Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Tuttugu þúsund Íslendingar óvinnufærir vegna langvinnra verkja

Fimmti hver full­orð­inn Ís­lend­ing­ur er tal­inn glíma við lang­vinna verki sem var­að hafa í þrjá mán­uði eða leng­ur. Stór hluti verkj­anna er af óljós­um toga og erfitt að greina þá og með­höndla.

Tuttugu þúsund Íslendingar óvinnufærir vegna langvinnra verkja
Algengari hjá konum Langvinnir verkir eru algengari hjá konum en körlum. Mynd: Shutterstock

Almennt er talið að fimmti hver fullorðinn Íslendingur glími við langvinna verki, það er verki sem hafa varað í þrjá mánuði eða lengur. Að lágmarki 56 þúsund fullorðinna þjást því af langvinnum verkjum og ætla má að þriðjungur þessara einstaklinga sé óvinnufær af þeim völdum, tæplega 20 þúsund Íslendingar. Endurskipuleggja þarf heilbrigðisþjónustu og auka fræðslu til að takast á við vandann.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps heilbrigðisráðherra um langvinna verki. Mjög stór hluti langvinna verkja er af óljósum toga og oft er erfitt bæði að greina þá og meðhöndla. Þeir trufla hins vegar daglegt líf og hafa áhrif á hegðun og geðheilsu fólks, auk líkamlegrar heilsu. Oftast er um að ræða verki í stoðkerfi líkamans en stoðkerfissjúkdómar eru afar algeng orsök örorku á Íslandi. Bakverkir eru allt að helmingur langvinnra verkja í stoðkerfi.

Íslenskar rannsóknir benda til að algengi langvinnra verkja hjá fullorðnum sé í kringum 20 til 48 prósent. Sé tekið mið af lægstu tölum má því gera ráð fyrir að hið minnsta 56 þúsund fullorðnir Íslendingar þjáist af langvinnum verkjum. Ætla má að þriðjungur þessara einstaklinga sé óvinnufær af þessum völdum.

Samkvæmt rannsóknum eru verkir alla jafna algengari hjá eldra fólki en yngra og sömuleiðis hjá konum fremur en körlum. Það skýrist að hluta til af því að konur eru í aukinni áhættu þegar kemur að ýmsum langvinnum verkjavanda. Má þar nefna að konur eru í aukinni áhættu á að glíma við vefjagigt, slitgigt og mígreni.

Ópíóðalyf notuð í of miklum mæli

Flestir þeirra sem glíma við langvinn verkjavandamál leita fyrst til heilsugæslu, en hún hefur hingað til haft takmörkuð skipulögð eða fjölþætt úrræði til að takast á við vandann. Aðgengi að fjölþátta endurhæfingu og sérhæfðri verkjameðferð er þá takmarkað hér á landi og biðlistar eru langir. Samkvæmt íslenskri rannsókn sagðist fimmti hver sá sem hafði langvinna verki þurfa á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda. Yfir helmingur sjúklinga hafði leitað sér heilbrigðisþjónustu vegna verkjanna einvern tíma á sex mánaða tímabili áður en rannsóknin var gerð.

Mikil aukning hefur orðið á lyfjaávísunum sterkra ópíóðalyfja síðustu tvo til þrjá áratugi hér á landi. Þannig var árið 1990 ávísað einum dagskammti ópíóða fyrir hverja þúsund íbúa. Árið 2016 var talan komin í rúma 27 skammta á hverja þúsund manns. Sama ár var lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins settur á laggirnar og frá þeim tíma hefur dregið úr ávísunum ópíóðalyfja og eru þær nú 12 skammtar á hverja þúsund íbúa Íslands. Samkvæmt bresku leiðbeiningum sem vísað er til í skýrslunni ætti almennt ekki að nota ópíóðalyf við langvinnum verkjum af óþekktum toga heldur einkum við bráðum verkjum eða illkynja sjúkdómum.

Starfshópurinn leggur til aðgerðir í þremur liðum að bættri þjónustu við sjúklinga sem glíma við langvarandi verki. Í fyrsta lagi þurfi að auka kennslu um verki í námi nema í heilbrigðisgreinum og auka fræðslu til almennings um langvinna verki, auk þess sem auka þurfi fræðslu um sterk verkjalyf og vinna að skynsamlegri ávísun þeirra. Í öðru lagi þurfi að koma á þverfaglegu endurhæfingarteymi í heilsugæslu til að þróa þjónustu fyrir fólk með langvinna verki. Í þriðja lagi þurfi að endurskipuleggja heilbrigðisþjónustu vegna langvinnra verkja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár