Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Dofri ásakar heila fjölskyldu um ofbeldi sem réttlætingu fyrir brottnámi barnsins

Dof­ri Her­manns­son, for­mað­ur Fé­lags um for­eldra­jafn­rétti, rétt­læt­ir brott­nám tíu ára dótt­ur sinn­ar í yf­ir­lýs­ingu. Þar sak­ar hann fjóra ein­stak­linga, með­al ann­ars dótt­ur sína og stjúp­dótt­ur, um of­beldi gegn stúlk­unni og kveðst ekki ætla að leyfa móð­ur henn­ar að hitta hana. Hann hef­ur tek­ið stúlk­una úr skóla og fer huldu höfði.

Dofri ásakar heila fjölskyldu um ofbeldi sem réttlætingu fyrir brottnámi barnsins

Dofri Hermannsson sendi Kvennablaðinu yfirlýsingu í morgun þar sem hann greindi því að hann hefur ekki í hyggju að leyfa tíu ára gamalli dóttur sinni að fara aftur til móður sinnar fyrr en barnaverndaryfirvöld hafi  komist að niðurstöðu í málinu. Sagði hann að móðir barnsins hefði beitt það áralöngu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Sakaði hann eiginmann barnsmóðurinnar og systur stúlkunnar um að taka þátt í andlega ofbeldinu með „afar ógeðfelldum og grimmum hætti“. Þá hefur hann tekið dóttur sína úr grunnskóla og hefur hún ekki mætt í skóla í þrjá daga.

Dofri er formaður Félags um foreldrajafnrétti og situr í jafnréttisráði, sem er ráðgefandi ráðherra í stefnumótandi ákvörðunum um jafnréttismál.

Fjölskyldan hefur áhyggjur 

Rúm vika er liðin frá því að systur stúlkunnar, þær Katrín og Kolfinna Arndísardætur, 28 ára gömul fyrrverandi stjúpdóttir Dofra og 21 árs gömul dóttir hans, greindu frá ástæðum þess að þær tóku sjálfar ákvörðun um að umgangast ekki föður sinn og stjúpföður. Lýstu þær andlegu ofbeldi og ofríki af hans hálfu og sögðu hann markvisst hafa reynt að sverta móður þeirra, meðal annars með ásökunum um ofbeldi og geðveiki. Frásögn þeirra var andsvar þeirra við opinberri umræðu af hálfu Dofra, sem fullyrt hefur að stúlkurnar hefðu hætt umgengni við hann vegna þess að móðir þeirra hafi beitt þær foreldrafirringu.

Sú eldri, Katrín ákvað þar af leiðandi að slíta samskiptum við Dofra skömmu eftir skilnað hans við móður hennar. Kolfinna var hins vegar í reglubundinni umgengni við hann næstu ár á eftir. Eftir meiðandi samskipti á sextán ára afmælisdaginn sinn tók hún ákvörðun um að viðhalda ekki frekari samskiptum við föður sinn.

Yngsta dóttir Dofra, sem er tíu ára gömul, hefur hins vegar verið áfram í reglubundinni umgengni við báða foreldranna. Hún er með lögheimili hjá móður sinni en dvelur hjá föður sínum aðra hverja viku. Hún átti að snúa aftur heim til móður sinnar á föstudag, en fjölskyldan hefur hvorki séð hana síðan og né fengið upplýsingar um það hvar hún er niðurkomin með föður sínum. Þess í stað sendi Dofri barnsmóður sinni bréf með ásökunum um ofbeldi. 

Systir stúlkunnar, Katrín Arndísardóttir, lýsti áhyggjum fjölskyldunnar af stúlkunni í samtali við Stundina í gær. „Við teljum að hún sé í mjög erfiðum aðstæðum,“ sagði Katrín. „Við erum miður okkar.“

Málið hefur verið tilkynnt barnaverndar- og lögregluyfirvöldum. Dofri hefur hins vegar neitað að veita upplýsingar um hvar hann sé staddur á landinu eða hvenær hann hafi í hyggju að skila barninu aftur heim til móður sinnar. 

Sakar barnsmóður sína um ofbeldi

Dofri staðfesti í samtali við blaðamann Stundarinnar í gær að hann ætli sér ekki að skila barninu til móður sinnar. Meinaði hann blaðamanni að hafa nokkuð eftir sér um ástæður þess og lagðist hart gegn umfjöllun um málið vegna þess að það væri barninu ekki fyrir bestu að ræða aðstæðurnar á opinberum vettvangi. Þrátt fyrir það sendi hann frá sér yfirlýsingu á Kvennablaðið í morgun, þar sem hann greinir frá ástæðum sínum. Þar sakar hann móður barnsins um ofbeldi, segir málið hafa verið tilkynnt til barnaverndar þar sem það sé nú í farvegi. Barninu verði ekki skilað aftur fyrr en niðurstaða sé komin í málið. 

Yfirlýsing Dofra var ekki send Stundinni. Hana má hins vegar lesa í heild sinni á Kvennablaðinu.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur móðir barnsins ekki verið tilkynnt áður vegna meints ofbeldis. Dofri hefur hins vegar áður sakað hana um ofbeldi gegn sér. Eins hefur hann sakað hana um að eitra fyrir samskiptum hans við dæturnar. Uppkomnar dætur hans hafa hins vegar hafnað slíkum ávirðingum og sagt að þær hafi tekið sínar ákvarðanir sjálfar, vegna meiðandi samskipta við hann.

Engu að síður hefur Dofri byggt baráttu sína fyrir foreldrajafnrétti á þessu, og kenningum um foreldraútilokun.

Segist vera að bjarga barninu

Í yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér í morgun segist hann hafa barist fyrir því undanfarin ár að samfélagið opni augun fyrir því „alvarlega ofbeldi“ sem foreldraútilokun sé: „Þeirri tilfinningalegu misnotkun þegar annað foreldrið beitir börnum sínum í hatursfullu stríði við hitt foreldrið. Fjöldi foreldra er í þessari stöðu, að missa samband við börnin sín, vegna heiftar hins foreldrisins.“

Félag um foreldrajafnrétti hefur meðal annars lagt áherslu á að ná fram samþykkt svokallaðs tálmunarfrumvarps á Alþingi, sem gera myndi tálmun á umgengni refsiverða. Verði frumvarpið samþykkt mun tálmun á umgengni varða allt að fimm ára fangelsi fyrir það foreldri sem sviptir hitt umgengni við barnið sitt. 

Í yfirlýsingu Dofra segir nú að margir foreldrar séu í þeirri stöðu að þurfa að tálma umgengni vegna hættu á því að börnin verði fyrir ofbeldi af hálfu hins foreldrisins. „Barn sem er beitt ofbeldi af móður á jafn mikinn rétt á að vera bjargað og barn sem er beitt ofbeldi af föður.“ Sem forsjárforeldri bæri honum að vernda dóttur sína. „Ég mun halda henni eins fjarri þessu ömurlega stríði og mér er mögulegt,“ sagði Dofri.

Að lokum sagðist hann vonast til þess að stjúpfaðir stúlkunnar og eldri systur hennar, dóttir Dofra og stjúpdóttir, þær Katrín og Kolfinna, sæu „sinn þátt í þessu sorglega máli.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár