Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sjálfrennireiðar

Í fram­tíð­inni mun það ef­laust vekja furðu hversu mik­ið hef­ur ver­ið lagt und­ir bíla.

Sjálfrennireiðar
Vegur 62 Liggur til Funningur á Eysturoy, Færeyjum. Mynd: Páll Stefánsson

Þegar sagnfræðingar líta til baka eftir hundrað ár verður það sem kemur þeim líklega mest á óvart öld bílsins, frá 1920 til 2020. Hverning þetta tæki náði svona mikilli útbreiðslu, brennandi jarðefnaeldsneyti hægri vinstri. Hvað það voru settir miklir aurar í að byggja vegi, göng og brýr til að komast frá a til b. Og hversu mikið borgarland fór undir bifreiðar, í formi bílastæða og gatna. 

Pan American Highway 30 þúsu Líma, höfuðborg Perú. Alls tekur 22 sólarhringa að keyra veginn á enda.

Heimsins lengsti vegur

Í upphafi bílaaldarinnar, fyrir 97 árum, voru lögð drög að lengsta vegi veraldar, Pan American Highway. Vegurinn er rúmlega 30.000 km langur, frá Sagavanirktok, 400 km norðan við heimskautsbaug í Alaska, og alla leið suður til Ushuaia við Eldland Argentínu. Vegurinn var að mestu kláraður í atvinnubótavinnu eftir kreppuna miklu 1929. Hraðametið að aka þennan langa veg, alla þessa 30.000 km gegnum 14 lönd, eru 22 sólarhringar. 

Ef manni leiðist að keyra svona langt, þá eru Færeyjar upplagðar, en lengsti spottinn að keyra (án þess að taka ferju) er um 70 km, frá Kirkjubæ sunnan við Þórshöfn og norður í Viðareyði á Vidoy. Ótrúlega falleg leið. 

Sala á bílum hrynur

Í þessari heimskreppu sem nú er, þá eru bifreiðaframleiðendur næst á eftir ferðamannaiðnaðinum sem tapa mestu. Fólk heldur að sér höndum, sala á nýjum bílum hefur hrunið. Verksmiðjur eru að loka úti um allan heim. En á síðasta ári voru framleidd  97 milljónir ökutækja. Kreppan nú flýtti bara ferli sem var þegar hafið. Jafnvel bílaborgir eins og New York City voru byrjaðar að þrengja að einkabílnum. Bara á síðasta ári var bílastæðum í borginni fækkað um 6.100, til að skapa pláss fyrir hjólastíga. Aðrar bandarískar borgir, eins og Portland, Austin og Boston, eru með metnaðarfull plön um að gera borgirnar eins hjólavænar og þekkist nú í norðanveðri Evrópu. 

Íslendingar með bronsið

Hér heima hefur einkabíllinn enn ansi sterka stöðu; við erum í þriðja sæti á heimsvísu með 824 bíla á hverja 1.000 íbúa. Efstir eru Nýsjálendingar með 860 bíla meðan Bandaríkjamenn eru í öðru sæti með 838 bíla. Botnsætið verma íbúar afríska eyríkisins São Tomé and Príncipe með bara 2 bíla á hverja 1.000 íbúa. Sómalía er með 3 og Bangladess í þriðja neðsta sæti með 4, en þar, þrátt fyrir það, hef ég aldrei á minni ævi lent í meira umferðaröngþveiti en í höfuðborginni Dakka. Og ekki er ástandið betra þegar upp í sveit er komið, það tók mig átta tíma að aka 100 km spotta eftir hraðbrautinni frá næststærstu borginni, Chittagong, suður að landamærum Búrma. Sjálfrennireiðar af öllum gerðum, bak í bak alla leiðina. 

Leigubíll í DakkaÞótt víðast hvar séu fleiri bílar í borgum heimsins er umferðaröngþveitið í höfuðborg Bangladess engu líkt.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár