Þessi grein er rúmlega 8 mánaða gömul.

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Tvö „mjög stór“ snjóflóð féllu á Flat­eyri. Snjóflóða­varn­ir vörðu byggð­ina að mestu, en bæði flóð­in vekja spurn­ing­ar hjá Veð­ur­stofu Ís­lands.

Tvö „mjög stór“ snjóflóð féllu á Flat­eyri. Snjóflóða­varn­ir vörðu byggð­ina að mestu, en bæði flóð­in vekja spurn­ing­ar hjá Veð­ur­stofu Ís­lands.

Snjóflóðið sem féll úr Skollahvilft yfir Flateyri í gærkvöldi og olli tjóni á bátaflota bæjarins „virðist hafa verið mjög stórt“, að mati Veðurstofu Íslands.

Hitt snjóflóðið sem féll, úr Innra-Bæjargili og lenti hinum megin í bænum, og fór yfir snjóflóðavarnirnar, veldur því að Veðurstofan mun fara yfir gögn og matsferla, þar sem veður þótti ekki gefa tilefni til þess að rýma svæðið.

Aðstæður ekki metnar hættulegar

Unglingsstúlka grófst undir í flóðinu, en var bjargað af heimamönnum í björgunarsveitinni Sæbjörgu. Húsið er illa farið, eins og sést af meðfylgjandi myndum. 

„Snjóflóðavakt Veðurstofunnar mat snjóflóðahættuna í gær ekki svo að aðstæður væru þannig“

„Snjóflóðavakt Veðurstofunnar mat snjóflóðahættuna í gær ekki svo að aðstæður væru þannig. Veðurhamurinn í þessari snjóflóðahrinu var ekki jafn mikill og í hrinunni árið 1995 og því voru aðstæður metnar skárri nú. Þegar þessari hrinu slotar þarf að greina veðuraðdraganda hennar og upplýsingar um þessi og önnur flóð sem fallið hafa í henni til þess að geta sagt nánar til um ástæður þess að svo stór flóð féllu nú.“

Legið fyrir að flætt geti yfir varnargarða

Legið hefur fyrir í skýrslum og mati á snjóflóðahættu að flóðin geti náð yfir varnargarða þegar þau eru stærst.

„Flóðið úr Innra-Bæjargili kallar á mat á virkni varnargarðsins og ýtarlegar mælingar á flóðunum sem féllu í gær. Mæla þarf hversu mikið rann yfir garðinn og hvernig flóðtungan þar liggur til þess að sjá betur hvernig flóðið féll á garðinn og hversu stór hluti þess rann yfir hann. Einnig þarf að mæla þykkt og rúmmál flóðsins og kanna hvort flæddi yfir garðana ofar í hlíðinni. Þetta verður gert strax og aðstæður leyfa,“ segir í greiningu snjóflóðavaktar Veðurstofu Íslands.

Eyðileggingin blasir við

Stundin birtir hér myndir af eyðileggingunni eins og hún blasir við eftir snjóflóðin. Myndirnar tók Önundur Pálsson, íbúi á Flateyri.

Á myndunum sést bátafloti Flateyringa liggja í höfninni, en snjóflóðavarnir miðuðust við að verja byggðina en ekki höfnina. „Varnargarðurinn beindi því frá byggðinni og til sjávar, en garðurinn er ekki miðaður við að verja hafnarsvæðið.“

Enn snjóflóðahætta 

Hér eru nýjustu fréttir frá Almannavörnum:

Uppfært kl. 15.15: „Enn er snjóflóðahætta á Vestfjörðum og óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum og hættustig á Ísafirði. Flateyrarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð eru lokaðir vegna snjóflóðahættu. Í undirbúningi er flutningur á hjálparliði almannavarna vestur til að styðja við heimamenn. Athugað verður með flug til Ísafjarðar nú í eftirmiðdaginn. Hvasst hefur verið á Vestfjörðum í morgun og gert er ráð fyrir að smá saman dragi úr ofanhríðinni. Gert er ráð fyrir 15-17 m/s á fjallvegum síðdegis og enn er skafrenningur. Lægir enn frekar í kvöld og horfur eru á skaplegu veðri á morgun, 5-10 m/s og verður að mestu éljalaust. Frekari upplýsingar um veður og færð má nálgast á vefsíðu Veðurstofunnnar vedur.is og hjá Vegagerðinni.“

Faðir stúlkunnar á leið vestur 

Uppfært kl. 16:00.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. Til stóð að sækja allt að þrjá á Flateyri til að koma þeim undir læknishendur. Vegna ófærðar síðustu daga hafa þeir ekki komist frá bænum. Um leið átti að sækja einn til Ísafjarðar og flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík. 

Á leið vestur var faðir stúlkunnar sem grófst undir í snjóflóðinni einnig um borð í þyrlunni. Honum var boðið að fara með svo hann gæti hitt dóttur sína. Gert er ráð fyrir að þyrlan lendi fyrir vestan á fimmta tímanum í dag. 

Ástandið í höfninniÓttast er að allir bátarnir séu ónýtir.
Ólafstún 14Unglingsstúlka lenti undir flóðinu í herbergi sínu fjallsmegin í húsinu. Móðir hennar og tvö börn komust út af sjálfsdáðum.
Þakskemmdir á Ólafstúni 14
Snjóflóðavarnir í baksýnHæð snjóflóðavarna, sem flóðið sprakk yfir, sést á myndinni.
Heimilið fariðFjögurra manna fjölskylda bjó í húsinu. Það tók björgunarsveitarmenn 40 mínútur að grafa unglingsstúlku út úr herbergi sínu, þar sem hún hafði legið í rúminu í fósturstellingu undir sæng og snjófargan.
Varðskip í baksýnÍ forgrunni sést flotbryggjan, sem færðist yfir höfnina við flóðið.
Yfirsýn yfir höfninaUmmerki snjóflóðs og flóðbylgju eru á vettvangi, en enn á eftir að meta hvað raunverulega gerðist.
Smábátur í fjörunniHér sést hvernig kraftur flóðanna feykti trillu upp í fjöru.
SokkinnBátur sokkinn í krapa og sjó. Fiskikar sést fyrir miðið.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Erum við fullvalda þjóð?
Guðmundur
Blogg

Guðmundur

Er­um við full­valda þjóð?

Allt frá lýð­veld­is­stofn­un hef­ur stjórn­mála­flokk­un­um tek­ist að koma í veg fyr­ir end­ur­skoð­un lýð­veld­is­stjórn­ar­skrár­inn­ar. All­marg­ar nefnd­ir hafa ver­ið skip­að­ar af hálfu Al­þing­is til þess að tak­ast á við þetta verk­efni, en ráð­andi öfl hafa jafn­an grip­ið inn í það ferli með full­yrð­ing­um um að ástæðu­laust sé að um­bylta stjórn­ar­skránni. Hún sé „listi­leg smíð“ og jafn­vel geng­ið svo langt að full­yrða að...
Lömun á farþegaflugi getur ógnað starfsemi Landspítala
FréttirCovid-19

Löm­un á far­þega­flugi get­ur ógn­að starf­semi Land­spít­ala

Flók­ið hef­ur reynst að koma til lands­ins tækni­mönn­um og af­leys­inga­lækn­um. Auk þess gætu skap­ast vanda­mál við að koma íhlut­um í lækn­inga­tæki hratt til lands­ins í bráða­til­fell­um. Þá er far­ald­ur­inn einnig far­inn að hafa veru­leg áhrif á dag­lega starf­semi. 22 að­gerð­um var frest­að í síð­ustu viku.
Gera stólpagrín að lögreglunni og flykkjast Khedr-fjölskyldunni til varnar
Fréttir

Gera stólpa­grín að lög­regl­unni og flykkj­ast Khedr-fjöl­skyld­unni til varn­ar

Fjöldi fólks hef­ur sent stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra upp­dikt­að­ar ábend­ing­ar um dval­ar­stað og ferð­ir egypsku fjöl­skyld­unn­ar sem nú er í fel­um. „Mér skilst að þau séu tek­in við rekstri Shell-skál­ans“
Til þess er málið varðar
María Einarsdóttir
Aðsent

María Einarsdóttir

Til þess er mál­ið varð­ar

Ég veit ekki hver þú ert, en mig lang­ar að tala við þig. Mig lang­ar að spyrja þig út í nokkra hluti.
Útvarp Saga hagnaðist um tvær milljónir
Fréttir

Út­varp Saga hagn­að­ist um tvær millj­ón­ir

Launa­kostn­að­ur dróst veru­lega sam­an hjá rekstr­ar­fé­lagi Út­varps Sögu í fyrra. Í nýj­um árs­reikn­ingi seg­ir að fé­lag­ið hafi ver­ið rek­ið með tapi ár­ið 2018, en ekki hagn­aði eins og áð­ur hafði kom­ið fram.
149. spurningaþraut: Hér er meðal annars spurt um jafnöldrur tvær frá Frakklandi
Þrautir10 af öllu tagi

149. spurn­inga­þraut: Hér er með­al ann­ars spurt um jafn­öldr­ur tvær frá Frakklandi

Góð­an dag! Hér er þraut gær­dags­ins. * Auka­spurn­ing sú hin fyrri: Á mynd­inni hér að of­an má sjá stærsta orr­ustu­skip sem smíð­að hef­ur ver­ið, 70.000 tonna tröll, sem var á ferð­inni í síð­ari heims­styrj­öld. Það bar níu 46 senti­metra hlaupvíð­ar byss­ur að að­al­vopn­um. Hvaða ríki lét smíða þetta skrímsli? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað heit­ir Seðla­banka­stjóri? 2.   Um mán­aða­mót­in maí/júní sept­em­ber...
„Aldrei séð annað eins!“ Breiðþota í rúmlega 200 metra hæð yfir miðborginni
Fréttir

„Aldrei séð ann­að eins!“ Breið­þota í rúm­lega 200 metra hæð yf­ir mið­borg­inni

Borg­ar­bú­ar og flugnör­d­ar tjá sig um lág­flug breið­þotu sem skaut mörg­um skelk í bringu.
Ný staðreyndavakt SUS um stjórnarskrána segir að Alþingi hafi virt þjóðaratkvæðagreiðsluna
Fréttir

Ný stað­reynda­vakt SUS um stjórn­ar­skrána seg­ir að Al­þingi hafi virt þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una

Sam­band ungra sjálf­stæð­is­manna sak­ar stuðn­ings­menn nýrr­ar stjórn­ar­skrár um að byggja bar­áttu sína „að mestu á rang­færsl­um“ og að kynna hana sem „lausn alls þess sem telj­ast má póli­tískt bit­bein í ís­lensku sam­fé­lagi“. Á nýrri stað­reynda­vakt SUS er því hafn­að að ný stjórn­ar­skrá hafi ver­ið sam­þykkt af þjóð­inni og sagt að Al­þingi sé að virða þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una.
Fullt eða eðlilegt gjald í stjórnarskrá?
Kjartan Jónsson
Aðsent

Kjartan Jónsson

Fullt eða eðli­legt gjald í stjórn­ar­skrá?

Kjart­an Jóns­son skrif­ar um ákvæði í stjórn­ar­skrá um nátt­úru­auð­lind­ir.
Gagnrýna tilraun til stofnunar transfóbískra samtaka á Íslandi
Fréttir

Gagn­rýna til­raun til stofn­un­ar trans­fób­ískra sam­taka á Ís­landi

Formað­ur Trans Ís­lands, Ugla Stef­an­ía Kristjönu­dótt­ir Jóns­dótt­ir, for­dæm­ir til­raun­ir til að koma á lagg­irn­ar Ís­lands­deild breskra sam­taka sem hún seg­ir að grafi und­an rétt­ind­um trans­fólks. Hún seg­ir að hinseg­in sam­fé­lag­ið hér á landi sé sam­held­ið og muni hafna öll­um slík­um til­raun­um.
148. spurningaþraut: Hvað hét sonurinn, sem Abraham átti að fórna, drottni til dýrðar?
Þrautir10 af öllu tagi

148. spurn­inga­þraut: Hvað hét son­ur­inn, sem Abra­ham átti að fórna, drottni til dýrð­ar?

Hér er hlekk­ur á þraut gær­dags­ins. * Auka­spurn­ing, sú fyrri: Ljós­mynd­ina hér að of­an tók Joseph Nicép­hore Niépce í bæn­um Le Gras í Frakklandi. Hvað þyk­ir vera merki­legt við hana? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað heit­ir fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins? Í þessu sjald­gæfa til­felli er föð­ur­nafn hans ónauð­syn­legt. 2.   Hvað heit­ir formað­ur Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins? 3.   Hvað heit­ir höf­uð­borg­in í Hvíta-Rússlandi? 4.   Einn af patríörk­um...
Út um dyrnar – eða gluggann
Einar Már Jónsson
Pistill

Einar Már Jónsson

Út um dyrn­ar – eða glugg­ann

Skipu­leg­um að­ferð­um var beitt til þess að losna við starfs­fólk. Í kjöl­far­ið hófst sjálfs­vígs­alda.