Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Hefði helst viljað vera í fyrsta sæti“

Pét­ur Björns­son var í öðru sæti á lista yf­ir skattakónga Reykja­vík­ur og því þriðja á heild­arlist­an­um.

„Hefði helst viljað vera í fyrsta sæti“

Þú ert í þriðja sæti listans. Hvernig blasir það við þér?

Ég trúi þessu ekki. 

Þú verður að trúa þessu. Þetta er svona. En af hverju trúir þú þessu ekki?

Jújú, ég vissi alveg að hverju stefndi. 

Jæja, það er þá eitthvað. En ég er að spá í starfstitlinum þínum, hver er hann?

Ég er framkvæmdastjóri og stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum.

Þannig engu einu sérstaklega? Þannig að ég myndi bara segja framkvæmdastjóri?

Jájá, það er bara nokkuð nærri lagi. 

Hvernig finnst þér að vera í þriðja sæti?

Ég hefði nú helst viljað vera í fyrsta sæti. En það þýðir ekkert að fást um það. 

Þú ert kannski ekkert það langt frá því að vera í fyrsta sæti. Þú ert með 1,4 milljarða meðan sá sem er í fyrsta er með 1,9. Svo þú ert allavega með ríflega milljarð.  

Já, það eru sölutekjurnar. Ég seldi hlut í fyrirtæki sem ég átti. 

Nú jæja, hvaða fyrirtæki var það?

Það heitir Ísfell. 

Og hagnaðistu svona rosalega á því?

Já. þetta er stórt fyrirtæki og ég er búinn að eiga það í 30 ár. 

Til hamingju með söluna. 

Jájá, þetta hefur gengið vel. 

Já, greinilega hefur þetta gengið vel fyrst þú fékkst 1,4 milljarða, þetta er svo há upphæð. En hvað ætlar þú að gera við alla þessa peninga?

Ég er nú búinn að eyða þeim öllum fyrir löngu síðan. 

Ertu búinn að eyða þeim öllum?

Neinei, ég er að grínast. Ég byrjaði á því að borga upp allar skuldir í þeim fyrirtækjum sem ég kem að. Síðan hef ég verið að fjárfesta hér og þar og svo framvegis. Það verður nú bara að vera mitt mál. 

En ætlar þú ekki að kaupa þér neitt flott?

Eitthvað flott?

Hús, bíl … ég veit ekki hvað fólk kaupir þegar það á svona mikið af peningum. 

Ég á nóg af öllu. 

Þannig að það er ekkert á listanum? Bara nú loksins á ég 1,4 milljarða ætla ég loksins að kaupa mér þetta?

Nei, en ég keypti mér reyndar nýjan bíl en hann var ekkert rosalega dýr. 

En hvað er þá næst hjá þér? Þú ert búinn að selja hlutinn, hvað tekur við?

Ég held bara áfram, ég er í svo mörgu. Ég er meira að segja enn þá stjórnarformaður Ísfells þó ég sé búinn að selja hlutinn minn. 

Af því að það er svo gaman eða hvað?

Þetta var vinur minn sem átti fyrirtækið á móti mér sem keypti hlutinn, eða hann og framkvæmdastjóri félagsins. Þeir keyptu og eiga Ísfell í dag. Hann bað mig um að vera áfram. Mér rann blóðið til skyldunnar því mér þykir vænt um fyrirtækið og vænt um þetta fólk. 

Hvað gerir þetta fyrirtæki? Og hvað ertu búinn að eiga það lengi?

Ég stofnaði það árið 1992. Ísfell bæði selur efni til veiðarfæragerðar og býr til veiðarfæri og þjónustar veiðarfæri við flotann allt í kringum landið. Auk þess seljum við og þjónustum hífingarbúnað fyrir til dæmis stóriðjufyrirtækin í landinu og fyrir byggingarverktaka og skipafélögin og allt þess háttar. Síðan reistum við á síðasta ári fullkomna þjónustustöð fiskeldiskvíar í Hafnarfirði sem við tökum kvíarnar þegar þær eru búnar að vera í sjónum í eitt og hálft ár, þá eru þær orðnar mjög grónar þannig að við tökum við kvíunum og setjum þær í stóra þvottavél, þvoum þær, förum yfir netið og gerum við öll göt sem kunna að vera þar og gerðum styrkleikapróf á þeim. Síðan litum við kvíarnar og þurrkum þannig að þær séu tilbúnar í næstu vinnu.

En hvaðan kemur þú, hvað lærðir þú? Hvernig komstu þér í þetta allt saman?

Ég er fæddur og upptalinn í nyrsta kauptúni á Íslandi sem þú sem blaðamaður átt að vita hvað er. 

Ég veit það ekki. Ég er svo nýr blaðamaður, sjáðu til. 

Er það. Ertu bara kjúlli? 

Já, ég er bara kjúlli. 

Ég er frá Raufarhöfn sem er norður á Melrakkasléttu. 

Og hvað lærðir þú? Hvernig komstu þér í þetta allt?

Ég skal nú segja þér fór bara hefðbundna leið. Ég fór í menntaskóla, Menntaskólann á Akureyri og fór svo í Stýrimannaskóla. Ég var alinn upp við sjóinn. Pabbi og afi voru sjómenn og útgerðarmenn. 

Komstu inn í þetta í gegnum þá? Í bissnessinn?

Nei, þú verður að hafa smá þolinmæði ef þú vilt fá söguna. 

Já, fyrirgefðu. Mér finnst þetta svo skemmtileg saga að ég hef ekki hemil á mér. 

Síðan fór ég í Stýrimannaskóla og á sjóinn í eitt og hálft ár. Þá fórum við aftur til Reykjavíkur og í meira nám, konan mín fór í Kennaraháskólann, ég fór í Tækniskólann í útgerðardeild. Svo fór ég að vinna í landi á meðan að konan mín var að klára námið. Þá vorum við bara á leiðinni norður á Raufarhöfn þar sem við ætluðum að setjast að, þegar mér bauðst starf úti í Englandi. Starf við að afgreiða íslensk fiskiskip. Þar ætluðum við að vera í tvö ár svona til þess að víkka sjóndeildarhringinn aðeins áður en við færum nú að festa okkur á Raufarhöfn. Til að gera langa sögu stutta þá komum við heim sextán árum síðar. 

En búið þið núna í Reykjavík?

Já, við erum búin að búa í Reykjavík síðan við komum heim árið 1997. Ég var að vinna hjá ensku fyrirtæki í fimm ár, þá stofnaði ég mitt eigið fyrirtæki og sá rekstur gekk mjög vel. Á meðan ég var þarna úti þá stofnaði ég Ísfell með bróður mínum og öðrum manni og hef semsagt verið stjórnarformaður þess félags frá því það var stofnað fyrir að verða 30 árum. 

Vá. Þannig að maður þarf eiginlega að koma sér í útgerðina ef maður ætlar að verða svona ríkur?

Ég held nú að þú getir farið í flestar greinar hérna heima og fundið menn með fyrirtæki sem eru meira virði heldur en þetta. 

Þeir eru ekki í þriðja sæti á listanum. 

Nei, af því að þeir eru ekki búnir að vera að selja. 

Nei, einmitt.

Hver er í efsta sæti?

Inga Dóra Sigurðardóttir

Hver er hún?

Stærðfræðikennari. 

Hahahaha. Svo ert þú að tala um útgerð. 

Heyrðu, maðurinn sem er í öðru sæti er líka útgerðarmaður. Þetta er ekkert svo galið.

Hver er það?

Hann heitir Ragnar Guðjónsson. 

Já, hann Raggi. Hann átti Esjar. 

Nákvæmlega. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samtöl við skattakónga

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
9
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
6
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
9
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu