„Eineltið byrjaði strax í 1. bekk en ég átti sem betur fer alltaf eina góða vinkonu, sem er enn þann dag í dag góð vinkona mín, og svo átti ég tvær góðar vinkonur frá því ég var í 3. til 6. bekk sem gerði mér lífið í skólanum bærilegra. Eineltið fólst í mikilli útilokun, ég var hundsuð til að byrja með og kölluð ljótum nöfnum,“ segir Margrethe Nicolina Kristine Sigurðardóttir, sem segir að það hafi aðallega verið strákar sem hafi lagt hana í einelti en að sumar stelpur hafi hundsað hana, sem er jú sannarlega líka einelti. Hún er hálfgrænlensk og segist meðal annars hafa verið kölluð „grænlenska ógeð“ og „grænlenskur kjúklingur“. „Eineltið varð grófara eftir því sem ég eltist og fór meira yfir í líkamlegt ofbeldi. Steinum var kastað í mig, mér var hrint, það var togað í hárið á mér og krakkar í eldri og yngri árgöngum hópuðust …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir