Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

80 ár frá fjöldamorðunum í Babí Jar: Helförin hringd inn

80 ár frá fjöldamorðunum í Babí Jar: Helförin hringd inn
Fjöldagröf í Babí Jar. Þessi mynd var tekin eftir að Sovétmenn frelsuðu Kíev 1944 og hófust handa um að grafa upp fjöldagrafirnar í Babí Jar.

Þann 29. og 30. september 1941 voru hroðaleg fjöldamorð framin í gili einu í úkraínsku borginni Kíev sem þá var hluti Sovétríkjanna. Þar heitir Babí Jar og það er mikilvægt að það sem þar gerðist gleymist ekki.

Þann 22. júní höfðu Þýskaland og nokkur bandalagsríki þeirra gert innrás í Sovétríkin. Framan af gekk sóknin eins og í sögu og þann 19. september náðu þýskar hersveitir Kíev.

Nokkrum dögum síðar ákváðu yfirmenn SS-sveitanna í borginni að útrýma öllum Gyðingum sem þar bjuggu. Birt var yfirlýsing þar sem Gyðingum í borginni var skipað að gefa sig fram á tilteknum stað og hafa með sér allar eigur sínar, fatnað og verðmæti því flytja ætti þá burt.

Meira en 30.000 Gyðingar gáfu sig fram, miklu fleiri en SS-mennirnir höfðu búist við.

Eigi að síður hófust SS-mennirnir handa um að drepa fólkið. Því var smalað niður í gjána Babí Jar og þar skotið á færi, hundruðum og síðan þúsundum saman.

Nokkrir hópar úkraínskra þjóðernissinna tóku glaðbeittir þátt í morðæðinu.

Það tók tvo sólarhringa að skjóta allt þetta fólk. Þjóðverjar sjálfir töldu 33.771 lík — konur, karla, börn, allt niður í hvítvoðunga. Öll voru drepin algjörlega miskunnarlaust.

Reyndar eyddu þeir ekki byssukúlum á börnin.

Þeir grófu þau lifandi.

Allar eigur Gyðinganna voru síðan afhentar fólki af þýsku bergi brotið sem bjó í Kíev og tók blygðunarlaust við.

Þjóðverjar voru löngu byrjaðir að drepa Gyðinga og mörg fjöldamorð höfðu þegar verið framin eftir innrás þeirra í Sovétríkin, iðulega með hjálp heimamanna á hverjum stað. Pólverjar og Litháar gengu margir mjög rösklega fram.

En umfangið á fjöldamorðunum í Kíev var meira en áður hafði þekkst. Og SS-sveitunum fannst þetta eiginlega of tímafrekt og erfitt, kosta of mikið af byssukúlum og orku hermanna.

Babí Jar átti sinn þátt í að morðvargar nasistanna tóku að íhuga „skilvirkari“ leiðir til að drepa fólk í hrönnum.

Afleiðingin voru gasklefar helfararinnar.

Og þannig séð var helförin hringd inn í Babí Jar.

Allt þar til Þjóðverjar voru hraktir frá Kíev 1944 héldu Þjóðverjar áfram að nota Babí Jar sem aftökustað. Og ekki bara Gyðingar voru drepnir þar. Fjöldinn allur af Rómafólki var drepið í Babí Jar, geðsjúklingar og fatlaðir, sovéskir stríðsfangar og meira að segja úkranínskir þjóðernissinnar.

Meðan það hentaði Stalín notuðu Sovétmenn viðurstyggðina í Babí Jar óspart í áróðursskyni. Eftir stríðið fóru þeir hins vegar smátt og smátt að þagga þennan atburð að mestu niður. Þá fór Gyðingaandúð vaxandi í sovéska stjórnkerfinu og óþægilegt þótti að Úkraínumenn — sem nú voru aftur orðnir góðir sovéskir borgarar — skyldu hafa tekið þátt í þessu.

En það gekk ekki til lengdar.

Árið 1961 birti skáldið Évgení Évtújenko ljóðið Babí Jar þar sem hann — sem ekki var Gyðingur — reyndi að horfast í augu við atburðinn og við Gyðingahatrið í Rússlandi og jafnvel að setja sig að einhverju leyti í spor þeirra sem drepnir voru í gilinu.

Aftast í þessum pistli birti ég þýðingu skáldanna og ritstjóranna Árna Bergmanns og Matthíasar Johannessens á þessu ljóði.

Dmitri Shostakovitsj frumflutti ári síðar 13. sinfóníu sína sem nefnist Babí Jar.

Hér er hún:

Og 1966 gaf rússnesk-úkraínski rithöfundurinn Anatolí Kusnetsov út heimildaskáldsögu um Babí Jar sem vakti mikla athygli. Hún fékkst að vísu aðeins gefin út í ritskoðaðri útgáfu í Sovétríkjunum en eftir að höfundurinn flúði til Vesturlanda var hún gefin út í sinni réttu mynd.

Við þurfum að muna eftir Babí Jar. 

Hér er ljóð Évtúsénkos:

Engin minnismerki

yfir Babí Jar.

Brött hæðin eins og klunnaleg grafskrift.

Ég er hræddur.

Ég er eins gamall og kynkvísl Gyðinga.

Í augum sjálfs mín er ég nú Gyðingur.

Hér ráfa ég um Egyptaland hið forna,

hér er ég deyjandi á krossi.

Naglaförin jafnvel enn sýnileg.

Mér finnst að Dreyfus, hann sé ég.

Smáborgararnir eru dómarar mínir og ákærendur.

Afkimaður í járngrindum, króaður,

umkringdur, útspýttur, rægður.

Ýlfrandi konur með flæmskar blúndur

reka sólhlíf í andlitið á mér.

Einnig er ég drengur í Bélosdok,

drjúpandi blóðið flýtur um gólfið.

Barhetjurnar láta öllum illum látum

þefjandi af vodka og lauk.

Ég hef ekki krafta,

tekst á loft undan stígvélinu,

ég biðst vægðar, þeir hlusta ekki.

Kornkaupmaðurinn lemur móður sína

með „lúberjið júðana

og bjargið Rússlandi“ á vörum.

Ó, mín rússneska þjóð, ég þekkiþig.

Eðli þitt er alþjóðlegt í raun.

En einatt létu flekkaðar hendur

glamra í tandurhreinu nafni þínu.

Ég þekki gæzku minnar moldar.

Hve hryllilegt þetta hátíðlega nafn

sem gyðingahatarar skreyttu sig með

af stakri rósemi: „Bandalag rússneskrar þjóðar“!

Mér finnst ég vera Anna Frank,

gagnsær eins og aprílsproti

ástfanginn og þarf ekki á orðum að halda,

þarfnast þess eins að við horfum hvort á annað.

Hvað lítið við megum sjá og finna ilm af,

slitin frá laufskrúði og himni.

En samt megum við svo margt

faðmandi hvort annað í dimmu herbergi.

Þeir koma? Óttastu ekkert.

Dimmur dynur vorsins,

það kemur þessa leið.

Komdu til mín

réttu mér varir þínar, fljótt.

Þeir brjóta upp hurðina? Nei, þetta er ísabrot,

skrjáf í villtu grasi

við Babí Jar.

Trén setja upp strangan dómarasvip.

Allt hér er þögult óp.

Þegar ég tek af mér hattinn

finn ég að hárið gránar hægt.

Og ég er sjálfur þögult óp

á gröfum þúsunda manna;

ég er hver öldungur hér drepinn.

sérhvert barn hér myrt.

Ekkert í mér getur nokkurn tíma gleymt því.

Þegar síðasti gyðingahatarinn

er loks dauður og grafinn

skulum við láta Tjallann hljóm.

Ekkert gyðingablóð rennur í æðum mínum

samt er ég hataður

eins kröftuglega af júðahöturum

og væri ég Gyðingur. Því

er ég sannur Rússi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...
Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár