Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lýðræðið í öndunarvél

Rík­is­stjórn­ir um all­an heim taka til sín auk­in völd í skjóli COVID-19 far­ald­urs­ins.

Lýðræðið í öndunarvél
Stjórnar með tilskipunum Victor Orban, forseti Ungverjalands, hefur ótímabundið tekið til sín öll völd í COVID-19 faraldrinum. Mynd: Attila KISBENEDEK / AFP

Með einni atkvæðagreiðslu á þingi var lýðræði afnumið í Ungverjalandi á dögunum. Blaðamenn um allan heim sitja í fangelsi fyrir að segja fréttir af heimsfaraldrinum. Víða í Evrópu fylgjast lögregla, hermenn og drónar með því að almenningur virði samkomubann og farsímaturnar eru notaðir til að fylgjast með mannaferðum í sama tilgangi. Kórónaveiran hefur reynst kjörið tækifæri fyrir ráðamenn að auka völd sín og erfitt eða ómögulegt verður að afturkalla þau völd þegar faraldurinn er yfirstaðinn.

Ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi vakti athygli fyrir hversu grímulaust hún gekk fram á þingi landsins til að sölsa undir sig öll völd í nafni sóttvarna. Orban er nú í raun einráður í landinu og stjórnar með tilskipunum, hann hefur því völd til að fangelsa stjórnarandstæðinga, blaðamenn og hvern þann sem stendur í vegi fyrir honum. Forsetinn hefur nú sjálfskipaðar heimildir til að senda fólk í fangelsi í fimm ár fyrir að „dreifa röngum upplýsingum“ og allt að átta ár fyrir að rjúfa útgöngubann.

Stjórnað með tilskipunum í Serbíu

Forsetinn tekur völdinAleksandar Vucic, forseti Serbíu, lýsti yfir neyðarástandi 15. mars og sendi herinn að sjúkrahúsum.

Í Serbíu er einnig búið að senda þingmenn í frí og forsetinn, Aleksandar Vucic, hefur gefið út fjölda tilskipana sem stjórnarandstæðingar segja að brjóti gegn stjórnarskrá. Hann hefur meðal annars bannað öllu fólki yfir 65 ára aldri að yfirgefa heimili sín. 

Forsetinn á aðeins að gegna formlegu hlutverki í stjórnskipan Serbíu, svipað og forseti Íslands, en hefur nú tekið öll völd í sínar hendur án aðkomu þings eða ríkisstjórnar. Ríkisfjölmiðlar birta myndir af ákaflega skuggalegum vöruskemmum í Belgrad þar sem sýktir eru hýstir saman eins og í fangabúðum. Vucic forseti segir að myndirnar séu birtar í forvarnarskyni, þær eigi að vekja óhug og fá fólk til að hlýða tilskipunum stjórnvalda í einu og öllu.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, er meðal margra sem hafa lýst yfir áhyggjum af þessari þróun. Hún sagði í nýlegu viðtali við fréttastofu Associated Press að þegar neyðarlög tækju gildi væri mikilvægt að þau tækju mið af aðstæðum og væru í samræmi við þarfir til aðgerða. Amnesty International tekur í sama streng í yfirlýsingu þar sem segir að fylgjast verði grannt með því hversu lengi neyðarlög eigi að vera í gildi og hversu víðtæk þau séu.

Fresta réttvísinni í nafni sóttvarna

Vandamálið nær að sjálfsögðu langt út fyrir landamæri Evrópu. Ísraelska ríkisstjórnin hefur, í krafti neyðaraðgerða vegna kórónaveirunnar, tekið sér auknar heimildir til að njósna um almenning og stöðva umfjöllun dómstóla um ákveðin mál. Það vill svo til að þessi lög henta mjög vel fyrir Benjamin Netanyahu forsætisráðherra, sem hefur nú stöðvað dómsmál á hendur sér um óákveðinn tíma og kemst þannig undan því að svara fyrir spillingarákæru, allt í nafni sóttvarna.

Á sama tíma er virk umræða á samfélagsmiðlum og víðar um hvort aukin alræðisstefna sé jafnvel æskileg á þessum tímum. Margir benda á skjót viðbrögð kínverskra yfirvalda, sem þurftu ekki að lúta neinum lýðræðislögmálum og virðast hafa náð að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar með áhrifaríkari hætti en t.d. í Bandaríkjunum. Kínverskir ráðamenn þurftu ekki að ráðfæra sig við neitt þing og höfðu þegar öll þau völd sem menn hafa nú tekið sér í Ungverjalandi og víðar. Fyrir vikið gefa sér margir að árangurinn sé stjórnkerfinu að þakka. 

„Takk, bróðir Jinping“Myndin er tekin á götum Belgrad, höfuðborgar Serbíu, fyrir nokkrum dögum. Auglýsingin er keypt af dagblaði sem styður ríkjandi valdhafa í Serbíu. Forseti Serbíu kyssti kínverska fánann. Ástæðan er að Kínverjar hafa gefið grímur til Evrópuríkja og þannig stillt sér fram sem hetjum í baráttunni gegn kórónafaraldrinum, sem átti uppruna sinn í Wuhan í Kína.

Aðeins undir Xi Jinping

Kínversk stjórnvöld hafa svo sannarlega haldið þeim hugmyndum á lofti í yfirlýsingum sínum og nýverið sagði utanríkisráðherra landsins að: „Aðeins í ríki undir stjórn leiðtogans Xi Jinping er mögulegt að innleiða svo öflugar ráðstafanir á svo skömmum tíma og stöðva þannig faraldur í fæðingu.“

„Aðeins í ríki undir stjórn leiðtogans Xi Jinping er mögulegt að innleiða svo öflugar ráðstafanir“

Það er þó að því gefnu að hægt sé að reiða sig á opinberar tölur frá ríkjum á borð við Kína, sem er allt annað en sjálfgefið. Ætla má að töluvert fleiri hafi látist af völdum COVID-19 í Kína en upp er gefið, en það sama gæti raunar átt við um flest ríki. Í Frakklandi og öðrum Evrópuríkjum hefur meðal annars borið á því að dánarvottorð fólks á hjúkrunarheimilum séu vitlaust skráð og vanti því inn í heildartölurnar. 

Alræðisstjórnir eru ekki einar um að reyna að fegra ástandið og ýkja ágæti eigin viðbragða, vart þarf að nefna Bandaríkjaforseta í því samhengi en hann hefur haldið vægast sagt skrautlega blaðamannafundi um ástandið nýverið. Kvartaði hann meðal annars undan því að þurfa að taka við sýktum Bandaríkjamönnum aftur heim, þar sem það væri ekki ríkisstjórn sinni að kenna að þeir hefðu sýkst í útlöndum og helst ættu þessir ríkisborgarar að halda sig fjarri heimabyggð til að tölfræðin liti betur út.

Rússar skjóta á lýðræðisríki

Í Rússlandi leikur Pútín sama leik og áður en hann virðist ekki hafa hugmyndaflug umfram það að benda á veikleika Bandaríkjastjórnar til að drepa á dreif spurningum um eigin alræðistilburði. Ríkisfjölmiðillinn Russia Today fer mikinn á hverjum degi í umfjöllun sinni um skert frelsi á Vesturlöndum vegna kórónaveirunnar og tónninn er alltaf sá sami. „Sko, gott á ykkur, nú sjáið þið mikilvægi þess að gefa skít í lýðræði þegar mikið ber við.“

Það var ekki laust við móðursýki í fréttaflutningi Russia Today um að yfirvöld í breskum smábæ væru að nota dróna með hljóðupptökum til að vara fólk við því að koma saman á almannafæri. „Orwell mættur!“ stóð í fyrirsögnum og fréttaskýrendur þeirra veltu vöngum yfir því hvort rithöfundurinn víðfrægi sneri sér ekki við í gröfinni að sjá heimalandið taka upp alræðistilburði verri en Sovétríkin hefðu nokkru sinni gerst sek um. Ef drónar eru farnir að ávarpa fólk á almannafæri er það á einhvern hátt talið alvarlegra en að hrúga blaðamönnum í fangelsi fyrir að vitna í opinbera tölfræði eins og gerst hefur í Rússlandi og víðar.

Samtökin Blaðamenn án landamæra standa í ströngu þessa dagana við að skrásetja árásir á stéttina sem eiga sér stað um allan heim. Allt frá Kanada til Mjanmar berast fregnir af því að blaðamenn séu ofsóttir fyrir að segja sannleikann um ástandið sem nú ríkir vegna heimsfaraldursins. Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja en um leið misnota margir það sama frelsi til að dreifa hræðsluáróðri og misvísandi upplýsingum um veiruna.

Hættan er sú að óskýr mynd af stöðunni á heimsvísu hefti starf heilbrigðisyfirvalda og þá gildir einu hvort um er að ræða falsfréttir einhverra einstakra hakkara á samfélagsmiðlum eða kerfisbundnar ofsóknir stjórnvalda á hendur fjölmiðlum. Allt skapar þetta óvissu og hræðslan við að ekki sé hægt að treysta opinberum upplýsingum frá stórum hluta heimsins er áþreifanlegur hluti vandamálsins sem við stöndum öll frammi fyrir þessa stundina.

Heimagerð vörnÍbúi í Manila, höfuðborg Filippseyja, gengur um með vatnsbrúsa sem hann hefur aðlagað að sjálfum sér til að nota í varnarskyni gegn kórónaveirunni.

Krísan nýtt til valdatöku

Sagt er að það sé algilt í stjórnmálum að aldrei eigi að láta góða krísu fara til spillis. Með því er átt við að í hvert sinn sem almenningur stendur frammi fyrir gríðarstóru vandamáli er kjörið tækifæri til að gera eitthvað svívirðilegt á bakvið tjöldin þegar enginn er að fylgjast með. Eða beinlínis réttlæta allar gjörðir sínar með tilvísun í neyð sem þurfi að yfirstíga með óræðum hætti um óákveðinn tíma.

Þetta er nú að gerast um allan heim samtímis og ómögulegt er að gera sér grein fyrir hver langvarandi áhrifin verða á pólitík og lýðræði. Sem dæmi má nefna yfirráðasvæði Indverja í Kasmír en þangað er nú verið að flytja Hindúa í massavís til að breyta framtíðarskiptingu landsins með hlutfallslegri fækkun múslima – indverska ríkisstjórnin tilkynnti þetta á dögunum en ekki nokkur maður tók eftir því. Sennilega væri þetta fyrirferðarmikil frétt með fordæmingum á báða bóga og harðorðum yfirlýsingum frá Bandaríkjastjórn og Evrópusambandinu – ef ekki væri fyrir kórónaveiruna. Heimurinn er einfaldlega upptekinn.

Tyrkland, Filippseyjar, Túrkmenistan; alls staðar að berast svipaðar fréttir af harðstjórum sem eru að nota tækifærið til að sölsa undir sig enn meiri völd, breyta innanríkispólitík til frambúðar og fangelsa andstæðinga sína. Enginn veit enn hvar þetta endar en nú þegar er ljóst að pólitískt landslag heimsins er að taka meiri og hraðari breytingum þessa dagana en nokkurn hefði getað órað fyrir.

Engin ríkisstjórn vill gefa til baka völd eða fjármagn sem hún hefur orðið sér úti um og það eina sem getur á endanum knúið slíkt fram er vilji kjósenda. Því meira sem grafið er undan stoðum lýðræðis, og því lengur sem núverandi neyðarástand varir, því erfiðara verður að endurheimta það frelsi sem nú er að renna okkur úr greipum á hverjum degi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
2
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
4
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
5
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
6
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár