Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Gjörningur sem hélt hann væri fyrirtæki

Á sýn­ing­unni Drop in hús­gögn get­ur fólk pant­að sér­smíð­uð hús­gögn sem fram­leidd eru sam­stund­ist og af­hent klukku­tíma síð­ar. Að sýn­ing­unni standa mynd­list­ar­menn­irn­ir Alm­ar Steinn Atla­son og Há­kon Braga­son sem hafa enga fyrri reynslu af hús­gagna­smíði.

Gjörningur sem hélt hann væri fyrirtæki

Þann 18. mars síðastliðinn opnuðu myndlistarmennirnir Almar Steinn Atlason og Hákon Bragason dyrnar upp á gátt, Drop in húsgögn, engar tímapantanir, smíðaverkstæði staðsett í Gunnfríðargryfju í Ásmundarsal. Saman mynda þeir listatvíeykið Brjálað að gera og hafa síðustu vikur framið praktískan gjörning í gryfjunni og smíðað húsgögn/skúlptúra eftir pöntunum, gegn vægu gjaldi. „Við setjum þetta upp sem skemmtilega upplifun, að koma á verkstæði listamanna þar sem ríkjandi er stemning, viðarilmur og kaffibrúsar,“ lýsa Almar og Hákon.

Dúóið hefur unnið mikið saman í gegnum tíðina og hafa alltaf tekið ríkan þátt í sköpunarferli verka hvors annars, en þetta er í annað skiptið sem þeir setja upp sýningu saman. Verkstæðið verður opið fram til 1. apríl svo það er enn tími til að komast í hóp ánægðra viðskiptavina. Opnunartími er frá níu til fimm alla virka daga og frá tíu til fimm um helgar. 

Engar tímapantanir leyfðar

Verkefnið lýsir sér þannig að fólk getur komið og pantað sérsmíðuð húsgögn, sérsniðin að þeirra þörfum, sem framleidd eru samstundis og afhent klukkustund síðar. Almar og Hákon þurfa að hafa hraðar hendur og klára húsgögnin á meðan fólk hoppar í búð eða fær sér kaffibolla. En það myndast góð stemning og kjöraðstæður til heitaportsumræðna. „Við erum líka með biðstofu þar sem hægt er að bíða eftir næsta lausa tíma.“ Hillbilly hefur einmitt dálæti af biðstofum og mikill plús að skúlptúr eða húsgagn bíði manns að bið lokinni en ekki tunguspaði í koki. „Við höfum báðir alltaf verið heillaðir af fegurðinni á dekkjaverkstæðum, í nördavöruverslunum og þesslags menningarkimum. Okkur langaði að sýna slíka fegurð á safni.“

Hugmyndin að verkefninu kviknaði vegna söfnunaráráttu myndlistarmannanna tveggja og fannst þeim þeir þurfa á einhvern hátt að réttlæta öll plássfreku verkfærin sem þeir höfðu sankað að sér í gegnum tíðina. Þeir fóru rakleiðis á Youtube og kenndu sjálfum sér á öll þessi verkfæri. „Svo höfum við heyrt að það sé næstum jafn lítið að hafa uppúr húsgagnasmíði og myndlist svo við ákváðum að færa okkur upp um tekjuþrep í hægaganginum,“ útskýra þeir. „Úthald, praktískir gjörningar og trésmíði eru líka allt bara svo dásamlegir hlutir.“

Ekkert ábyrgðarskírteini

Verðlagningu er haldið í lágmarki svo sem flestir geti orðið sér úti um sérsmíðuð húsgögn á methraða. Húsgögnin eru öll framleidd án ábyrgðarskírteinis en myndlistarmennirnir tveir setja sér og viðskiptavinum sínum reglur um framkvæmd húsgagnanna og áskilja sér heimild til að túlka pöntun, teikningu, mælieiningar og efni eftir eigin hentisemi. „Efniviðurinn er meira og minna timbur, aðallega ódýrt timbur nema annað sé sérstaklega tekið fram.“ Varðandi hvers lags húsgögn sé hægt að panta segjast þeir vera opnir fyrir öllu. „Við höfnum engri pöntum, gerum alltaf eitthvað,“ útskýra þeir og er Hillbilly forvitin um hvort dúóið hafi reynslu af húsgagnasmíði og svarið er einfalt: „Ef við hefðum einhverja haldbæra reynslu af húsgagnasmíði hefðum við aldrei vaðið svona kátir út í þetta verkefni.“ Hákon smíðaði að vísu einu sinni kaffiborð en Almar segist verða feiminn og fá aðsvif í nálægð sandpappírs. Hillbilly glottir að tilhugsuninni.

Hratt, flott og ódýrt

Drop in Húsgögn, engar tímapantanir er samfélagsrýninn gjörningur. Almar og Hákon vinna með mörk myndlistar og hönnunar, gjörninginn sem praktískt listform og hraðann sem við búum í í samfélaginu í dag.

Aðspurðir hvernig þeir vilja tengja verkefnið neyslusamfélaginu svara þeir: „Við elskum hratt, flott og ódýrt. Hvað er hægt að gera á klukkutíma? Við vitum það ekki en okkur langar gjarnan að prófa.“ Þeir velta upp spurningum á borð við „Afhverju er þvottavél sem þvær á hálftíma góð en þvottavél sem þvær á þremur klukkustundum léleg ef þvotturinn kemur jafnhreinn úr báðum? Hvers vegna kostar full vínflaska í ríkinu 1.800 kr. en tóm vínflaska í húsgagnaverslun 7.000 kr.? Myndum við ráða okkur í vinnu upp á 1.800 kr.- á tímann? Myndum við vinna í klukkustund í skiptum fyrir vínflösku?“ Þeir hafa engin svör en ákváðu þó að vaða blátt áfram í þetta verkefni og hafa hingað til fengið góð viðbrögð. „Við erum himinlifandi, finnum fyrir miklum meðbyr og stuðningi úr flokknum. Næstum því meira að segja þrýstingi eftir breyttri forustu úr grasrótinni.“ Það endar kannski með því að þessir ódýru hlutir endi sem rándýr uppboðsfengur í framtíðinni. Hver veit svosem?

Dúóið heldur áfram að varpa spurningum út í algleymið. „Af hverju erum við með borðstofuborð sem passar næstum því í stofunni og afhverju er helvítis skógrindin alltaf að detta? Við erum bara svona að spekúlera þetta. Værum við klukkutíma að blása glerflösku, stappa berfættir á nokkrum berjarunnum og hella svo sullinu í flöskuna? Nei maður bara spyr sig svona af og til.“

Í Covid fréttum segir dúóið það vera dásamlegan tíma fyrir unga myndlistarmenn og kvarta ekki. „Meiri tími fyrir stúdíóvinnu, minni aðsókn á sýningar og aukið umburðarlyndi fyrir óvinnandi auðnuleysingjum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hús & Hillbilly

Leirinn er harður kennari
ViðtalHús & Hillbilly

Leir­inn er harð­ur kenn­ari

Hulda Katarína Sveins­dótt­ir og Dagný Berg­lind Gísla­dótt­ir halda úti nám­skeið­inu (Hand)leiðsla – hug­leiðsla og kera­mik, í rými Rvk Ritual á Selja­vegi 2, 101 Reykja­vík. Á nám­skeið­inu blanda þær sam­an tveim­ur heim­um, hug­leiðslu og kera­mik, enda ekki svo mik­ill mun­ur á þessu tvennu, segja þær. Báð­ar at­hafn­ir fá iðk­and­ann til að vera í nú­inu, að eiga stund með sjálf­um sér.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
10
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu