Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Lýsir ósýnileika þunglyndis: Brosandi og hrósandi með sjálfsvígshugsanir

„Myrkr­ið var orð­ið svo þétt og mér fannst ég vera svo mik­il byrði með vesen og hafa vald­ið svo mikl­um von­brigð­um að eina rök­rétta leið­in væri að kveðja,“ seg­ir Olga Björt Þórð­ar­dótt­ir, rit­stjóri Hafn­firð­ings, sem lýs­ir reynslu sinni af þung­lyndi.

Lýsir ósýnileika þunglyndis: Brosandi og hrósandi með sjálfsvígshugsanir

Olga Björt Þórðardóttir, ritstjóri Hafnfirðings, lýsir því í áhrifaríkri færslu á Facebook hversu ósýnilegt þunglyndi getur verið jafnvel þótt það leggist þungt á viðkomandi. „Ósýnileiki þessa sjúkdóms lýsti sér til dæmis þannig hjá mér þannig að sömu daga og ég var í rusli var ég hrósandi fólki á messenger, brosandi með myndavélina á viðburðum og að reyna að selja auglýsingar í blaðið mitt.“

Sjálf var hún komin á þann stað að hún óttaðist um líf sitt, þegar hún fékk loks hjálp frá vinkonu sinni og sálfræðingi við að gefa lífinu annan séns. „Myrkrið var orðið svo þétt og mér fannst ég vera svo mikil byrði með vesen og hafa valdið svo miklum vonbrigðum að eina rökrétta leiðin væri að kveðja,“ segir hún. 

„Þegar ég lít til baka sé ég hversu ógnvænlega ósýnilegur sjúkdómur þunglyndi getur verið. Meira að segja mín nánustu spottuðu það ekki frekar en ég og ég hef í raun ekki viljað ræða þennan dag við þau, þótt ég viti að þau elska mig og vilja mér vel. Það er of sárt. Það fylgir því nefnilega ofan á allt skömm að hafa „látið sér“ detta slíkt dómgreindarleysi í hug. Dagana og vikurnar á undan hafði ég líka bætt eigið Norðurlandamet í sjálfsniðurrifi sem algengt er meðal þunglyndra.“

Á Íslandi þjást 12 til 15 þúsund manns af þunglyndi á hverjum tíma. Þótt þunglyndi sé svo algengt gerir fólk sér oft litla grein fyrir eðli sjúkdómsins og þar gætir oft misskilnings, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Orsaka er að leita í flóknu samspili arfgengra áhættuþátta, áfalla og viðvarandi álags sem móta viðbrögð einstaklingsins gegn streitu og áföllum og auka líkur á sjúklegu þunglyndi. Síðastliðin áratug hafa sjálfsvíg að meðaltali verið 39 á ári, samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis. En það er hægt að fá hjálp, eins og Olga bendir á, en hún vísar meðal annars á Píeta-samtökin sem veita fyrstu hjálp fyrir fólk í sjálfsvígshættu. 

Nú er rúmt ár síðan hún fékk viðeigandi aðstoð og það er erfitt að hugsa til baka og til þess hversu hætt hún var komin, þegar tímamótin runnu upp var hún komin með kvíðahnút og öran hjartslátt. Í dag er lífið hins vegar mun betra en áður, hún er komin á rétt lyf, líður betur og hefur lært mjög mikið um mannlegt eðli, áhrif andlegs ofbeldis, meðvirkni og þolendaskömmunar. „Ég ætla að nýta þessa þekkingu áfram í störfum mínum og verkefnum og vona að ég geti komið að gagni. Ég ætla líka að halda áfram að sýna dætrum mínum fram á að það er hægt að rísa upp (enn og aftur) eins og Fönix og brjálast úr hamingju. Þannig er lífið.“

Færslu Olgu má lesa hér að neðan:

Þann 20. september 2020 fékk ég ómetanlega hjálp frá vinkonu og sálfræðingi við að gefa lífinu annan séns, þegar myrkrið var orðið svo þétt og mér fannst ég vera svo mikil byrði með vesen og hafa valdið svo miklum vonbrigðum að eina rökrétta leiðin væri að kveðja.

Þegar ég lít til baka sé ég hversu ógnvænlega ósýnilegur sjúkdómur þunglyndi getur verið. Meira að segja mín nánustu spottuðu það ekki frekar en ég og ég hef í raun ekki viljað ræða þennan dag við þau, þótt ég viti að þau elska mig og vilja mér vel. Það er of sárt. Það fylgir því nefnilega ofan á allt skömm að hafa „látið sér“ detta slíkt dómgreindarleysi í hug. Dagana og vikurnar á undan hafði ég líka bætt eigið Norðurlandamet í sjálfsniðurrifi sem algengt er meðal þunglyndra. 

Ósýnileiki þessa sjúkdóms lýsti sér t.d. hjá mér þannig að sömu daga og ég var í rusli var ég hrósandi fólki á messenger, brosandi með myndavélina á viðburðum og að reyna að selja auglýsingar í blaðið mitt. Blaðið sem var umbrotið daginn eftir, 21. september, með hjálp sobril og elsku umbrotsmannsins sem gaf mér rými til að eiga skrýtinn dag.

Þann sama dag fékk ég tölvupóst um að ráðið hefði verið í stöðu sem ég sótti um; sérfræðing hjá embætti forseta Íslands. Ég samgladdist svo innilega konunni sem fékk starfið (já, þunglyndir geta átt auðvelt með að samgleðjast) því ég þekki hana, að ég svaraði póstinum með hamingjuóskum til skrifstofu embættisins um að þarna hefðu þau valið hæfustu manneskjuna. Beint frá hjartanu.

22. september dreifði ég blaðinu mínu um bæinn og á þeim rúnti fékk ég óvænt skilaboð frá sjálfum forsetanum (núna vini mínum) þar sem hann sagðist hafa séð tölvupóstinn til embættisins og þakkaði mér fyrir stórmennskuna, því hún væri ekki öllum fær og óskaði mér síðan alls góðs. Ég horgrenjaði af þakklæti í klukkutíma á bílastæði Fjarðarkaupa. Ég bið elsku Guðna að fyrirgefa mér að opinbera þetta en ég geri það fyrst og fremst til að sýna fram á hversu auðveldlega hrós og hlýja geta bjargað dögum fólks. Og hversu einstök manneskja og mannvinur hann er.

Í dag er lífið fallegt og gott. Ég er komin á rétt lyf og hef á einu ári lært ótal margt í viðbót við fyrri þekkingu um mannlegt eðli, áhrif andlegs ofbeldis, meðvirkni og þolendaskömmunar (sem tengist öllu ofbeldi, ekki bara kynferðis-). Ég ætla að nýta þessa þekkingu áfram í störfum mínum og verkefnum og vona að ég geti komið að gagni. Ég ætla líka að halda áfram að sýna dætrum mínum fram á að það er hægt að rísa upp (enn og aftur) eins og Fönix og brjálast úr hamingju. Þannig er lífið.

Einn góður maður sem ég er búin að þekkja lengi sagði við mig í sumar: „Hættu að skrifa þessar löngu færslur þínar. Það les þetta enginn.“ Hann vissi ekki betur og les þetta mögulega ekki...haha. Hann vissi ekki um hóp yndislegs fólks sem ég hef tengst sterkum böndum undanfarin ár einmitt vegna þess að það hefur tengt við færslurnar og við lært mikið hvert af öðru. Tengingar geta bjarga mannslífum.

Við berum ábyrgð sem persónur og leikendur í lífi annarra. Við höfum alltaf val um framkomu og orðalag og jafnvel að láta bara kyrrt liggja ef eitthvað pirrar okkur. Við getum oftar valið að vera nærvera án þess að dæma og ráðleggja, þótt við getum ekki sett okkur í spor eða jafnvel skiljum ekki. Við getum í það minnsta hugsað okkur um.

Það eru Alþingiskosningar framundan. Ég er ávallt hlutlaus þar til í kjörklefann er komið. Ég á eftir að kynna mér almennilega stefnumál framboðanna, en það eru miklar líkur á að atkvæði mitt fari til þeirra sem ætla að tryggja betra geðheilbrigðiskerfi. Við verðum að hysja upp um okkur í þeim málaflokki og eyða biðlistum. Yfir og út. ❤

Píeta samtökin, sími 552 2218.
Kt. 410416-0690, reikn 0301-26-041041

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
7
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
9
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár