Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Spurningaþraut 29: Skriðdreki, Hamlet, Hvammsfjörður og hæglátt hljóðfæri

Spurningaþraut 29: Skriðdreki, Hamlet, Hvammsfjörður og hæglátt hljóðfæri

Þá birtist hér, fyrir undur tækninngar, 29. spurningaþrautin.

Aukaspurningar eru tvær.

Hvaða ríki framleiddi skriðdreka þann hinn fræga sem sést á myndinni hér að ofan?

En hver er sá ungi maður, sem er að heilsa upp á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta á myndinni hér að neðan?

En þá eru það þær tíu?

1.   Í apríl 1988 var leikritið Hamlet eftir William Shakespeare frumsýnt í Iðnó, á síðasta leikári Leikfélags Reykjavíkur þar. Leikstjóri var Kjartan Ragnarsson en ungur Vestfirðingur fór með hlutverk Danaprinsins hikandi. Og sá var hver?

2.   Svo spyr ég um annan leikara. Bandaríska leikkonan Edie Falco hefur leikið margt og mikið um ævina, en hún hefur ævinlega kunnust fyrir rullu sem hún fór með í vinsælli sjónvarpsseríu á árunum 1999-2007. Hvað hét persónan sem hún túlkaði þar?

3.   Í einvörðungu einu tilfelli í veröldinni vill svo til að nafn bæði ríkis og höfuðborgar eru aðeins fjórir bókstafir. Hvað heita ríkið og borgin?

4.   Hvað heitir þéttbýlisstaðurinn í Hvammsfirði?

5.   Hver er sá maður með bók í hönd sem prýðir íslenskan þúsundkall?

6.   Hvaða ár var sex daga stríðið háð millum Ísraels annars vegar og Egiftalands, Jórdaníu og Sýrlands hins vegar?

7.   Ung söngkona frá Flórída er nú ein vinsælasta tónlistarkona heimsins. Ætli vinsælasta lag hennar sé ekki „Thank u, next“. Árið 2017 gerði öfgamaður sjálfsmorðsárás á tónleikum hennar í Manchester og drap hátt í 30 manns. Hvað heitir söngkonan?

8.  Hvað heitir forsætisráðherra Danmerkur?

9.   Nafnið á hljóðfæri einu þýðir í raun og veru „hljótt“ eða „hægt“. Þó er auðvitað hægt að spila á þetta hljóðfæri bæði hátt og hratt. Hvaða hljóðfæri er þetta?

10.   Enn ein leikaraspurning: Hvað heitir leikkonan sem lék Ellý Vilhjálms við frábæran orðstír í Borgarleikhúsinu oftar en tölu verður á komið?

1.   Þröstur Leó Gunnarsson.

2.   Carmela Soprano.

3.   Perú, Lima.

4.   Búðardalur.

5.   Brynjólfur Sveinsson, biskup var hann að tign.

6.   1967.

7.   Ariana Grande.

8.   Mette Frederiksen.

9.   Píanó.

10.   Katrín Halldóra Sigurðardóttir.

Svör við aukaspurningum:

Skriðdrekinn T-34 var framleiddur í Sovétríkjunum.

Það er Bill Clinton sem þarna skekur hönd forseta síns.

Og hér er svo þrautin frá í gær. Hér er hún. Gleymið henni ekki.

En sú næsta, hér er hún. Hún snýst öll um höfuðborgir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár