Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Tugþúsundir mótmæla breytingum á skimun við brjóstakrabbameini

Kon­ur verða nú ekki boð­að­ar í skimun fyrr en við fimm­tugs­ald­ur. Mik­il reiði og áhyggj­ur ríkja vegna breyt­ing­anna. Yf­ir þrjá­tíu þús­und manns skora á Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra að end­ur­skoða breyt­ing­arn­ar.

Tugþúsundir mótmæla breytingum á skimun við brjóstakrabbameini
Mikil reiði vegna breytinganna Mikil reiði ríkir vegna breytinga á skimun fyrir brjóstakrabbameini. Yfir þrjátíu þúsund manns skora á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að endurskoða breytingarnar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þrjátíu þúsund manns hafa nú skrifað undir áskorun til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að endurskoða breyttar reglur um um skimun fyrir brjóstakrabbameini. Reglurnar sem um ræðir tóku gildi um áramót og breytingin felst í því að nú eru konur ekki skimaðar fyrr en við fimmtugsaldur. Áður höfðu konur verið boðaðar í skimun fertugar. Gríðarlegur fjöldi kvenna hefur breytt forsíðumyndum sínum á Facebook og sett inn skilaboðin „Vinkona mín greindist fyrir fimmtugt.“

Breytingarnar haldast í hendur við að skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbamein færðist frá Krabbameinsfélaginu til Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Áður voru konur á aldrinum 40 til 69 ára boðaðar í skimun fyrir krabbameini í brjóstum en verða nú boðaðar á aldrinum 50 til 74 ára. Samkvæmt frétt á vef Krabbameinsfélagsins hafði landlæknir áður lagt til að farið yrði eftir evrópskum leiðbeiningum við skimun, þar sem mælt væri með skimun 45 til 49 ára kvenna og þá hafði fagráð um brjóstakrabbamein mælt með því að skimun yrði hafin við 45 ára aldur. Frá þessu hafi verið vikið án þess að það sé sérstaklega rökstutt.

Krefjast svara

Árlega deyja um 50 konur vegna brjóstakrabbameins á Íslandi. Mikilvægt er að greina krabbamein sem fyrst til að auka líkur á að meðferð megi takast. Á árabilinu 2015 til 2019 greindust að meðaltali 31 kona á aldrinum 40 til 49 ára með brjóstakrabbamein. Í frétt Krabbameinsfélagsins segir að áætla megi að mein myndi greinast í um þriðjungi tilfella í skimun, væri hún til staðar.

„Við hreinlega skiljum ekki af hverju verið er að víkja frá bæði áliti fagráðs um brjóstakrabbamein og frá evrópskum leiðbeiningum“

Formaður Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, segir félagsmenn þar marga uggandi vegna þessa. „Við hreinlega skiljum ekki af hverju verið er að víkja frá bæði áliti fagráðs um brjóstakrabbamein og frá evrópskum leiðbeiningum. Fjölmargir félagsmenn og aðrir hafa haft samband við okkur vegna þessa og við krefjumst þess að það séu gefin skýr svör fyrir því að ekki var hlustað á álitsgjafa,“ segir Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts í frétt á vef félagsins þar sem krafist er skýrari svara.

Greindist í tvígang

Mikill fjöldi kvenna, og einnig karla, hefur uppfært forsíðumyndir sínar á Facebook með skilaboðunum „Vinkona mín greindist fyrir fimmtugt“ og í sumum tilvikum segja skilaboðin frá systrum, mæðrum eða öðrum konum tengdum fólki sem glímt hefur við krabbamein. Meðal þeirra má eru Heiðdís Lilja Magnúsdóttir fjölmiðlakona, Diljá Ámundadóttir varaborgarfulltrúi, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður, Katrín Rut Bessadóttir verkefnastjóri og Nína Dögg Filippusdóttir leikkona.

 „Nema markmiðið sé að minnka lífslíkur kvenna“

Þá hefur fjöldi fólks einnig deilt undirskriftasöfnuninni með skilaboðum og reynslusögum. Meðal þeirra má nefna Hrund Þórsdóttur sem lýsir því hvernig krabbamein hjó skarð í vinkennahóp hennar. „Ég tilheyri dásamlegum 8 kvenna vinahópi. Ein úr hópnum er látin. Hún fékk krabbamein sem byrjaði í brjóstum. Önnur eyddi nýliðnu ári í að berjast við brjóstakrabbamein,“ skrifar Hrund og bætir við: „Ef einhver getur útskýrt fyrir mér og fyrrnefndum vinkonum mínum hvernig þessar breytingar eiga að vera til bóta skal ég glöð hlusta. Því ég get alls ekki skilið hvernig það getur verið, nema markmiðið sé að minnka lífslíkur kvenna. Þá virðist þetta ljómandi góð hugmynd!“

Þá lýsir Sigríður Ásta Eyþórsdóttir iðjuþjálfi, Sassa eins og hún er alltaf kölluð, hvernig hún hefði hefði í tvígang greinst með krabbamein. „Greindist fyrst 35 ára og aftur 41 árs og engin einkenni í seinna skiptið, brjóstamyndataka sýndi æxlið sem annars hefði vaxið óhindrað og hver veit hver staðan væri í dag.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
6
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár