Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Landvernd gagnrýnir blekkingar í úrgangsmálum og leggur til úrbætur

Töl­fræði um úr­gangs­mál á Ís­landi stenst ekki skoð­un. Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in Land­vernd leggja til leið­ir til úr­bóta. „Fyr­ir­tæki stunda blekk­ing­ar­leik og at­vinnu­líf­ið sem sveit­ar­fé­lög­in hamla fram­förum,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sam­tak­anna.

Landvernd gagnrýnir blekkingar í úrgangsmálum og leggur til úrbætur

Stjórn umhverfissamtakanna Landvernd hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þess efnis að úrgangsmál á Íslandi séu enn í miklum ólestri. Stundin birti nýverið ítarlega greiningu fyrir stuttu á því hvernig staðan er á úrgangsmálum á Íslandi. Þar kom meðal annars fram að tölfræði um endurvinnsluhlutfall Íslands á plasti á sér enga stoð í raunveruleikanum, ásamt því að íslensk endurvinnslufyrirtæki hafa sent í mörg ár plast til Svíþjóðar, plast sem endar í litlu magni í endurvinnslu. Fyrirtækið Swerec, sem meðal annars Sorpa sendir plastið sitt til, hefur verið undir lögreglurannsóknum í þremur ríkjum og átt þátt í einu stærsta umhverfisslysi í sögu Lettlands. Í því slysi brunnu um 23 þúsund tonn af plasti, þar af var um rétt helmingur frá Swerec. 

Raunveruleg þróun sé mögulega verri en opinberar tölur gefa til kynna. 

Í yfirlýsingunni, sem send var meðal annars á framkvæmdastjóra Sorpu og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, segir að úrgangsmál Íslendinga séu enn í miklum ólestri og að raunveruleg þróun úrgangsmála hér á landi geti því verið mun verri en opinberar tölur gefa til kynna. 

Þá niðurstöðu má draga af greiningu Stundarinnar að úrgangsmál Íslendinga séu enn í miklum ólestri, tölulegar upplýsingar ekki sannleikanum samkvæmt, fyrirtæki stunda blekkingarleik og atvinnulífið sem sveitarfélögin hamla framförum. Raunveruleg þróun úrgangsmála kann því að vera verulega verri en opinberar tölulegar upplýsingar gefa til kynna, og langt frá því að Ísland uppfylli þær skuldbindingar sem felast í EES samningum. 

Niðurstaðan er að þessi mál eru í miklum ólestri

Blekkingar fegra myndina

Landvernd segir að úrgangsmál á Íslandi séu enn í miklum ólestri og ekki í samræmi við lög. Þá segja samtökin að blekkingar séu stundaðar til að fegra stöðuna um endurvinnslu hér á landi og þörf sé á róttækum breytingum í málaflokknum.

Blekkingar eru stundaðar til að fegra stöðuna

Niðurstaðan er að þessi mál eru í miklum ólestri, ekki í samræmi við lög og blekkingar eru stundaðar til að fegra stöðuna. Málið var tekið fyrir á nýlegum fundi stjórnar Landverndar. Stjórnin telur að framlagðar upplýsingar um stöðu mála sýni að ástandið er algjörlega óviðunandi og að það er þörf fyrir róttækar breytingar til að færa málin í betra horf. Landvernd telur að eftirfarandi aðgerðir geti verið leið til að koma málum í ásættanlegt ástand á næstu árum.

Leggja fram tillögur til að laga kerfið.

Í yfirlýsingunni setur Landvernd fram níu tillögur um aðgerðir sem þau telji geti lagað ástandið þegar kemur að úrgangsmálum. Meðal tillagna er að koma á urðunarskatti, en Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ákvað að hætta við að leggja fram frumvarps þess efnis á Alþingi í október síðastliðnum. Þá leggur Landvernd einnig til að lagt verði skilagjöld á veiðarfæri frá sjávarútveginum. Í dag bera veiðarfæri, sem eru að mestu úr plasti, engin gjöld og er því lítill sem enginn hvati í kerfinu að endurvinna þau. Samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar endar meira en helmingur allra veiðarfæra á ruslahaugum landsins þar sem þau eru urðuð.

Hvetja alla aðila að bæta sín ráð

Að lokum segir Landvernd að allir þeir aðilar sem standi að úrgangsmálum á Íslandi taki höndum saman og bæti ráð sitt. Þá munu samtökin bjóða öllum aðilum sem koma að málaflokknum til sín á fund til að ræða úrbætur.

Landvernd hvetur atvinnulífið og sveitarfélögin til að bæta ráð sitt og taka nú höndum saman um úrbætur sem duga, og að styðja þær tillögur um aðgerðir sem hér koma framan. Ef ekki, þá að benda á aðrar leiðir sem eru líklegar til að koma samfélaginu á rétta braut í þessum málaflokki. Að sjálfsögðu eru samtökin reiðubúin til umræðu um aðrar leiðir til marktækrar umbóta í úrgangsmálum og munu á næstunni bjóða til fundar í þeim tilgangi.

Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Landverndar í heild.

Í Stundinni 23.10.2020 birtist úttekt Bjartmars Alexanderssonar undir fyrirsögninni „Plastleyndarmál Íslands“. Greinin er greinilega unnin af mikilli þekkingu á málefninu og víða leitað fanga. Þá niðurstöðu má draga af greiningu Bjartmars að úrgangsmál Íslendinga séu enn í miklum ólestri, tölulegar upplýsingar ekki sannleikanum samkvæmt, fyrirtæki stunda blekkingarleik og atvinnulífið sem sveitarfélögin hamla framförum. Raunveruleg þróun úrgangsmál kann því að vera verulega verri en opinberar tölulegar upplýsingar gefa til kynna, og langt frá því að Ísland uppfylli þær skuldbindingar sem felast í EES samningum. Viðtal við umhverfis- og auðlindaráðherra í sama blaði tveimur vikum síðar breytir litlu um þær ályktanir sem draga má af greininni frá 23. október.

Í greininn segir frá því að fyrirtæki eins og SORPA og Terra hafa verið í beinum eða óbeinum viðskiptum við vafasöm erlend endurvinnslufyrirtæki og sýna ekki viðleitni til að tryggja að staðið sé við fyrirheit um raunverulega endurvinnslu. Þá sé óreiða á hugtökunum „endurvinnsla“ og „endurnýting“.

Um Úrvinnslusjóð, sem er að meirihluta í höndum atvinnuveganna, segir að á stórum hluta þess plast sem fluttur er til landsins sé ekki lagt á úrvinnslugjald. Gler er líka undanþegið gjaldi og það kann að hafa hindrað að gleri sé safnað skipulega og endurvinnsla sé hafin á því hér á landi. Þá hefur sjóðurinn veitt fyrirtækjum í sjávarútvegi ótímabundnar undanþágur frá almennum reglum.

Í greininni er fullyrt að Ísland brjóti EES samning vegna endurvinnslu á gleri og að 30 ára gömul áform um endurvinnslu glers hafi enn ekki komið til framkvæmda þar sem þráast hafi verið við að seta úrvinnslugjald á gler. Þá er reynt fegra ástandið með því að skilgreina notkun á gleri til að hindra rottugang á urðunarstöðum sem endurvinnslu. Greinin lýsir því einnig tregðu við að uppfæra skilagjöld og gjöld í Úrvinnslusjóð í samræmi við breytingar á verðlagi og kostnaði við úrvinnslu, eins og lög þó kveða á um. Greint er frá því að samkvæmt reglum eiga fiskiskip að tilkynna ef þau tapa veiðifærum í sjó. Engin tilkynning hefur borist frá útgerðarfélögum frá því að lögin voru samþykkt árið 2016. Þá er afskrifuð veiðarfæri svo að segja öll urðuð þar sem það er ódýrara en að senda þau til endurvinnslu eða endurnýtingar sem orkugjafa. Í sama blaði er greint frá vinnu við uppgræðslu með moltu frá Terra við Krýsuvík í samstarfi við Landgræðsluna. Með moltunni fór einnig mikið magn af plasti og jafnvel menguðu timbri. Vinnsla á moltu virðist því vera í miklum ólestir, bæði hjá þeim sem safna og senda lífrænan úrgang frá sér og fyrirtækisins sem tekur við honum. Niðurstaðan er að þessi mál eru í miklum ólestri, ekki í samræmi við lög og blekkingar eru stundaðar til að fegra stöðuna.

Málið var tekið fyrir á nýlegum fundi stjórnar Landverndar. Stjórnin telur að framlagðar upplýsingar um stöðu mála sýni að ástandið er algjörlega óviðunandi og að það er þörf fyrir róttækar breytingar til að færa málin í betra horf. Landvernd telur að eftirfarandi aðgerðir geti verið leið til að koma málum í ásættanlegt ástand á næstu árum:

• Efla aðgerðir til að þróa hringrásarhagkerfið og breyta neyslu til að draga úr úrgangi.

• Kom á urðunargjaldi sem gerir urðun óhagkvæma og styrkir stöðu endurvinnslu.

• Gera skilagjöld víðtækri og hækka í samræmi við verðlagsþróun.

• Úrvinnslusjóður starfi á forsendum almennrar umhverfisverndar og þróast í tak við kröfur nútímans og verði óháður atvinnulífinu.

• Sett verði skilagjöld á veiðarfæri.

• Sveitarfélög beiti mengunarbótareglunni við álagningu sorphirðugjalda.

• Fræðslu um flokkun á úrgangi, og sérstaklega lífrænum úrgangi, verði efld.

• Reglur um um skil og skráningu úrgangs frá byggingaframkvæmdum verði skerptar.

• Eftirliti og mælingum á ástandi grunnvatns og loftgæða á urðunarstöðum verði bætt.

Landvernd hvetur atvinnulífið og sveitarfélögin til að bæta ráð sitt og taka nú höndum saman um úrbætur sem duga, og að styðja þær tillögur um aðgerðir sem hér koma framan. Ef ekki, þá að benda á aðrar leiðir sem eru líklegar til að koma samfélaginu á rétta braut í þessum málaflokki. Að sjálfsögðu eru samtökin reiðubúin til umræðu um aðrar leiðir til marktækrar umbóta í úrgangsmálum og munu á næstunni bjóða til fundar í þeim tilgangi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu