Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Gríðarstór jarðskjálfti reið yfir landið

Skjálft­inn var um 5,6 að stærð og fannst vítt og breitt um land­ið, allt frá Vest­manna­eyj­um í suðri og vest­ur á Flat­eyri. Skjálft­inn teng­ist ekki eld­virkni held­ur er af völd­um fleka­hreyf­inga á Reykja­nesi.

Í beinni útsendingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinu viðtali við Washington Post á þegar skjálftinn reið yfir.

Gríðarstór jarðskjálfti reið yfir landið klukkan 13:43 í dag. Fannst skjálftinn vítt og breitt um landið, en tilkynnt hefur verið um að fólk hafi fundið fyrir skjálftanum á höfuðborgarsvæðinu, í Vestmannaeyjum, á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Samkvæmt Almannavörnum var skjálftinn 5,6 að stærð og átti upptök sín í Núpahlíðarhálsi, um 7 kílómetra vestur af Kleifarvatni.

Ljóst er að skjálftinn tengist ekki eldvirkni heldur er tilkominn vegna flekahreyfinga. Yfir 50 eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfar stóra skjálftans. Skjálftinn er sá stærsti á Reykjanesi frá árinu 2013, en þá varð skjálfti að stærðinni 5,2 í októbermánuði og átti hann upptök sín skammt utan Reykjaness. Þá er þetta stærsti skjálfti sem orðið hefur á Suðurlandi frá árinu 2008 en þá varð skjálfti upp á 5,3 sem átti upptök sín skammt frá Hveragerði. 

Alþingi: Sitjið rólegir

Ekki hafa fengist upplýsingar um tjón af völdum skjálftans en ljóst er að fólk er mjög skekið. Þannig brá þingmanni Pírata, Helga Hrafni Gunnarssyni, augljóslega talsvert þegar skjálftinn reið yfir meðan hann stóð í ræðustól Alþingis.  Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, var hins vegar hinn rólegasti. „Sitjiði rólegir, sitjiði rólegir,“ sagði Steingrímur á meðan að Helgi Hrafn tók til fótanna.

Helgi Hrafn sér spaugilegu hliðina

Samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna við jarðskjálftum brást Helgi Hrafn ekki rétt við í þessu tilviki. Almannavarnir leggja áherslu á að halda eigi kyrru fyrir, sé fólk innandyra, fara undir borð eða rúm og verja höfuð og háls. Halda ætti sig frá gluggum.

Helgi Hrafn virðist þó hafa jafnað sig fljótt á skjálftanum en á Twitter situr hann undir skensi fyrir viðbrögð sín. Hann svarar þó vel fyrir sig og segir kersknislega að hann biðjist afsökunar á að hafa ekki komið Steingrími J. til bjargar.

Forsætisráðherra í beinni útsendingu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinu viðtali við Washington Post á þegar skjálftinn reið yfir. Var forsætisráðherra greinilega mjög brugðið þegar allt lék skyndilegaá reiðiskjálfi. „Oh my good, there‘s an earthquake,“ sagði Katrín við blaðamann blaðsins og bætti svo við: „Well, this is Iceland, sorry about that.“

Búast við eftirskjálftum

Athugasemd jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands: Klukkan 13:43 varð stór skjálfti á Reykjanesi Fyrsta stærðarmat er að skjálftinn hafi verið af stærð M5.5 um 7 km vestur af Kleifarvatni. Fjölmargir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Almannavarnir hafa gefið út eftirfarandi tilkynningu vegna skjálftans:Vegna jarðskjálfta sem fannst á suðvesturhorni landsins. Fyrstu upplýsingar frá Veðurstofu Íslands segja að hann hafi verið af stærðinni 5,5 og á upptök sín 6 km. vestan við Kleifarvatn. Búast má við eftirskjálftum.

Almannavarnir hvetja fólk til þess að kynna sér viðbrögð eftir jarðskjálfta. Þau má sjá hér.

Bráðabrigðamælingin hefur nú verið uppfærð og nú er talið að skjálftinn hafi verið um 5,7 að stærð samkvæmt vefsíðu Veðurstofunnar.

Leið eins og það væri að líða yfir hana

Á Flateyri fundu Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Lýðskólans og Helena Jónsdóttir, verkefnastjóri Flateyrar fyrir skjálftanum. „Þetta var mjög fyndið,“ segir Helena og heldur áfram. „Ég er með lítinn tölvuskjá fyrir framan mig hérna á skrifstofunni. Ég hallaði mér fram á borðið og setti hendurnar undir höku og allt í einu fannst mér eins og það væri að líða yfir mig. Svo aftur þremur eða fjórum sekúndum síðar fannst mér aftur vera að líða yfir mig en hélt áfram að vinna. Svo heyrði ég þá hérna frammi vera að tala um að það hefði orðið jarðskjálfti.“ Ingibjörg segir hinsvegar að hún hafi ekki fundið mikið fyrir skjálftanum. „Þetta var nú bara eins og bíll að keyra fram hjá,“ segir hún.

Borgarfulltrúar hlupu út „í panikki“

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, hljóp út af borgarstjórnarfundi ásamt fjórum öðrum borgarfulltrúum. „Stór hluti af salnum er gluggi en allt glerið titraði og skalf. Svo hangir járntjald úr loftinu svo við vildum forða okkur út úr salnum,“ segir hún í samtali við Stundina. Aldrei áður hefur Kristín orðið hrædd við jarðskjálfa en nú hafi hún orðið hrædd. Á Twitter ritar hún að borgarfulltrúarnir hafi verið skelkaðir og að þeir hafi hlaupið um í „panikki.

Kötturinn með áfallastreituröskun

Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði, hljóp undir borð þegar hún fann fyrir skjálftanum. Hún var að vinna að heiman við að svara tölvupóstum þegar hún fann fyrst fyrir litlum skjálfta. „Ég er alin upp hérna í Reykjavík svo maður er ekki að kippa sér upp við litla skjálfta,“ segir hún.

Þegar Elísabet fann stærri skjálftann varð hún hrædd og ákvað að koma sér undir borð. „Það sem verra er að kötturinn minn sem ég fékk ættleiddann frá Villiköttum er með áfallastreituröskun og hún varð mjög hrædd.“

Kisi liggur nú í sófanum umvafinn teppum og Elísabet er orðin öllu rólegri. Það fyrsta sem Elísabet gerði þegar skjálftanum lauk var að hringja í sína nánustu og athuga með þeirra líðan. „Ætli það sé ekki hjúkrunarfræðinga hjartað, að athuga fyrst með alla aðra og taka svo stöðuna á sjálfri sér?“

Varaði við stórum skjálftum 

Fyrir tæpum mánuði síðan varaði Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, við því í samtali við Spegilinn á RÚV að íbúar á höfðuborgarsvæðinu og Reykjanesskaga þyrftu að búa sig undir stóran skjálfta af stærðinni 6 til 6,5. Grannt væri fylgst með fimm eldstöðvum, Bárðabungu, Grímsvötnum, Heklu, Kötlu og Reykjanesskaga. Á Reykjanesskaga hefði síðasta ár einkennst af samspili kvikuhreyfinga og jarðskjálftavirkni. Háspenna væri á flekaskilum. 

Jarðskjálftinn í dag var ekki svo stór, en hann var engu að síður svo öflugur að margir lýstu áhrifum hans á samfélagsmiðlum, jafnvel ótta. Eftirfarandi myndir voru teknar í Krónunni úti á Granda í kjölfar skjálftans. 

Mikil umræða á samfélagsmiðlum

Fjölmargir hafa tjáð sig um skjálftann á samfélagsmiðlum. Þannig rifjar Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, upp á Facebook sögu af því þegar að samflokksmaður hans, Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, stóð í ræðustóli Alþingis þegar harður skjálfti reið yfir. Mun Guðmundur Árni hafa sagt að lokinni ræðu: „Helvítis hörkuræða var þetta hjá mér! - Húsið bókstaflega skalf!“

Sumir eru þó rólegri en aðrir og gera bara grín að skjálftanum, eins og Kristján Freyr Halldórsson, sem vísar í þekkt minni af fyrri tíð og jafnframt í nútímapólitík.

Þá er augljóst að það skiptir máli í hvaða aðstæðum fólk er þegar það upplifir skjálfta sem þennan, eins og Karítas M. Bjarkadóttir lýsir.

Heiðrún Helga Bjarnadóttir sat við píanóið þegar skjálftinn reið yfir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
1
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
2
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
4
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Ingrid Kuhlman
9
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
10
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár