Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Segir að það sé ekki ný umræða að lögreglumenn þurfi að hafa hærri laun

Gest­ir Stóru mál­anna að þessu sinni eru þeir Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata, og Vil­hjálm­ur Árna­son, þing­mað­ur og vara­formað­ur þing­flokks Sjálf­stæð­is­manna. Í þætt­in­um ræða þeir um laun lög­reglu­manna, mann­eklu inn­an lög­regl­unn­ar og eft­ir­lit með störf­um lög­reglu.

Í Stóru málunum var rætt um lögregluna á Íslandi. Lögregluþjónar hér á landi hafa gagnrýnt í langan tíma hversu illa sé borgað fyrir þessa mikilvægu vinnu. Þá kvarta margir undan því að það sé einfaldlega ekki nægilegir margir lögregluþjónar að störfum og skapar það meira álag á lögregluþjóna. Eftirlit með lögreglu var einnig til umræðu, en engin sérstök eftirlitsstofnun er til staðar á Íslandi sem sinnir eingöngu eftirliti og rannsóknum á störfum lögreglunnar hér á landi, en árlega koma upp fjöldi tilfella þar sem lögreglan er rannsökuð vegna starfa sinna.

Gestir Stóru málanna að þessu sinni eru þeir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður og varaformaður þingflokks Sjálfstæðismanna. 

Vilhjálmur segir að lögreglumenn geti að mörgu leiti fengið ágætis laun, en viðurkennir að stóra vandamálið sé í raun grunnlaunin þeirra.

Lögreglumenn geta að mörgu leyti oft fengið ágætis laun, það er að segja heildarlaun. Stóra vandamálið hefur hins verið verið að grunnlaunin hafi ekki verið nægjanlega mikil. Þannig að það er búið að vera svolítið verkefni að færa meira inn í grunnlaunin. Svo hefur ekki ekki náðst sátt, innan lögreglunnar, um svokallaða stofnanasamninga og annað slíkt. Ég sé það að þær opinberu stéttir sem eru í vaktavinnu, stéttir sem hafa farið í þessar svokölluðu stofnanasamninga, hafa verið að taka fram úr lögreglunni. Ég er að vonast til þess að lögreglan á einhverjum tíma nái að vinna það upp og sama tíma erum við náttúrulega búin að breyta líka menntakerfi lögreglunnar.

Helgi Hrafn segir að laun lögreglumanna sé ekki ný umræða og bendir á að ein af ástæðum þess að laun lögreglumanna séu eins og þau eru í dag sé vegna þess að þeir eru ekki með verkfallsrétt eins og lang stærstur hluti þjóðarinnar. Þá segir Helgi Hrafn að

Það er ekki ný umræða að lögreglumenn þurfi að hafa hærri laun en segja þetta alla vega frá því að ég byrjaði á þingi 2013, það er langur tími. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að þeir eru á lágum launum. Ein er sú að þeir eru ekki með verkfallsrétt. Til að mynda hef ég, og fleiri á þinginu, lagt það til að hann verði endurheimtur. Annað er það að Sjálfstæðisflokkurinn, með fullri virðingu, hefur meira eða minna verið með af fjárlagavaldið. Við heyrum alltaf í þessari umræðu að þegar það á að fara að kalla eftir hærri launum fyrir mikilvæga starfsstéttir þá er alltaf sagt að það þurfi bara að nýta peninga betur. Þegar það kemur að lögreglunni sérstaklega, þá þurfum við að þurfa að huga að eðli starfseminnar.

Lögreglumenn geta að mörgu leyti oft fengið ágætis laun
Vilhjálmur Árnason

Þá segir Helgi Hrafn að lögregluþjónar hafi mikil völd og starfið sé virkilega erfitt. Skiptir því miklu máli að þeir séu vel launaðir.

Lögreglumenn eru með ofboðslega mikil völd og geta nýtt þau mjög mikið, auðvitað eftir aðstæðum, en líka eftir geðþótta líka eftir því hvernig þeir líta á málin, hvernig aðstæðurnar birtast þeim og svo framvegis. Þetta eru jú manneskjur þegar allt kemur til alls og það skiptir máli fyrir réttindum borgaranna og eftirlitið að lögreglumenn séu nógu vel launaðir, og að þeir séu nógu margir. Það er hinn ásinn sem gleymist alltaf líka í þessari umræðu, vegna þess að því lægri sem launin eru. Eða öllu heldur því vanþakklátara sem starfið er og því erfiðara sem það er að sinna því, án þess að beita vopnavaldi eða valdheimildum eða einhverju slíku. Þá breytast líkurnar á því að lögreglumenn telja sig tilneydda til að beita einhverjum völdum og heimildum sem við viljum kannski ekki að þeir beiti í of miklu magni.

Mér þætti mjög áhugavert að sjá hvernig kjarasamningar færu lögreglumenn fengju aftur verkfallsrétt
Helgi Hrafn Gunnarsson

Helgi Hrafn bendir á það sé hlutverk yfirvalda að fjármagna grunnstoðir samfélagsins, eins og lögregluna

Mér þætti mjög áhugavert að sjá hvernig kjarasamningar færu lögreglumenn fengju aftur verkfallsrétt, þeir búa við þær aðstæður í dag að þeir verða að samþykkja kjarasamninga sem þeim býðst, eða bara hætta að vera lögreglumenn, vegna þess að það vantar þennan verkfallsrétt. Á meðan staðan er þannig þá er ég ekki vongóður um það að þessi yfirvöld muni bæta úr málinu. Því það er svolítið baklands speki hjá Sjálfstæðisflokknum, að ákveðnar stofnanir ríkisins almennt séu alltaf ófjármagnaðar, að það þurfi alltaf einhvern veginn að nýta fjármagnið betur og að það megi aldrei gefa í, það er alltaf litið á það sem sóun. En það er hlutverk yfirvalda að fjármagna grunnstoðunum samfélaginu nógu vel. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei staðið sig nógu vel í því.

Segir mikilvægt að hafa ytra aðhaldskerfi til að halda utan um vald lögreglunnar.

Eftirlit með lögreglu hefur verið gagnrýnt undanfarin ár og segir Helgi Hrafn að það sé mikilvægt að það sé haft aðhald með valdi lögreglunnar.

Okkur í Pírötum finnst það ofboðslega mikilvægt að hafa einhverskonar ytra aðhaldskerfi, til þess að halda utan um það vald sem lögreglumenn hafa. Það þarf að vera aðhald með valdi, þetta er ákveðin grundvallaratriði. Fílingurinn hérna á Íslandi hefur hins vegar alltaf verið sá að löggan sé einfaldlega alltaf góði kallinn í sögunni og raunveruleikinn er einfaldlega flóknara en það. Auðvitað er hún almennt. Fólk er almennt gott, lögreglumenn eru almennt góðir. En þegar hlutirnir klikka þá þarf að vera eitthvað kerfi sem tekur utan um þann möguleika og horfist í augu við þann möguleika og getum brugðist við honum. Þetta kerfi í dag, að mínu mati, er svo gott sem ekki til.

Vilhjálmur segir að eftirlit með lögreglu sé orðið töluvert sýnilegra. Hann segir að eftirlitið sé að byggjast hægt og rólega upp.

Mér finnst að eftirlitið hefur orðið töluvert sýnilegra. Eins og Helgi segir þá erum við alltaf að reyna að þróa þetta. Við erum að reyna að læra af þessu. Við gerum einhverja lagabreytingu og svo dugar hún ekki alveg, svo við gerum aðra til að bæta. Þannig að við erum að byggja þetta hægt og rólega upp og reyna að finna að hvernig náum við sem bestum árangri. Það eru alveg lögreglumenn sem hafa verið dæmdir fyrir spillingu og það eru lögreglumenn sem hafa verið sagt upp störfum án dóms. Þannig að þessum málum er búið að fjölga töluvert og eftirlitið er orðið miklu meira en það var og við erum áfram að þróa það og ég held að það sé bara rétti farvegurinn. Það er enginn að reyna ýta þessu frá sér og er engin stoppa þetta einn eða neinn hátt.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu