Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þakklát fyrir frábært skipulag á sóttkvíarhóteli

Sophie Mara flaug frá Hollandi til Ís­lands og dvaldi í fimm daga á sótt­kví­ar hót­eli í mið­borg Reykja­vík­ur. Hún skil­ur ekki hvernig nokk­ur gæti kvart­að yf­ir að­bún­aði þar og vill koma á fram­færi þökk­um fyr­ir góð­ar mót­tök­ur og skipu­lag hjá yf­ir­völd­um.

Þakklát fyrir frábært skipulag á sóttkvíarhóteli

„Ég er semsagt hér vegna þess að ég kom til að heimsækja börnin mín,“ segir Sophie Mara glaðlegri röddu en hún er stödd á sóttvarnarhóteli við Borgartún þegar ég hringi í hana. Þetta er hennar fjórði dagur í sóttkví á hótelinu  en samkvæmt nýrri reglugerð verða ferðamenn sem ferðast frá þeim löndum Evrópu  þar sem nýgengi smita er hæst að dvelja á sóttvarnarhóteli.   Sophie er hálf belgísk og hálfur marokkóbúi en hefur búið mestalla ævi í Hollandi utan nokkurra ára hér á Íslandi. „Ég er kokkur og hef verið að vinna í Hollandi undanfarið eitt og hálft ár á meðan íslenskur barnsfaðir minn er með börnin, tvær táningsstúlkur á Íslandi. Þetta er í fjórða skiptið sem ég hef ferðast til Íslands eftir að Covid faraldurinn hófst. Fyrstu skiptin voru einfaldari þar sem ég gat lokið sóttkví í stúdióbúð hjá barnsföður mínum. En í þetta sinn var ég búin að heyra að þeir sem kæmu  frá háhættulöndum vegna Covid-19 þyrftu að gista á sóttvarnarhóteli þá hugsaði ég bara, já auðvitað, maður bara fer eftir reglunum, hvers vegna ekki.“

Hollendingar misst trú á sóttvörnum 

Sophie útskýrir að ástandið í Hollandi hafi verið slæmt í gegnum allan faraldurinn en nýgengi smita þar er með þeim hæstu í Evrópu. „ Þetta hefur verið rússibanareið að búa þar á þessum tíma. Þeir hafa farið frá því að vera með engar takmarkanir eða reglur upp í að loka algerlega öllu. Þá meina ég engin söfn, engir veitingastaðir, engar sundlaugar, engar líkamsræktarstöðvar, engir skólar, bara ekki neitt. Ég held að margir á Íslandi átti sig ekki á því hvað ástandið hefur verið slæmt í Evrópu. Ég er kokkur og ég náði að halda starfinu mínu í gegnum fyrstu lokanirnar en þegar önnur bylgja fór af stað missti ég vinnuna mína og fór þá að elda fyrir fólk svona „freelance“, kom heim til fólks og útbjó fallegar máltíðir. 

„Ég held að margir á Íslandi átti sig ekki á því hvað ástandið hefur verið slæmt í Evrópu“

Ég bý í Rotterdam og það er risastór borg og Covid tímabilið þar hefur verið erfitt fyrir íbúa. Það er bara blaðamannafundur á tveggja vikna fresti, það var kosningabarátta á sama tíma og maður hafði á tilfinningunni að þetta snérist aðallega um einhvern pólitískan leik. Fólk missti trú á yfirvöldum og ráðleggingum og reglum þeirra. Sumir fóru að neita að ganga með grímur og fóru ekki eftir sóttvarnarreglum eða mótmæltu bólusetningum og veiran bara fór út um allt og allt varð verra og verra. Það má ekki fara út úr húsi eftir klukkan níu núna sem er ekki svo slæmt þannig séð nema kannski andlega, það er mjög skrýtið að vera bannað að fara út. Það sem mér hefur fundist erfiðast í þessu öllu er að hafa stöðugar áhyggjur af því hvenær og hvernig ég gæti næst komið heim til Íslands til að hitta stelpurnar mínar. Sóttvarnir í Hollandi eru ekki upp á marga fiska, þegar ég sneri þangað aftur eftir að hafa eytt jólunum á Íslandi þá fannst mér skrýtið að þurfa ekki að skila eyðublaði þegar ég lenti, ég fór alla leið í gegnum tollinn og enginn spurði mig að neinu.“ 

Var leidd í gegnum allt ferlið frá lendingu

Sophie útskýrir að hún hafi í þetta sinn þurft að fylla pappíra út á netinu um hvenær og hvernig hún væri að koma til Íslands og hvers vegna því því samkvæmt núverandi reglugerð verða farþegar frá þessum löndum að hafa gilda ástæðu til dvalarinnar.  

„Ég þurfti að taka PCR próf og fékk vottorð um neikvætt próf til að sýna á Schiphol flugvellinum í Amsterdam. Ég tékkaði mig inn, sýndi vottorðið, passinn minn var skoðaður aftur áður en ég gekk um borð í flugvélina, vottorðið skoðað og var aftur spurð af hverju ég væri að ferðast til Íslands. Flugferðin var þægileg, ég var í þriggja raða Boeing vél með aðeins um fimmtíu öðrum farþegum, mest fólki sem var búsett á Íslandi og fékk góða þjónustu um borð.  Ég var dálítið stressuð því ég vissi ekki hvernig þetta sóttkvíarhótel gekk fyrir sig en það sem gerðist var það að um leið og stígur frá borði á Keflavíkurflugvelli þá er einhver sem tekur á móti þér og leiðir þig áfram í gegnum öll skrefin.“ Sophie ítrekar að á engum tímapunkti hafi  hún verið ein, það hafi alltaf verið mjög almennilegt fólk sem leiðbeindi henni alla leið og henni hafi fundist það aðdáunarvert skipulag. 

„Fyrst fer maður í sýnatöku á flugvellinum þar sem maður þarf aftur að framvísa vegabréfi“

„Fyrst fer maður í sýnatöku á flugvellinum þar sem maður þarf aftur að framvísa vegabréfi, svo fer maður í gegnum tollinn og þá eru lögreglumenn sem aftur skoða vegabréfið og spyrja af hverju maður er á landinu og þá fær maður sérstakan stimpil í vegabréfið en þar stendur nafnið á hótelinu sem maður á að fara á. Maður fær bækling þar sem maður getur lesið sér til um sóttkvíar reglur og svo sögðu tveir lögreglumenn og hjúkrunarkona hvaða flugvallarrútu ég ætti að fara í. Sýnatakan á flugvellinum og rútan kostuðu ekki neitt og hótelið er líka frítt. Þú þarft aldrei að borga fyrir neitt. Við keyrðum til Reykjavíkur og ég hélt að ég myndi verða í Fosshótelinu en var á hóteli skammt hjá sem heitir Storm Hotel.“

Allt starfsfólkið sem tók á móti okkur var frá Rauða krossinum og mér fannst aðdáunarvert að þarna var fólk sem talaði allskonar tungumál, til þess að geta betur útskýrt reglurnar fyrir þeim sem eru að koma. Þarna var til dæmis spænskur maður sem talaði enga ensku og þá kom stúlka sem talaði við hann á reiprennandi spænsku, og ég heyrði frönsku og pólsku líka talaða. Ég var bókuð inn á herbergi og var spurð hvort ég reykti.“ Sophie hlær og segist hafa hugsað guð minn góður ég byrjaði að reykja aftur um daginn, ég mun deyja ef ég get ekki reykt. En slíkt var ekki vandamál, hún fékk að velja sér reyk herbergi þar sem má reykja út um gluggann. „Ég var spurð um sérþarfir í mat, hvort ég væri með ofnæmi og fleira og ég ákvað að panta mér grænmetisfæði þrátt fyrir að ég sé ekki grænkeri, ég var bara forvitin að vita hvernig sá matur yrði. Svo fékk ég bara upplýsingablað um til dæmis að þeir séu með 24 tíma herbergjaþjónustu og einnig var boðið upp á sálgæslu ef maður þyrfti á því að halda. Mér fannst það alveg frábært að það hafi verið hugsað út í það.“

Ferskur, hollur matur þrisvar á dag

Að vera á hótelinu var semsagt eins og að vera á fínu hóteli, nema að þú mátt ekki fara neitt út úr herberginu nema í fylgd með starfsmanni Rauða krossins. Ég mátti fara tvisvar út að ganga á þessu tímabili í einn klukkutíma í senn og þá voru reglurnar að fara ekki í búðir eða neitt og alltaf vera í minnst 2 metra fjarlægð ef maður mætir manneskju. Maður má ekki snerta neitt í almenningsrýmum hótelsins, ekki lyftuhnappinn eða dyrahún eða neitt.“

Sophie segir að matarþjónustan hafi verið mjög góð. „Ég fékk matinn upp að dyrum þrisvar á dag og allt sem ég hef fengið hefur verið mjög gott. Ég er nú einu sinni matreiðslumaður og er ansi „picky“ um hvað ég vel mér að borða. Þetta var kannski ekki akkúrat eitthvað sem ég hefði gert en þetta var fullt af ferskum ávöxtum og grænmeti,quinoa salöt, fullt af avocado og margt fleira. Þetta er líka allt algerlega ókeypis og framleitt af sjálfboðaliðum rauða krossins. Ég fékk eins mikið te, sódavatn og kaffi eins og ég vildi í herberginu mínu, og ef mig langaði í eitthvað sérstakt var ekkert mál að fá það bara sent á hótelið. Herbergið sjálft var fallegt svona „standard double deluxe“ stærð með king size rúmi, hreinum handklæðum á hverjum degi og ég bara hef ekki neitt slæmt að segja um neitt af þessu.“ 

„Þá fann ég aðeins fyrir því að vera innilokuð og frelsissvipt“

Spurð um hvaða dagar hefðu verið erfiðastir þá svarar Sophie að dagur eitt og tvö hefðu verið auðveldastir. „Þá var ég bara spennt að vera þarna á hótelinu og lét fara vel um mig. Á þriðja degi leiddist mér dálítið og langaði í eitthvað annað að borða og pantaði mér hamborgara. Þá fann ég aðeins fyrir því að vera innilokuð og frelsissvipt.  Úti var sól úti og fallegt og þá fór ég í gönguferð sem var gott þrátt fyrir að það væri skrýtið að hitta engan. Ég bara gekk meðfram sjávarsíðunni og naut þess að fá sólina í andlitið. Ég hef annars verið að lesa heilmikið, ég kom með nóg af bókum. Ég tala við vini og fjölskyldu og börnin mín og hef horft á nokkrar frábærar heimildarmyndir eða hangið í tölvunni. Ég hef ekki hitt neinn þar sem gestir mega ekki hitta neinn annan. Ég gæti lýst þessu dálítið eins og kvikmyndinni Lost in Translation,“ segir hún og hlær. „En á morgun fer ég í annað PCR próf og er þá frjáls eins og fuglinn ef allt fer vel. Mig langaði svo mikið til að þakka Íslandi fyrir að gera sóttkví eins þægilega og völ er á fyrir fólk sem þarf að fara í hana. Ég er þakklát Rauða krossi Íslands fyrir þetta einstaklega frábæra skipulag, mig langar að þakka fólkinu sem stendur vaktina í eldhúsinu. Þetta hefur virkilega allt verið eins gott og það mögulega gæti verið undir þessum óvenjulegu  kringumstæðum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
2
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár