu. Ný hverfi séu byggð án þess að ráð sé gert fyr­ir heilsu­gæslu­stöðv­um. Sí­fellt sé hlað­ið á heilsu­gæsl­una verk­efn­um án þess að því fylgi auk­ið fjár­magn, mannafli eða hús­rými, sem rýr­ir gæði þjón­ust­unn­ar, eyk­ur lík­ur á mis­tök­um og leng­ir bið­lista. Efla þurfi grunn­þjón­ust­una, fjölga heilsu­gæslu­stöðv­um og starfs­fólki þeirra. Sjálf­ur hef­ur hann fund­ið fyr­ir auknu álagi og sú hugs­un sótt að hvort hann ætti kannski að yf­ir­gefa fag­ið sem hann lagði allt í söl­urn­ar til að sinna: „Ég er stund­um al­veg að gef­ast upp.“

Heilsugæslan fæst við sífellt fleiri og flóknari verkefni, sem má rekja til framþróunar í lækningum, yfirfærslu verkefna frá sjúkrahúsum til heilsugæslu, vaxandi fólksfjölgunar, öldrunar þjóðar, fjölgunar hælisleitenda, rafrænna samskipta og stækkunar bæjarfélaga, svo dæmi séu tekin. Jörundur Kristinsson skrifaði fyrr á árinu pistil sem birtist í Læknablaðinu undir yfirskriftinni: Efling heilsugæslu – gamall frasi eða raunverulegt markmið? Þar benti hann á að stór verkefni séu í vaxandi mæli færð frá Landspítala og víðar að til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu án þess að yfirfærslunni fylgi fjármagn, mannafli eða húsrými. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur lagt áherslu á eflingu heilsugæslunnar en Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir rétt hjá Jörundi að þótt fjármagn til heilsugæslunnar hafi aukist með einstaka verkefnum þurfi meira fjármagn inn í grunnþjónustuna og undir það tekur framkvæmdastjóri lækninga, Sigríður Dóra Magnúsdóttir. Víða er húsnæði heilsugæslunnar orðið allt of þröngt, nýjar stöðvar eru ekki reistar í nýjum hverfum, fjöldi fólks …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu