Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fastur í Austurríki vegna útgöngubanns: „Langaði til að komast heim“

Tryggvi Örn Gunn­ars­son verk­fræð­ing­ur býr í borg­inni Inns­bruck í Týról í Aust­ur­ríki. Hann hafði hug á að koma til Ís­lands þeg­ar COVID-19 far­ald­ur­inn fór að fær­ast í auk­ana, en kemst nú hvergi þar sem út­göngu­bann er í land­inu og sí­fellt ver­ið að herða þær tak­mark­an­ir sem því fylgja.

Fastur í Austurríki vegna útgöngubanns: „Langaði til að komast heim“
Í útgöngubanni Tryggvi Örn Gunnarsson verkfræðingur er búsettur í borginni Innsbruck í Týról-héraðinu í Austurríki. Mynd: Aðsend

Tryggvi Örn Gunnarsson verkfræðingur er búsettur í borginni Innsbruck í Týról-héraðinu í Austurríki. Hann hafði hug á að koma til Íslands þegar COVID-19 faraldurinn fór að færast í aukana, en kemst nú hvergi þar sem útgöngubann er í landinu og sífellt verið að herða þær takmarkanir sem því fylgja. 

„Mig langaði til að komast heim til Íslands áður en öllu yrði lokað. Mér finnst margt benda til þess að útgöngubannið muni vara lengur en til 13. apríl eins og staðan er núna. Við erum við landamærin að Ítalíu og margir hér óttast að ástandið verði svipað hér og þar,“  segir Tryggvi.

Hann hafði fengið þær upplýsingar að hann ætti að geta komist yfir landamærin að Þýskalandi og þaðan til Íslands ef hann væri með gildan flugmiða, en við nánari eftirgrennslan reyndist það ekki vera rétt. „Við megum ekki fara út fyrir bæjarmörkin. Þannig að ég er ekki að fara eitt né neitt,“ segir Tryggvi. 

„Það eina góða við þetta er að ég hef kynnst nágrönnum mínum talsvert betur.“ 

Útgöngubannið hert 

Hann segir að útgöngubann hafi verið sett í landinu fyrir rúmri viku. „Það hefur verið hert enn frekar undanfarna daga. Til dæmis mátti fara út að hlaupa eða ganga til að byrja með, en það má ekki lengur. Við megum fara út í búð til að kaupa mat, í apótek, til læknis og fara örstutt út með hund. Ég fór síðast út á föstudaginn til að kaupa í matinn og ætli ég þurfi ekki að fara út í dag, það er orðið tómt í skápunum hjá mér.“

„Til dæmis mátti fara út að hlaupa eða ganga til að byrja með, en það má ekki lengur“

Tryggvi býr við eina fjölförnustu götuna í Innsbruck og segir að nú sé býsna tómlegt að litast út um gluggann. „Á daginn, á meðan búðir eru opnar, sér maður fólk á sveimi. En eftir klukkan 17, þegar þeim hefur verið lokað, er sorglegt að horfa út. Það er enginn úti.“

Fangelsi og fjársektir liggja við broti á útgöngubanni

Skíðabærinn Ischgl hefur verið talsvert til umfjöllunar í tengslum við COVID-19 faraldurinn, en fjölmörg smit fólks víða að, meðal annars héðan frá Íslandi, hafa verið rakin þangað. Bærinn er í sama héraði og Innsbruck og segir Tryggvi að allt samneyti á milli bæja sé bannað.  Í héraðinu búa um 750.000 manns og þar eru um 280 borgir og bæir, sumir mjög fámennir og litlir. Verði fólk uppvíst að því  að fara á milli bæja geti það átt yfir höfði sér háa fjársekt og jafnvel fangelsisvist, að sögn Tryggva. 

Mikil aukning hefur orðið á smitum í landinu undanfarna daga. Í dag höfðu um 4.800 smit verið staðfest  og 25 hafa látist í landinu af völdum veirunnar. Tryggvi segir að austurrísk heilbrigðisyfirvöld og ráðmenn í héraðinu hafi verið gagnrýndir harðlega fyrir viðbrögð sín. „Það var ekkert verið að taka almennilega á þessu til að byrja með, miðað við það sem var í öðrum löndum. Síðan tóku yfirvöld við sér.“

Stendur á svölunum og talar við nágranna sína

Tryggvi starfar sem verkfræðingur hjá fyrirtæki sem framleiðir róbóta fyrir skurðaðgerðir og ýmsa heilbrigðisþjónustu. Hann hefur unnið heima í rúma viku, hann býr einn og segist sakna samneytis við fólk, þrátt fyrir tíða fjarfundi í vinnunni og rafræn samskipti og símtöl við vini og ættingja. „Ég hef staðið úti á svölum og talað við nágranna mína. Ég hef kynnst þeim miklu betur undanfarna daga. Það er þó eitthvað gott við þetta.“

Enginn á ferliTryggvi tók myndina af svölum sínum í morgun. Gatan sem hann býr við er að öllu jöfnu afar fjölfarin, en nú er þar varla nokkur á kreiki.
Auðar götur„Á daginn, á meðan búðir eru opnar, sér maður fólk á sveimi. En eftir klukkan 17, þegar þeim hefur verið lokað, er sorglegt að horfa út. Það er enginn úti.“
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
10
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár