Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Myndlist tileinkuð Kópavogi og blokkinni sem var heilt þorp

Fjór­ir mynd­list­ar­menn eiga verk á sýn­ing­unni Skýja­borg í Gerð­arsafni en það eru þau Eirún Sig­urð­ar­dótt­ir, Berg­lind Jóna Hlyns­dótt­ir, Bjarki Braga­son og Unn­ar Örn Auð­ar­son. Verk Eirún­ar tengj­ast þeim ár­um sem hún bjó í fjöl­býl­is­hús­inu við Engi­hjálla 3.

Myndlist tileinkuð Kópavogi og blokkinni sem var heilt þorp

Kópavogur er það sem öll listaverk myndlistarmannanna fjögurra eiga sameiginlegt á sýningunni Skýjaborg í Gerðarsafni, en það eru þau Eirún Sigurðardóttir, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bjarki Bragason og Unnar Örn Auðarson. Brynja Sveinsdóttir og Klara Þórhallsdóttir eru sýningarstjórar. Sýningin þykir vitna um háleitar áætlanir í bænum á stórum og smáum skala, svo sem einstaklinga sem byggðu sér heimili úr niðurníddum kofa, ung pör sem reistu fjölbýli sem og samtök íbúa sem létu til sín taka í málefnum bæjarfélagsins og til dæmis um það hvernig landsvæðið er hráefni til breytinga og uppbyggingar en á kostnað þess sem var. Þess má geta að fólk getur hlustað á myndlistarmennina lýsa verkum sínum í gegnum hlaðvarp sem Gerðarsafn býður gestum sýningarinnar upp á og þarf að verða sér úti um kóða. Þetta getur fólk jafnvel gert heima hjá sér. 

Mynstrin

„Þessi sýning er tengd Kópavogi á mismunandi vegu og myndlistarmennirnir fjórir tengja sig við bæinn, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár