Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Reynslusögur íslenskra kvenna

Þeg­ar Ír­is greindi frá að­stæð­um sín­um fékk hún skila­boð frá um fimm­tíu ís­lensk­um kon­um sem lýstu reynslu sinni af heil­brigðis­kerf­inu og stöðu kvenna með en­dómetríósu. Brot af þeim sög­um má finna hér. Sög­urn­ar eru óstað­fest­ar en birt­ar með leyfi þeirra sem segja frá.

Reynslusögur íslenskra kvenna

Hæ! Mig langar að hrósa þér og þakka innilega fyrir að vekja athygli á endómetríósu og þessari grafalvarlegu vanþekkingu og skilningsleysi sem mætir manni, bæði í heilbrigðiskerfinu og samfélaginu almennt hér á Íslandi. Ég er sjálf með endómetríósu og hefur alla tíð liðið eins og ég standi ein varðandi þetta því það er lítið um lausnir eða skilning. Ég hef aldrei fengið formlega greiningu svo ætli ég sé ekki sjálfsgreind þar sem ég er með öll einkennin. Það eru nokkur ár síðan ég gafst upp á því að leita mér hjálpar í heilbrigðiskerfinu, því einu lausnirnar voru pillan og sterk verkjalyf sem leysa alls ekki vandann heldur virkuðu í mínu tilfelli eins og lélegur plástur á sárið. 

2 Illa haldin af verkjum í vinnunni 

Þegar mig grunaði að ég væri með endómetríósu þá fór ég til kvensjúkdómalæknis sem fullyrti að ég væri með klamydíu og nennti engan veginn að sinna mér. Ég fór þá til annars læknis sem pantaði strax tíma á Landspítalanum hjá endóteyminu og var að fara í aðgerð núna í maí. Ég beið í fjögur ár eftir aðgerðinni og hef verið að reyna að eignast barn núna í að verða tvö ár. Fékk loksins lyf í ágúst til að hjálpa mér og svo kom í ljós að ég væri líklega með fjölblöðrueggjastokkaheilkenni líka. Nú er ég að farast úr verkjum þar sem ég er stödd í vinnunni, því ég hef ekki efni á að sleppa úr vinnu. Engin verkjalyf virka og í vinnunni þarf ég að hjálpa öðrum en enginn getur hjálpað mér. Ég hef samt góða reynslu af Landspítalanum, því minn læknir hlustar á mig, en þar sem ég er búin að fara í þessa aðgerð veit ég ekki hvert framhaldið verður. 

3 Lausnin hvergi í návígi 

Ég er 18 að verða 19 ára og er búin að vera með slæma túrverki síðan ég byrjaði á blæðingum 12 ára gömul, en það versnaði verulega þegar ég var 15 ára og varð til þess að ég mætti lítið í skólann í 9. og 10. bekk. Þegar ég var á fyrstu önninni minni í framhaldsskóla, árið 2018, mætti ég ekkert nema tvær vikur í ágúst og var þá mjög verkjuð. Ég fæ túrverki fyrir, á meðan og eftir. Mömmu fór þá að gruna að þetta væri endó. Ég fór til kvensjúkdómalæknis á heilsugæslu í heimabænum sem setti mig á pilluna og lét mig fá verkjalyf sem ég varð mjög veik af. Eftir að mér snarversnaði hætti ég bæði á pillunni og verkjalyfjunum og fór aftur til kvensjúkdómalæknis. Hún sagði þá að verkirnir væru ímyndun, ég væri að ýkja verkina og ætti bara að taka verkjalyfið.

Mamma fékk þá nóg og hringdi út um allt. Ég fékk tíma hjá lækni sem var frábær og sagði að þetta væri líklega endómetríósa og lét mig fá brjóstapilluna, en það hjálpaði ekki. Hún sendi mig þá til læknis sem er hluti af endóteyminu og sendi mig í speglun í maí þar sem ekkert fannst nema smá blóð og samgróningar á milli ristils og maga, og þannig.

Fór aftur til hennar í júní þar sem ég var sett aftur á sömu pilluna og upphaflega og fékk verkjalyf. Enn á ný þurfti ég að hætta á pillunni vegna mikilla verkja. Átti að hitta þennan lækni aftur sama ár en nú er árið 2020 og ég hef ekkert heyrt frá honum, nema í gegnum skiptiborð Landspítalans, þar sem mér var tjáð að hann hefði farið í veikindaleyfi og orðið eftir á með sjúklinga.

Endósamtökin bentu á lækni sem ég fór til árið 2019. Hún setti mig á enn eina pilluna og skoðaði myndir úr spegluninni en sá ekkert, sagði að ég fengi bara mjög slæma túrverki og það þyrfti að stöðva þá með pillunni en ég ætti ekki að taka mikið af verkjalyfjum. Enn og aftur gerði pillan allt verra þar til ég hætti á henni. Ég er enn mikið verkjuð, með mikla ristilsverki og á kannski eina góða viku í mánuði þar sem ég er ekki mjög verkjuð.

4 Sárkvalin í tvo sólarhringa

Ég var með innvortis blæðingar og var ólýsanlega kvalin í tvo daga eftir kviðholsspeglun, en hjúkrunarfræðingarnir töluðu við mig eins og ég væri að þykjast vera verkjuð þótt það væri bókstaflega að líða yfir  mig af sársauka þar sem ég lá í rúminu. Blóðþrýstingurinn var svo lágur að hann mældist ekki og ég þurfti adrenalínsprautu í lærið. Ég var eins og lík í framan og leit hræðilega illa út. Samt var komið fram við mig eins og ég væri aumingi og vælukjói. Mér fannst það ógeðsleg upplifun. Eitt skiptið hringdi ég bjöllunni og sagði að mig svimaði svo rosalega mikið en fékk svarið: Og hvað viltu að ég geri í því? Eftir þessa tvo sólarhringa af hryllingi fór ég síðan í aðra aðgerð þar sem blóðið var hreinsað úr kviðnum. 

5 Var sögð of þung og með hægðatregðu 

Neminn spurði lækninn hvað þetta væri. Í stað þess að hjálpa nemanum stóð læknirinn hjá og sagði að þetta væru æðar. Eftir einhverjar mínútur – sem mér fannst líða eins og væru klukkutímar af pyntingum – tók læknirinn tækið og var harðhentur á meðan hann sýndi nemanum það sem hann var að leita að. Þegar ég var farin að halda að nú hlyti þetta að vera búið svo ég gæti komist út þá þrýsti læknirinn sónartækinu upp og sagði að þetta væri maginn og þarna væru þarmarnir. Ég lá þarna berskjölduð að drepast úr verkjum, hafði varla sofið og upplifði að það væri verið að brjóta á mér með því að nota mig sem sýningareintak. Þegar ég fékk loksins að standa upp dreif ég mig í fötin og settist annars staðar. Sem betur fer var mamma hjá mér, annars hefði ég ekki komist í gegnum þessa skoðun. Ég hugsaði með mér að þetta hlyti að sýna einhverjar niðurstöður svo sársaukinn væri þess virði, en fékk síðan að heyra að ég væri í ofþyngd, ætti að hreyfa mig meira og væri með hægðatregðu. Ég hef samt aldrei heyrt um að morfín virki á verki vegna hægðatregðu. Mér var sagt að fara heim og taka magnesíum ásamt íbúfen. Ég hefði væntanlega ekki farið á bráðamóttöku ef íbúfen virkaði á verkina. Eftir nokkra mánuði fékk ég tíma hjá endóteyminu og brotnaði niður þegar ég þurfti að fara á kvennadeildina því ég gat ekki hugsað mér að leggjast aftur á bekkinn. Ég neitaði því og læknirinn sagði að það væri allt í lagi. Þegar ég sagðist vera á lyfjum sagðist hún ekkert meira geta gert fyrir mig. Þetta er ekki einu sinni þjónusta. Eftir þetta hef ég ákveðið að fara ekki upp á slysó eða leita mér læknisaðstoðar þegar ég fæ næsta kast. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár