Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Vansvefta stjórnarformenn

Sér­hags­muna­að­il­ar beita sér af full­um þunga, bæði í þjóð­má­laum­ræð­unni og bak við tjöld­in, til að sveigja reglu­verk og starf­semi eft­ir­lits­stofn­ana þannig að það henti þeirra hags­mun­um.

Vansvefta stjórnarformenn

Það er leit að virðulegri félagsskap en stjórnarformönnum skráðra íslenskra hlutafélaga. Því er eðlilegt að staldra við þegar fregnir berast af sameiginlegu áhyggjuefni þess fríða flokks. Það gerðist einmitt árla morguns þriðjudaginn 30. mars. Þá voru látin boð út ganga um að helsta umræðuefni formannanna um þessar mundir þegar þeir messuðu yfir hluthöfum á hverjum aðalfundinum á fætur öðrum væri ... Hvað haldið þið? Kannski faraldurinn sem skekið hefur heimsbyggðina og valdið snarpari samdrætti íslensks efnahagslífs en dæmi eru um á síðari tímum? Eða jafnvel eldgos í sjónmáli við sjálfa höfuðborg landsins?

Nei, það sem virðist halda vöku fyrir okkar bestu mönnum um þessar mundir er Samkeppniseftirlitið. Það voru að minnsta kosti tíðindin sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins flutti þjóðinni þennan dag. Maður getur ekki annað en haft samúð með hluthöfunum sem þurftu að sitja undir reiðilestri um þessa skelfilegu stofnun kaffi- og kleinulausir á fjaraðalfundunum.  Svo mjög varð ritstjórn Fréttablaðsins um þetta mat framkvæmdastjórans að um málið var rituð fimm dálka forsíðufrétt. Frekari sönnun þarf ekki. Þetta er greinilega grafalvarleg staða.

Það er reyndar ekki nýtt að Samkeppniseftirlitið, eða forveri þess, Samkeppnistofnun, sé umdeilt. Það hefur stofnunin alltaf verið – og á alltaf að vera. Það eru miklir og mismunandi hagsmunir undir í samkeppnismálum og því þarf iðulega að taka ákvarðanir sem ekki öllum líkar. Jafnvel ákvarðanir sem einhverjum mislíkar illilega.

Þess vegna er það nánast óhjákvæmilegt að einhverjir séu sífellt að hnýta í Samkeppniseftirlitið og reyna með öllum ráðum að grafa undan því. Þeir sem hafa mesta hagsmuni af veiku eftirliti eru meðal annars stórfyrirtæki sem njóta þægilegrar fákeppni eða hafa yfirburðastöðu á sínum mörkuðum. Þannig er það í raun heilbrigðisvottorð fyrir Samkeppniseftirlitið þegar forsvarsmenn slíkra fyrirtækja hamast gegn því.

Það er auðvitað ekki þar með sagt að aldrei eigi að hlusta á gagnrýni á Samkeppniseftirlitið eða löggjöfina sem stofnunin á að framfylgja. Hún getur vel verið réttmæt í einhverjum tilfellum, þótt alltaf sé rétt að huga að því hver setur gagnrýnina fram og hvaða hagsmuna hann á að gæta. Þjóðmálaumræðan getur nefnilega verið skrýtin þegar fjársterkir aðilar beita sér af þunga, meðal annars í gegnum sér hliðholla fjölmiðla, líkt og nú er gert varðandi Samkeppniseftirlitið, líkt og svo oft áður.

Það er hluti af stærra og alþjóðlegra vandamáli, sérhagsmunaaðilar beita sér af fullum þunga, bæði í þjóðmálaumræðunni og bak við tjöldin, til að sveigja regluverk og starfsemi eftirlitsstofnana þannig að það henti þeirra hagsmunum. Fáir en fjársterkir aðilar, sem oft eru vel tengdir við stjórnmálin, geta þannig iðulega fengið sínu framgengt þótt hinir dreifðu hagsmunir fjöldans sem tapa á því séu miklu meiri. Samkeppnisregluverk getur verið í hættu á reglunámi (e. regulatory capture) með þeim hætti, alveg eins og reglur um til dæmis fjármálaeftirlit, umhverfismál og mengun og svo framvegis.  

Sterkasta aðhaldið að Samkeppniseftirlitinu íslenska kemur þó ekki frá þjóðmálaumræðunni heldur dómskerfinu. Þótt nútíma samkeppniseftirlit á Íslandi sé í raun tiltölulega ungt fyrirbrigði þá byggir regluverkið á mun lengri reynslu annarra ríkja. Hingað komu þessar hugmyndir ekki fyrr en með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið í upphafi tíunda áratugarins. 1993 var Verðlagsstofnun lögð niður og Samkeppnisstofnun tók til starfa á grundvelli nýrra samkeppnislaga sem samin voru að evrópskri fyrirmynd. Evrópska löggjöfin og eftirlitskerfið byggði raunar beint eða óbeint að verulegu leyti á bandarískum fyrirmyndum sem nú eru orðnar að stofni til meira en einnar aldar gamlar. Grunnhugmyndin í þessu regluverki er sú sama, hvort heldur er á Íslandi, innan ESB eða í Bandaríkjunum; löggjöfin er tiltölulega knöpp og einföld en dómstólar móta framkvæmd hennar með niðurstöðum sínum. Samkeppnisreglurnar byggja því að verulegu leyti á dómafordæmum. Á Íslandi horfa menn auðvitað til innlendra fordæma, einkum frá Hæstarétti, en einnig til fordæma frá nágrannalöndunum, sérstaklega annarra EES landa, og jafnvel víðar. Samkeppniseftirlitið íslenska býr því við skýrt og stíft aðhald dómstóla og raunar einnig sérstakrar áfrýjunarnefndar.

Íslenskar samkeppnisreglur eru heldur ekki séríslenskar eða eitthvað meira „íþyngjandi“ en annars staðar, þótt annað sé iðulega fullyrt. Það er í raun tryggt með EES samningnum að íslenska regluverkið og eftirlit með því á að vera sambærilegt og í hinum EES löndunum og þjóna sama tilgangi. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og EFTA dómstóllinn gegna talsverðu hlutverki í að tryggja það.

Svigrúmið til að vera með séríslenskar útfærslur er mjög takmarkað. Í nokkrum tilfellum hafa Íslendingar sett ákvæði í samkeppnislögin sem finna má í löggjöf sumra hinna EES landanna en ekki allra. Hér er líklega c liður 16. greinar umdeildastur en hann kveður á um að Samkeppniseftirlitið geti gripið til aðgerða gegn „aðstæðum eða háttsemi sem kemur í veg fyrir, takmarkar eða hefur skaðleg áhrif á samkeppni almenningi til tjóns“. Hart var barist gegn þessu ákvæði á sínum tíma og raunar nánast alla tíð síðan – þótt það hafi aldrei verið notað hérlendis! Síðast var reynt að fella þetta ákvæði út í fyrra en horfið frá því á endanum. Mér er málið raunar skylt því að ég mælti sjálfur fyrir þessu ákvæði sem efnahags- og viðskiptaráðherra árið 2010 þótt það yrði reyndar ekki að lögum fyrr en á næsta þingi á eftir.

Mikilvægi þess að hafa góðar samkeppnisreglur og stíft eftirlit með þeim er líklega óvíða, ef nokkurs staðar, meira en á Íslandi. Eitt helsta einkenni innanlandsmarkaðar er fákeppni ef ekki hrein einkasala. Smæð markaðarins nánast gerir þetta óhjákvæmilegt. Á fjölmörgum lykilmörkuðum er einungis að finna 2-4 fyrirtæki sem verulegu máli skipta. Bankar, tryggingafélög, matvara, byggingavörur, fjarskipti, lyf, sjósamgöngur og svo mætti lengi telja. Við slíkar aðstæður þarf sterkt eftirlit og það á almennt ekki að hafa neinar áhyggjur þótt einhver kveinki sér yfir því!

Smæð innanlandsmarkaðarins og lítil samkeppni skýra að verulegu leyti hvers vegna verðlag er svo hátt hérlendis, jafnvel hærra en í nágrannalöndunum þar sem það þykir þó hátt í alþjóðlegum samanburði. Í samanburði Eurostat á útgjöldum heimila í Evrópu eru Íslendingar þannig iðulega með dýrustu vöru og þjónustu í mörgum liðum. Meðaltalið er yfirleitt einna hæst hér, ef ekki hæst. Sveiflur í gengi krónunnar geta fært okkur aðeins upp eða niður á þeim lista en breyta ekki þessari niðurstöðu. Í nýjustu mælingum, frá árinu 2019, lentum við í öðru sæti, á eftir Sviss. Þá var 59% dýrara að kaupa inn fyrir meðalheimili hér að meðaltali en innan ESB. Í einungis einum lið af þeim sem skoðaðir voru var verðlag hér lægra en að jafnaði annars staðar, það var fyrir orku frá veitustofnunum, það er rafmagn og heitt vatn.

Að nokkru marki er eðlilegt að verðlag sé hátt þar sem laun eru há en verðlagið hér hefur verið talsvert hærra en í löndum þar sem laun eru svipuð eða hærri en hér, eins og til dæmis í Danmörku og Noregi. Smæðin hér, sem leiðir til þess að fyrirtæki sem starfa eingöngu á innanlandsmarkaði eru bæði smá og fá, er helsta skýring þessa.

Á þessu er auðvitað engin töfralausn – Ísland verður aldrei mjög fjölmennt – en öflugt samkeppniseftirlit og opnun sem flestra innlendra markaða fyrir erlendri samkeppni eru þær leiðir sem helst eru færar. Eitt skref í þá átt, sem ætti að verða mikilvægt, er bann við notkunum fyrirtækja á svæðalokunum (e. geo blocking) sem samþykkt hefur verið að muni ná til alls EES svæðisins. Með svæðalokunum er til dæmis átt við að vefverslanir neita að selja vörur eða þjónustu til tiltekinna landa eða mismuna í verði á milli landa. Þótt það ákvæði sé almennt og gildi fyrir allt EES svæðið gæti það haft sérstaklega mikla þýðingu fyrir íslenska neytendur.  

Tvískipting íslenska efnahagslífsins í annars vegar alþjóðageirann og hins vegar innanlandsgeirann dregur fram veikleika þess síðari. Alþjóðageirinn íslenski mætir eðli máls skv. harðri alþjóðlegri samkeppni og þarf að standa sig í henni. Þar er að duga eða drepast. Fyrirtæki í þeim geira eru líka ekkert endilega mjög smá samanborið við það sem gengur og gerist erlendis. Í þessu virka samkeppnisumhverfi hefur Íslendingum blessunarlega tekist að byggja upp mörg góð fyrirtæki eða laða erlend til landsins.

Alþjóðageirinn hefur líka vaxið mjög kröftuglega. 2020 var vitaskuld mjög sérstakt ár og erfitt að nota það til viðmiðunar en ef við skoðum áratugina þar á undan þá blasir vöxturinn við. Frá árinu 1995 til 2019 meira en fimmfölduðust útflutningstekjur íslenskra fyrirtækja, mældar í evrum. Árlegur vöxtur var 7,1% að meðaltali. Vöxturinn var bæði í útflutningi á vörum (5,3% á ári) og þjónustu (9,9%). Ör vöxtur útflutnings á þjónustu var keyrður áfram af ferðaþjónustu síðasta áratug. Samdrátturinn 2020 var snarpur, sérstaklega í ferðaþjónustu, en þó ekki meiri en svo að heildarútflutningstekjur það ár, mældar í evrum, voru svipaðar og árið 2014, og meiri en öll ár þar á undan.

Innanlandsgeirinn íslenski er miklu veikari, fyrirtækin lítil og fá, samkeppni takmörkuð, verð á vörum og þjónustu hátt og framleiðni oft lítil. Það er ekki vegna þess að menn séu latir og hugmyndasnauðir þeim megin eða hagnaður endilega mjög mikill. Það er bara mjög erfitt að ná eðlilegri hagkvæmni á litlum markaði í lítilli samkeppni.

Það er þó líka afskaplega freistandi fyrir suma að taka því rólega og fá hina örfáu samkeppnisaðila til að gera það líka. Ef ekki með fundum í Öskjuhlíðinni (man einhver enn eftir þeim?) þá með öðrum hætti. Þegjandi samkomulag dugar stundum ágætlega. Þeir sem eru staðnir að verki kannast ekki við að hafa gert neitt rangt en hella sér að því er virðist nánast sjálfkrafa yfir Samkeppniseftirlitið með óbótaskömmum.

Það verður eilífðarverkefni fyrir Íslendinga að fást við þann vanda. Efling Samkeppniseftirlitsins væri ágæt leið til að styrkja okkur í þeirri baráttu. Frjáls félagasamtök eins og Neytendasamtökin eða FÍB geta líka veitt fyrirtækjum aðhald. Það getur verkalýðshreyfingin líka. Slík fjöldasamtök geta einnig reynt að standa gegn reglunámi sérhagsmunaafla þótt þar sé við ramman reip að draga.

Við Íslendingar njótum líka yfirleitt góðs af viðleitni ESB til að auka samkeppni. Flestar af þeim aðgerðum ná á endanum til alls EES svæðisins og þar með Íslands. Þó á það til dæmis ekki við um matvælamarkaðinn því að EES samningurinn tryggir ekki fríverslun með landbúnaðarafurðir. Það er því lítið skjól í þeim samningi fyrir íslenska neytendur þegar kemur að matvælum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Norræn samtök heimilislækna fordæma skrif heimilislæknis
1
Fréttir

Nor­ræn sam­tök heim­il­is­lækna for­dæma skrif heim­il­is­lækn­is

Siðanefnd Lækna­fé­lags Ís­lands hef­ur feng­ið ábend­ing­ar vegna niðr­andi um­mæla Guð­mund­ar Páls­son­ar heim­il­is­lækn­is á sam­fé­lags­miðl­um er varð­ar bæði kon­ur og að­ila í minni­hluta­hóp­um. Lækna­fé­lag­ið tek­ur ekki af­stöðu í ein­staka mál­um en sam­tök nor­rænna heim­il­is­lækna gera það hins veg­ar og hafa for­dæmt skrif Guð­mund­ar.
Þakklát fyrir tækifæri til að búa á Íslandi
2
Fólkið í borginni

Þakk­lát fyr­ir tæki­færi til að búa á Ís­landi

Noemi Ehrat flutti frá Zürich í Sviss til Reykja­vík­ur til að stunda ís­lensku­nám við Há­skóla Ís­lands. Hún seg­ir líf­ið hér vera ró­legra en í heima­land­inu, en borg­in iði af menn­ing­ar­lífi og bjóði upp á ým­iss tæki­færi til að vera skap­andi.
Öskrað gegn óréttlæti
3
FréttirMetoo

Öskr­að gegn órétt­læti

Hóp­ur kvenna safn­að­ist sam­an fyr­ir ut­an Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur um há­deg­is­bil í dag til að öskra gegn órétt­læti og með sam­stöðu fyr­ir þo­lend­um kyn­ferð­isof­beld­is
Stórveldaátök í stað hryðjuverkastríðs
4
Úttekt

Stór­velda­átök í stað hryðju­verka­stríðs

Hvort sín­um meg­in við víg­lín­una standa her­ir grá­ir fyr­ir járn­um. Rúss­ar öðr­um meg­in, Úkraínu­menn studd­ir af Vest­ur­veld­un­um hinum meg­in. Hvernig mun þetta enda?
Þegar Freud fékk bréf um Lísu prinsessu
5
Flækjusagan

Þeg­ar Fr­eud fékk bréf um Lísu prins­essu

Laust fyr­ir 1930 fékk sál­grein­and­inn frægi Sig­mund Fr­eud bréf þar sem hann var beð­inn að gefa ráð til að með­höndla Lísu prins­essu af Batten­berg eða Mount­batten því hún liti svo á að hún væri orð­in skila­boða­skjóða fyr­ir Guð al­mátt­ug­an. Hvað hafði gerst?!
382. spurningaþraut: „Jaffa appelsínur eru sætar og safaríkar“
6
Þrautir10 af öllu tagi

382. spurn­inga­þraut: „Jaffa app­el­sín­ur eru sæt­ar og safa­rík­ar“

Hlekk­ur á þraut gær­dags­ins. * Fyrri auka­spurn­ing. Hver mál­aði mál­verk­ið sem sést á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað hét mað­ur­inn sem varð for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands 10. maí 1940? 2.  Wil­helm Steinitz hét Aust­ur­rík­is­mað­ur einn sem varð ár­ið 1886 fyrsti op­in­beri heims­meist­ar­inn á til­teknu sviði og hélt titl­in­um þar til 1894 þeg­ar hann glat­aði hon­um til Þjóð­verj­ans Em­anu­els Laskers....
383. spurningaþraut: Lítil Evrópuríki, Hamlet og veiðibjalla
7
Þrautir10 af öllu tagi

383. spurn­inga­þraut: Lít­il Evr­ópu­ríki, Hamlet og veiði­bjalla

Þraut, sú í gær. * Fyrri auka­spurn­ing. Á mynd­inni hér að of­an má sjá skip eitt á sigl­ingu ekki all­fjarri Ís­landi fyr­ir all­nokkru síð­an. Hvað hét þetta skip? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver skrif­aði leik­rit­ið um Hamlet Danaprins? 2.  Ég hef ör­ugg­lega spurt að því áð­ur, en hvað er smæsta sjálf­stæða rík­ið í Evr­ópu? 3.  En hvað er næst minnst? 4. ...

Mest deilt

Norræn samtök heimilislækna fordæma skrif heimilislæknis
1
Fréttir

Nor­ræn sam­tök heim­il­is­lækna for­dæma skrif heim­il­is­lækn­is

Siðanefnd Lækna­fé­lags Ís­lands hef­ur feng­ið ábend­ing­ar vegna niðr­andi um­mæla Guð­mund­ar Páls­son­ar heim­il­is­lækn­is á sam­fé­lags­miðl­um er varð­ar bæði kon­ur og að­ila í minni­hluta­hóp­um. Lækna­fé­lag­ið tek­ur ekki af­stöðu í ein­staka mál­um en sam­tök nor­rænna heim­il­is­lækna gera það hins veg­ar og hafa for­dæmt skrif Guð­mund­ar.
Öskrað gegn óréttlæti
2
FréttirMetoo

Öskr­að gegn órétt­læti

Hóp­ur kvenna safn­að­ist sam­an fyr­ir ut­an Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur um há­deg­is­bil í dag til að öskra gegn órétt­læti og með sam­stöðu fyr­ir þo­lend­um kyn­ferð­isof­beld­is
Símon Vestarr
3
Blogg

Símon Vestarr

Sið­prúð­asti her í heimi slátr­ar börn­um

Jæja, hvað á að segja um „eina lýð­ræð­is­rík­ið“ í Mið-Aust­ur­lönd­um? Er eitt­hvað hægt að segja sem ekki hef­ur ver­ið tí­und­að millj­ón sinn­um? 119 Palestínu­menn í valn­um, þar af 31 barn. Átta Ísra­els­menn. Og að­drag­and­inn var ekk­ert sér­stak­lega frum­leg­ur held­ur. Ísra­els­menn halda upp­tekn­um hætti og vísa fjór­um tug­um Palestínu­manna (þar af tíu börn­um) út af heim­il­um sín­um til að rýma...
„Aukin umsvif einkageirans er eina leiðin út úr kreppunni“
4
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

„Auk­in um­svif einka­geir­ans er eina leið­in út úr krepp­unni“

Hall­dór Benjam­in Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að eina leið­in út úr efna­hags­lægð­inni sem fylg­ir heims­far­aldr­in­um sé einkafram­tak­ið. Nú þurfi að sporna gegn auknu at­vinnu­leysi.
382. spurningaþraut: „Jaffa appelsínur eru sætar og safaríkar“
5
Þrautir10 af öllu tagi

382. spurn­inga­þraut: „Jaffa app­el­sín­ur eru sæt­ar og safa­rík­ar“

Hlekk­ur á þraut gær­dags­ins. * Fyrri auka­spurn­ing. Hver mál­aði mál­verk­ið sem sést á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað hét mað­ur­inn sem varð for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands 10. maí 1940? 2.  Wil­helm Steinitz hét Aust­ur­rík­is­mað­ur einn sem varð ár­ið 1886 fyrsti op­in­beri heims­meist­ar­inn á til­teknu sviði og hélt titl­in­um þar til 1894 þeg­ar hann glat­aði hon­um til Þjóð­verj­ans Em­anu­els Laskers....
383. spurningaþraut: Lítil Evrópuríki, Hamlet og veiðibjalla
6
Þrautir10 af öllu tagi

383. spurn­inga­þraut: Lít­il Evr­ópu­ríki, Hamlet og veiði­bjalla

Þraut, sú í gær. * Fyrri auka­spurn­ing. Á mynd­inni hér að of­an má sjá skip eitt á sigl­ingu ekki all­fjarri Ís­landi fyr­ir all­nokkru síð­an. Hvað hét þetta skip? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver skrif­aði leik­rit­ið um Hamlet Danaprins? 2.  Ég hef ör­ugg­lega spurt að því áð­ur, en hvað er smæsta sjálf­stæða rík­ið í Evr­ópu? 3.  En hvað er næst minnst? 4. ...
„Okkur vantar atvinnustefnu“
7
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

„Okk­ur vant­ar at­vinnu­stefnu“

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, seg­ir ekki nóg að treysta á að allt komi upp í hend­urn­ar á okk­ur, hvort sem það sé síld­in, loðn­an eða túrist­inn. Nú þurfi að ein­blína á fjöl­breytt­ari tæki­færi, bæði í ný­sköp­un, land­bún­aði, græn­um störf­um og fleira.

Mest lesið í vikunni

Hættur að borða í mótmælaskyni við grímuskyldu
1
Fréttir

Hætt­ur að borða í mót­mæla­skyni við grímu­skyldu

Þrátt fyr­ir að Zor­an Kokatovic hafi lækn­is­vott­orð um að hann geti ekki bor­ið and­lits­grímu var hon­um mein­að að sinna vinnu sinni grímu­laus. Þá fær hann ekki af­greiðslu í mat­vöru­versl­un­um án þess að bera grímu. Hef­ur hann því hætt að borða í mót­mæla­skyni.
Norræn samtök heimilislækna fordæma skrif heimilislæknis
2
Fréttir

Nor­ræn sam­tök heim­il­is­lækna for­dæma skrif heim­il­is­lækn­is

Siðanefnd Lækna­fé­lags Ís­lands hef­ur feng­ið ábend­ing­ar vegna niðr­andi um­mæla Guð­mund­ar Páls­son­ar heim­il­is­lækn­is á sam­fé­lags­miðl­um er varð­ar bæði kon­ur og að­ila í minni­hluta­hóp­um. Lækna­fé­lag­ið tek­ur ekki af­stöðu í ein­staka mál­um en sam­tök nor­rænna heim­il­is­lækna gera það hins veg­ar og hafa for­dæmt skrif Guð­mund­ar.
Lögmaður Sölva biðst „einlæglega“ afsökunar á viðtali og segir sig frá vörn
3
Fréttir

Lög­mað­ur Sölva biðst „ein­læg­lega“ af­sök­un­ar á við­tali og seg­ir sig frá vörn

Saga Ýrr Jóns­dótt­ir lög­mað­ur hef­ur sagt sig frá málsvörn Sölva Tryggva­son­ar. „Orð mín hafa sært ein­stak­linga,“ seg­ir hún.
Þingmaður Vinstri grænna játar að hafa „komið illa fram við konur“ og dregur framboð til baka
4
Fréttir

Þing­mað­ur Vinstri grænna ját­ar að hafa „kom­ið illa fram við kon­ur“ og dreg­ur fram­boð til baka

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­mað­ur Vinstri grænna, dreg­ur fram­boð sitt til baka eft­ir að leit­að var til fagráðs flokks­ins með kvart­an­ir und­an hegð­un hans. Hann við­ur­kenn­ir að kom­ið illa fram við kon­ur.
Skýrslu Kristjáns Þórs var ekki lekið úr forsætisráðuneytinu
5
Fréttir

Skýrslu Kristjáns Þórs var ekki lek­ið úr for­sæt­is­ráðu­neyt­inu

Fjall­að er um skýrslu um ís­lenska kvóta­kerf­ið sem Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra lét vinna í Morg­un­blað­inu í dag. Í henni er ís­lenska kvóta­kerf­ið sagt betra en önn­ur. Rit­stjóri Kjarn­ans furð­ar sig á því af hverju Morg­un­blað­ið fékk skýrsl­una en ekki aðr­ir fjöl­miðl­ar.
Forsætisráðherra sammála utanríkisráðherra Noregs: „Orðspor  Samherja er laskað“
6
FréttirSamherjaskjölin

For­sæt­is­ráð­herra sam­mála ut­an­rík­is­ráð­herra Nor­egs: „Orð­spor Sam­herja er lask­að“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að það sé sann­ar­lega rétt að orð­spor Sam­herja sé lask­að út af Namib­íu­mál­inu. Hún seg­ir að rann­sókn máls­ins sé í form­leg­um far­vegi og að bíða þurfi nið­ur­stöðu.
Sýnin breyttist eftir slysið
7
ViðtalHamingjan

Sýn­in breytt­ist eft­ir slys­ið

Þuríð­ur Harpa Sig­urð­ar­dótt­ir, formað­ur Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands, seg­ir mik­il­vægt að líða vel í eig­in skinni, líða vel inni í sér og vera sátt við það hver hún og hvernig hún er.

Mest lesið í mánuðinum

Tilkynnt til barnaverndar eftir að hún byrjaði á OnlyFans
1
ViðtalKynlífsvinna á Íslandi

Til­kynnt til barna­vernd­ar eft­ir að hún byrj­aði á On­lyF­ans

Birta Blanco, tveggja barna móð­ir, seg­ist ekki mæla með vændi eft­ir að hafa stund­að það sjálf, en seg­ir að sér líði vel á On­lyF­ans. Hún seg­ir sig og fleiri mæð­ur á síð­unni hafa ver­ið til­kynnt­ar til barn­an­vernd­ar­nefnd­ar.
Lýsir reynslu sinni af vændi: „Þegar búið er að borga kemur þessi sadisti upp í þeim“
2
ÚttektKynlífsvinna á Íslandi

Lýs­ir reynslu sinni af vændi: „Þeg­ar bú­ið er að borga kem­ur þessi sa­disti upp í þeim“

Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir tel­ur að síð­ur eins og On­lyF­ans þrýsti á mörk kvenna um hvað þær eru til­bún­ar að gera í kyn­lífi. Hún starf­aði sjálf við vændi í Dan­mörku, en veit­ir nú kon­um sem stunda vændi á Ís­landi ráð­gjöf.
„Ég á kærasta, en ég vinn samt með öðrum“
3
ÚttektKynlífsvinna á Íslandi

„Ég á kær­asta, en ég vinn samt með öðr­um“

„Þau hafa sýnt mér mik­inn stuðn­ing og mamma og pabbi eru bæði mikl­ir femín­ist­ar og finnst þetta flott sem ég er að gera,“ seg­ir Edda Lovísa Björg­vins­dótt­ir sem fram­leið­ir efni á On­lyF­ans. Marg­ir nálg­ist klám án end­ur­gjalds á öðr­um síð­um á net­inu og á þeim verstu sé mynd­um af ís­lensk­um stúlk­um á barns­aldri dreift.
Kolbeinn Hólmar Stefánsson
4
Pistill

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Með fullri virð­ingu fyr­ir Freyju Har­alds­dótt­ur

Það eru ekki skerð­ing­arn­ar sem slík­ar sem hamla þátt­töku fólks með slík­ar held­ur um­hverf­ið.
Strandveiðipar kærir barnaverndartilkynningu
5
Fréttir

Strand­veiðip­ar kær­ir barna­vernd­ar­til­kynn­ingu

Par sem var til­kynnt fyr­ir brot á barna­vernd­ar­lög­um, án þess að mál­ið næði lengra, hef­ur kært kenn­ara og sál­fræð­ing fyr­ir að til­kynna þau til barna­vernd­ar án þess að hafa at­hug­að mál­ið.
Eva Joly um rannsóknina á Samherja: „Það er skortur á vilja til að rannsaka þá sem skapa velsæld í landinu“
6
FréttirSamherjaskjölin

Eva Joly um rann­sókn­ina á Sam­herja: „Það er skort­ur á vilja til að rann­saka þá sem skapa vel­sæld í land­inu“

Fransk norski lög­fræð­ing­ur­inn Eva Joly seg­ir að Sam­herji sé það valda­mik­ill á Ís­landi að lít­ill áhugi sé á því að rann­saka Namib­íu­mál­ið. Tek­ið er við­tal við Evu í þýska blað­inu Süddeutsche Zeit­ung í dag þar sem fjall­að er um Namib­íu­mál­ið og upp­ljóstr­ar­ann Jó­hann­es Stef­áns­son.
Formaður Eflingar segir forsetahjónin þátttakendur í „tryllingslegu gróðabraski“
7
Fréttir

Formað­ur Efl­ing­ar seg­ir for­seta­hjón­in þátt­tak­end­ur í „tryll­ings­legu gróða­braski“

Guðni Th. Jó­hann­es­son og El­iza Reid for­seta­hjón leigja út nýkeypta íbúð sína á 265 þús­und krón­ur á mán­uði. Með­al­leigu­verð sam­bæri­legra íbúða er 217 þús­und krón­ur. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, spyr hvort for­seta­hjón­in séu föst inni í for­rétt­inda­búbblu. For­seta­hjón­in fengu ut­an­að­kom­andi ráð­gjöf um mark­aðs­verð.

Nýtt á Stundinni

„Aukin umsvif einkageirans er eina leiðin út úr kreppunni“
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

„Auk­in um­svif einka­geir­ans er eina leið­in út úr krepp­unni“

Hall­dór Benjam­in Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að eina leið­in út úr efna­hags­lægð­inni sem fylg­ir heims­far­aldr­in­um sé einkafram­tak­ið. Nú þurfi að sporna gegn auknu at­vinnu­leysi.
„Stærra bótakerfi tekur ekki á vandanum“
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

„Stærra bóta­kerfi tek­ur ekki á vand­an­um“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, seg­ir stærra bóta­kerfi ekki leysa neinn vanda held­ur þurfi að fjölga störf­um til að stoppa í fjár­lagagat­ið.
Norræn samtök heimilislækna fordæma skrif heimilislæknis
Fréttir

Nor­ræn sam­tök heim­il­is­lækna for­dæma skrif heim­il­is­lækn­is

Siðanefnd Lækna­fé­lags Ís­lands hef­ur feng­ið ábend­ing­ar vegna niðr­andi um­mæla Guð­mund­ar Páls­son­ar heim­il­is­lækn­is á sam­fé­lags­miðl­um er varð­ar bæði kon­ur og að­ila í minni­hluta­hóp­um. Lækna­fé­lag­ið tek­ur ekki af­stöðu í ein­staka mál­um en sam­tök nor­rænna heim­il­is­lækna gera það hins veg­ar og hafa for­dæmt skrif Guð­mund­ar.
„Okkur vantar atvinnustefnu“
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

„Okk­ur vant­ar at­vinnu­stefnu“

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, seg­ir ekki nóg að treysta á að allt komi upp í hend­urn­ar á okk­ur, hvort sem það sé síld­in, loðn­an eða túrist­inn. Nú þurfi að ein­blína á fjöl­breytt­ari tæki­færi, bæði í ný­sköp­un, land­bún­aði, græn­um störf­um og fleira.
384. spurningaþraut: Hér reynir verulega á þekkingu fólks á utanríkisráðherrum!
Þrautir10 af öllu tagi

384. spurn­inga­þraut: Hér reyn­ir veru­lega á þekk­ingu fólks á ut­an­rík­is­ráð­herr­um!

Gær frá þraut­in í. * Fyrri auka­spurn­ing. Á mynd­inni að of­an má sjá eina fræga film­stjörnu fyrri tíma. Hvað hét hún? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Fjár­hættu­spil­ið póker hef­ur stund­um ver­ið rak­ið langt aft­ur í tím­ann, en raun­in mun þó vera sú að það hafi í raun­inni þró­ast í nú­tíma­mynd sinni í einu til­teknu ríki á 19. öld. Hvaða ríki er það?...
Ölli Krókur, Skvetta og einn á hjóli
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Ölli Krók­ur, Skvetta og einn á hjóli

Öskrað gegn óréttlæti
FréttirMetoo

Öskr­að gegn órétt­læti

Hóp­ur kvenna safn­að­ist sam­an fyr­ir ut­an Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur um há­deg­is­bil í dag til að öskra gegn órétt­læti og með sam­stöðu fyr­ir þo­lend­um kyn­ferð­isof­beld­is
Siðprúðasti her í heimi slátrar börnum
Símon Vestarr
Blogg

Símon Vestarr

Sið­prúð­asti her í heimi slátr­ar börn­um

Jæja, hvað á að segja um „eina lýð­ræð­is­rík­ið“ í Mið-Aust­ur­lönd­um? Er eitt­hvað hægt að segja sem ekki hef­ur ver­ið tí­und­að millj­ón sinn­um? 119 Palestínu­menn í valn­um, þar af 31 barn. Átta Ísra­els­menn. Og að­drag­and­inn var ekk­ert sér­stak­lega frum­leg­ur held­ur. Ísra­els­menn halda upp­tekn­um hætti og vísa fjór­um tug­um Palestínu­manna (þar af tíu börn­um) út af heim­il­um sín­um til að rýma...
383. spurningaþraut: Lítil Evrópuríki, Hamlet og veiðibjalla
Þrautir10 af öllu tagi

383. spurn­inga­þraut: Lít­il Evr­ópu­ríki, Hamlet og veiði­bjalla

Þraut, sú í gær. * Fyrri auka­spurn­ing. Á mynd­inni hér að of­an má sjá skip eitt á sigl­ingu ekki all­fjarri Ís­landi fyr­ir all­nokkru síð­an. Hvað hét þetta skip? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver skrif­aði leik­rit­ið um Hamlet Danaprins? 2.  Ég hef ör­ugg­lega spurt að því áð­ur, en hvað er smæsta sjálf­stæða rík­ið í Evr­ópu? 3.  En hvað er næst minnst? 4. ...
Þegar Freud fékk bréf um Lísu prinsessu
Flækjusagan

Þeg­ar Fr­eud fékk bréf um Lísu prins­essu

Laust fyr­ir 1930 fékk sál­grein­and­inn frægi Sig­mund Fr­eud bréf þar sem hann var beð­inn að gefa ráð til að með­höndla Lísu prins­essu af Batten­berg eða Mount­batten því hún liti svo á að hún væri orð­in skila­boða­skjóða fyr­ir Guð al­mátt­ug­an. Hvað hafði gerst?!
Þakklát fyrir tækifæri til að búa á Íslandi
Fólkið í borginni

Þakk­lát fyr­ir tæki­færi til að búa á Ís­landi

Noemi Ehrat flutti frá Zürich í Sviss til Reykja­vík­ur til að stunda ís­lensku­nám við Há­skóla Ís­lands. Hún seg­ir líf­ið hér vera ró­legra en í heima­land­inu, en borg­in iði af menn­ing­ar­lífi og bjóði upp á ým­iss tæki­færi til að vera skap­andi.
Stórveldaátök í stað hryðjuverkastríðs
Úttekt

Stór­velda­átök í stað hryðju­verka­stríðs

Hvort sín­um meg­in við víg­lín­una standa her­ir grá­ir fyr­ir járn­um. Rúss­ar öðr­um meg­in, Úkraínu­menn studd­ir af Vest­ur­veld­un­um hinum meg­in. Hvernig mun þetta enda?