Þessi grein er rúmlega 7 mánaða gömul.

Stuðningur berst björgunarsveitinni á Flateyri alls staðar að af landinu

Magnús Ein­ar Magnús­son, formað­ur Sæ­bjarg­ar, seg­ist gátt­að­ur og meyr yf­ir stuðn­ingn­um sem muni gagn­ast sveit­inni til kaupa á nauð­syn­leg­um bún­aði. Mynd­band sýn­ir björg­un­ar­sveitar­fólk að störf­um eft­ir flóð­in.

Magnús Ein­ar Magnús­son, formað­ur Sæ­bjarg­ar, seg­ist gátt­að­ur og meyr yf­ir stuðn­ingn­um sem muni gagn­ast sveit­inni til kaupa á nauð­syn­leg­um bún­aði. Mynd­band sýn­ir björg­un­ar­sveitar­fólk að störf­um eft­ir flóð­in.

Formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri segist gáttaður á þeim mikla stuðningi sem að sveitin hafi fengið alls staðar að af landinu eftir vasklega framgöngu hennar eftir snjóflóðin sem féllu á þorpið. Í meðfylgjandi myndbandi, neðst í fréttinni, má sjá björgunarsveitarmenn að störfum á fyrsta sólarhring eftir flóðin. Björgunarsveitarmenn fundu og björguðu fjórtán ára stúlku, Ölmu Sóley Ericsdóttur, úr öðru snjóflóðinu sem féll á tólfta tímanum á þriðjudagskvöld. Tók það liðsmenn sveitarinnar ekki nema um 40 mínútur að ná Ölmu út. „Ég get eiginlega ekki lýst því, maður er hálf gáttaður á þessum mikla stuðningi. Ég er mjög þakklátur og bara meyr yfir þessu, segir Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar.“ 

Alltaf með það í huga að flóð geti fallið

Magnús Einar Magnússon

Um ár er síðan að haldin var björgunarsveitaræfing á Flateyri þar sem viðbrögð við snjóflóði voru æfð, rústabjörgun og annað tengt. Magnús segir að það hafi gagnast mjög í vikunni. „Maður er alltaf með þetta í hausnum. Síðastliðinn vetur lentu einmitt tveir björgunarsveitarmeðlimir í snjóflóði á Flateyrarvegi, konan mín og dóttir voru í öðrum bílnum og vinafólk okkar í hinum. Maður er þess vegna alltaf með þetta í huga.“

Flateyrarvegur var loks opnaður í gær eftir að þorpið hafði verið einangrað í tæpa viku en Magnús segir að honum hafi þó verið lokað aftur og hann síðan hafður opinn undir eftirliti vegna þess að snjóruðningsmenn hafi séð stór snjóflóð úti í firðinum þegar þeir voru að ryðja. „Menn þorðu ekki að hafa veginn opinn fyrr en búið væri að grannskoða í öll gil inni með firðinum. Vegurinn var síðan opnaður klukkan átta í morgun. Ég var að fara með börn í leikskólann, það er í fyrsta skiptið sem skólinn og leikskólinn eru opnir núna þannig að það má segja að lífið sé farið að nálgast sinn vanagang hérna.“

„Það voru dæmi um fólk sem hafði ekki farið út úr húsi frá því síðasta föstudag“

Magnús segir að heimamenn í björgunarsveitinni Sæbjörgu hafi fengið langþráða hvíld í nótt þar sem þeir hafi getað sofið og safnað kröftum. Liðsauki sem barst af höfuðborgarsvæðinu verið afskaplega mikilvægur. „Það var afskaplega gott að fá þessa menn sem komu að sunnan, með sérhæfingu í rústabjörgun og fleiru. Þeir tóku yfir vettvanginn uppi í Ólafstúni í gær fyrir okkur svo að við gátum verið í ýmsum verkefnum, til að mynda að hjálpa fólki sem ekki hefur komist út úr húsunum sínum í viku eða svo. Það voru dæmi um fólk sem hafði ekki farið út úr húsi frá því síðasta föstudag. Eins er spáð mjög mikilli hláku á morgun sem gæti valdið miklum þyngslum á til dæmis þökum. Verkefni dagsins verður því að hreinsa af þökum og aðstoða fólk við ýmislegt til að reyna að forða slíku tjóni og eins vatnstjóni.“

Mun gagnast sveitinni mjög

Áskorun gengur á nú víða á netinu um að styrkja við björgunarsveitina Sæbjörgu eftir vasklega framgöngu þeirra og segir Magnús að stuðningurinn sé gífurlegur. „Ég er bara meyr yfir þessu, þetta er svo svakalegur stuðningur, alls staðar að. Ég get eiginlega ekki lýst því, maður er hálf gáttaður á þessum mikla stuðning. Ég er mjög þakklátur og meyr yfir þessu.“

„Maður er hálf gáttaður á þessum mikla stuðningi“

Magnús segir að fjárhagslegi stuðningurinn sem sveitin hefur fengið síðustu daga muni gagnas mjög vel við kaup á tækjum og búnaði. „Við höfum verið mjög vel búin af snjóflóðagræjum, ýlum, stöngum og skóflum og svona. Við eigum flestan annan búnað en kannski bara eitt af öllu. Sjúkrabörurnar okkar fóru til dæmis með sjúklingnum yfir á Ísafjörð á miðvikudaginn og þá áttum við ekki börur eftir hér á Flateyri. Þetta mun því gagnast okkur mjög. Við munum setjast niður þegar hlutirnar fara að róast og kaupa það sem okkur vantar.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Vantreystir lögreglu vegna framgöngu eftir slys við forgangsakstur
Fréttir

Vantreyst­ir lög­reglu vegna fram­göngu eft­ir slys við for­gangsakst­ur

Krist­ín Geirs­dótt­ir má þakka fyr­ir að sleppa lif­andi eft­ir al­var­legt um­ferð­ar­lsys ár­ið 2016. Lög­reglu­bif­hjól í for­gangsakstri keyrði þá inn í hlið­ina á bíl Krist­ín­ar á ofsa­hraða. Nið­ur­staða hér­aðssak­sókn­ara var að hún bæri ábyrgð á slys­inu, þótt ákveð­ið hafi ver­ið að kæra hana ekki fyr­ir vik­ið. Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hef­ur hins veg­ar gert marg­vís­leg­ar at­huga­semd­ir við rann­sókn máls­ins og sett spurn­ing­ar­merki við hvort þörf hafi ver­ið á for­gangsakstr­in­um.
104. spurningaþraut: „Þeir eru til sem telja að landsvæðið og þó einkum nágrenni þess sé einstaklega hættulegt.“
Þrautir10 af öllu tagi

104. spurn­inga­þraut: „Þeir eru til sem telja að land­svæð­ið og þó einkum ná­grenni þess sé ein­stak­lega hættu­legt.“

Hér er þraut­in frá í gær! Auka­spurn­ing­ar: Á efri mynd­inni má sjá svo­nefnt Is­ht­ar-hlið (eða Bláa hlið­ið) sem eitt sinn var í borg­ar­múr­un­um um­hverf­is kon­ungs­höll­ina í Babýlon, en var í upp­hafi 20. ald­ar flutt til annarr­ar borg­ar og er þar til sýn­is. Hvar? Og hver er mað­ur­inn á neðri mynd­inni? +++ 1.   Hvað heita fjöll­in með um­lykja rúm­ensk/ung­versku slétt­una í...
DÓMARINN OG ÞUMALLINN. Svar við svari Jóns Steinars.
Blogg

Stefán Snævarr

DÓM­AR­INN OG ÞUM­ALL­INN. Svar við svari Jóns Stein­ars.

Ég vil þakka Jóni Stein­ari Gunn­laugs­syni fyr­ir kurt­eis­legt og mál­efna­legt svar við færslu minni um laga­sýn hans („Margra kosta völ?“). Hann velt­ir því fyr­ir sér hvort hug­mynd­ir mín­ar um lög séu að ein­hverju leyti inn­blásn­ar af föð­ur mín­um en svo er ekki. Við rædd­um þessi mál aldrei svo ég muni. Upp­lýst dómgreind. Laga­sýn mín er mest­an part ætt­uð úr...
Stundaði Samherji arðrán í Namibíu? Mútur og greiðslur í skattaskjól tvöfalt hærri en bókfært tap
GreiningSamherjaskjölin

Stund­aði Sam­herji arð­rán í Namib­íu? Mút­ur og greiðsl­ur í skatta­skjól tvö­falt hærri en bók­fært tap

Sam­herji og Morg­un­blað­ið full­yrða að „ekk­ert arð­án“ hafi átt sér stað í rekstri Sam­herja í Namib­íu. Þetta er nið­ur­staða þess­ara að­ila þeg­ar ein­göngu er horft á rekst­ur dótt­ur­fé­laga Sam­herja í Namib­íu. Þeg­ar horft er rekst­ur­inn í stærra sam­hengi flæk­ist mynd­in.
Birtingur tapaði 236 milljónum í fyrra
Fréttir

Birt­ing­ur tap­aði 236 millj­ón­um í fyrra

Ta­prekst­ur út­gáfu­fé­lags­ins sem gef­ur út Mann­líf og fleiri blöð jókst milli ára. Hluta­fé fé­lags­ins hef­ur ver­ið auk­ið um rúm­lega hálf­an millj­arð króna til að fjár­magna tap­ið á þrem­ur ár­um.
Eyþór Arnalds gagnrýnir að borgin auglýsi störf kennara
Fréttir

Ey­þór Arn­alds gagn­rýn­ir að borg­in aug­lýsi störf kenn­ara

Borg­ar­full­trú­inn Ey­þór Arn­alds gagn­rýn­ir aug­lýs­ingu frá Reykja­vík­ur­borg sem birt­ist á vef CNN.
Huawei, „Kínaveiran“ og gula ógnin
Úttekt

Huawei, „Kína­veir­an“ og gula ógn­in

Banda­rísk­ir fjöl­miðl­ar á borð við New York Times tala um að nýtt kalt stríð sé haf­ið, í þetta sinn á milli Banda­ríkj­anna og Kína. Í því stríði sé bar­ist með há­tækni, í net­heim­um og með áróðri og við­skipta­höft­um. Eft­ir að hafa snú­ið baki sínu við al­þjóða­sam­fé­lag­inu í fjög­ur ár seg­ist Trump Banda­ríkja­for­seti nú reiðu­bú­inn að leiða Vest­ur­lönd í bar­átt­unni gegn heims­yf­ir­ráð­um Kín­verja en efa­semd­ir eru um að hann hafi til þess burði.
103. spurningaþraut: „Engin kona hefur hingað til getað orðið tónskáld. Því skyldi ég búast við að verða sú fyrsta?“
Þrautir10 af öllu tagi

103. spurn­inga­þraut: „Eng­in kona hef­ur hing­að til getað orð­ið tón­skáld. Því skyldi ég bú­ast við að verða sú fyrsta?“

Hér er þraut­in „10 af öllu tagi“ frá því í gær! Auka­spurn­ing­ar í dag eru þess­ar: Hvaða orr­ustu er lýst á þeirri út­saum­uðu mynd, sem sést hér að of­an? Hver er kon­an á neðri mynd­inni? Hér eru svo 10 af öllu tagi: 1.   Hvaða pest er tal­in hafa borist til Ís­lands ár­ið 1402? 2.   Banda­rísk­ur hers­höfð­ingi lét að sér kveða...
Almenningshlutafélagið Festi keypti fyrirtæki af félagi sem forstjórinn stýrði
Fréttir

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi keypti fyr­ir­tæki af fé­lagi sem for­stjór­inn stýrði

Bæði Eggert Þór Kristó­fers­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Festi, og stjórn­ar­formað­ur­inn, Þórð­ur Már Jó­hann­es­son, tengj­ast Bjarna Ár­manns­syni fjár­festi nán­um bönd­um. Festi ákvað að kaupa orku­sölu­fyr­ir­tæki af Bjarna og með­fjár­fest­um hans fyr­ir rúm­lega 722 millj­ón­ir. Eggert Þór hef­ur ekki vilj­að svara spurn­ing­um um mál­ið.
Margra kosta völ?
Jón Steinar Gunnlaugsson
Aðsent

Jón Steinar Gunnlaugsson

Margra kosta völ?

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son svar­ar skrif­um Stef­áns Snæv­arr í Stund­inni.
Kapítalisminn drepur lýðræðið um hábjartan dag
Andri Sigurðsson
Blogg

Andri Sigurðsson

Kapí­tal­ism­inn drep­ur lýð­ræð­ið um há­bjart­an dag

Á vafri mínu ný­lega datt ég nið­ur á svar frá Hall­grími Helga­syni sem vakti hjá mér áhuga. Á þræði um Sósí­al­ista­flokk­inn ákvað Hall­grím­ur að lýsa skoð­un sinni á sósí­al­isma og seg­ir: "Sósí­al­ismi hef­ur því mið­ur yf­ir­leitt end­að í ein­ræði, þar sem hann hef­ur ver­ið reynd­ur". Ég verð að við­ur­kenn að mér brá svo­lít­ið við að lesa þetta. Hvernig get­ur mað­ur...
Frásagnir mæðra af ofbeldi kerfisins
Fréttir

Frá­sagn­ir mæðra af of­beldi kerf­is­ins

Sam­tök­in Líf án of­beld­is birta sög­ur mæðra sem hafa yf­ir­gef­ið of­beld­is­sam­bönd, en upp­lifa hörku kerf­is­ins sem hygl­ir hags­mun­um of­beld­is­manna og lít­ur fram hjá frá­sögn fórmar­lamba þeirra.