Þessi grein er rúmlega 6 mánaða gömul.

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Tvö „mjög stór“ snjóflóð féllu á Flat­eyri. Snjóflóða­varn­ir vörðu byggð­ina að mestu, en bæði flóð­in vekja spurn­ing­ar hjá Veð­ur­stofu Ís­lands.

Tvö „mjög stór“ snjóflóð féllu á Flat­eyri. Snjóflóða­varn­ir vörðu byggð­ina að mestu, en bæði flóð­in vekja spurn­ing­ar hjá Veð­ur­stofu Ís­lands.

Snjóflóðið sem féll úr Skollahvilft yfir Flateyri í gærkvöldi og olli tjóni á bátaflota bæjarins „virðist hafa verið mjög stórt“, að mati Veðurstofu Íslands.

Hitt snjóflóðið sem féll, úr Innra-Bæjargili og lenti hinum megin í bænum, og fór yfir snjóflóðavarnirnar, veldur því að Veðurstofan mun fara yfir gögn og matsferla, þar sem veður þótti ekki gefa tilefni til þess að rýma svæðið.

Aðstæður ekki metnar hættulegar

Unglingsstúlka grófst undir í flóðinu, en var bjargað af heimamönnum í björgunarsveitinni Sæbjörgu. Húsið er illa farið, eins og sést af meðfylgjandi myndum. 

„Snjóflóðavakt Veðurstofunnar mat snjóflóðahættuna í gær ekki svo að aðstæður væru þannig“

„Snjóflóðavakt Veðurstofunnar mat snjóflóðahættuna í gær ekki svo að aðstæður væru þannig. Veðurhamurinn í þessari snjóflóðahrinu var ekki jafn mikill og í hrinunni árið 1995 og því voru aðstæður metnar skárri nú. Þegar þessari hrinu slotar þarf að greina veðuraðdraganda hennar og upplýsingar um þessi og önnur flóð sem fallið hafa í henni til þess að geta sagt nánar til um ástæður þess að svo stór flóð féllu nú.“

Legið fyrir að flætt geti yfir varnargarða

Legið hefur fyrir í skýrslum og mati á snjóflóðahættu að flóðin geti náð yfir varnargarða þegar þau eru stærst.

„Flóðið úr Innra-Bæjargili kallar á mat á virkni varnargarðsins og ýtarlegar mælingar á flóðunum sem féllu í gær. Mæla þarf hversu mikið rann yfir garðinn og hvernig flóðtungan þar liggur til þess að sjá betur hvernig flóðið féll á garðinn og hversu stór hluti þess rann yfir hann. Einnig þarf að mæla þykkt og rúmmál flóðsins og kanna hvort flæddi yfir garðana ofar í hlíðinni. Þetta verður gert strax og aðstæður leyfa,“ segir í greiningu snjóflóðavaktar Veðurstofu Íslands.

Eyðileggingin blasir við

Stundin birtir hér myndir af eyðileggingunni eins og hún blasir við eftir snjóflóðin. Myndirnar tók Önundur Pálsson, íbúi á Flateyri.

Á myndunum sést bátafloti Flateyringa liggja í höfninni, en snjóflóðavarnir miðuðust við að verja byggðina en ekki höfnina. „Varnargarðurinn beindi því frá byggðinni og til sjávar, en garðurinn er ekki miðaður við að verja hafnarsvæðið.“

Enn snjóflóðahætta 

Hér eru nýjustu fréttir frá Almannavörnum:

Uppfært kl. 15.15: „Enn er snjóflóðahætta á Vestfjörðum og óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum og hættustig á Ísafirði. Flateyrarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð eru lokaðir vegna snjóflóðahættu. Í undirbúningi er flutningur á hjálparliði almannavarna vestur til að styðja við heimamenn. Athugað verður með flug til Ísafjarðar nú í eftirmiðdaginn. Hvasst hefur verið á Vestfjörðum í morgun og gert er ráð fyrir að smá saman dragi úr ofanhríðinni. Gert er ráð fyrir 15-17 m/s á fjallvegum síðdegis og enn er skafrenningur. Lægir enn frekar í kvöld og horfur eru á skaplegu veðri á morgun, 5-10 m/s og verður að mestu éljalaust. Frekari upplýsingar um veður og færð má nálgast á vefsíðu Veðurstofunnnar vedur.is og hjá Vegagerðinni.“

Faðir stúlkunnar á leið vestur 

Uppfært kl. 16:00.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. Til stóð að sækja allt að þrjá á Flateyri til að koma þeim undir læknishendur. Vegna ófærðar síðustu daga hafa þeir ekki komist frá bænum. Um leið átti að sækja einn til Ísafjarðar og flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík. 

Á leið vestur var faðir stúlkunnar sem grófst undir í snjóflóðinni einnig um borð í þyrlunni. Honum var boðið að fara með svo hann gæti hitt dóttur sína. Gert er ráð fyrir að þyrlan lendi fyrir vestan á fimmta tímanum í dag. 

Ástandið í höfninniÓttast er að allir bátarnir séu ónýtir.
Ólafstún 14Unglingsstúlka lenti undir flóðinu í herbergi sínu fjallsmegin í húsinu. Móðir hennar og tvö börn komust út af sjálfsdáðum.
Þakskemmdir á Ólafstúni 14
Snjóflóðavarnir í baksýnHæð snjóflóðavarna, sem flóðið sprakk yfir, sést á myndinni.
Heimilið fariðFjögurra manna fjölskylda bjó í húsinu. Það tók björgunarsveitarmenn 40 mínútur að grafa unglingsstúlku út úr herbergi sínu, þar sem hún hafði legið í rúminu í fósturstellingu undir sæng og snjófargan.
Varðskip í baksýnÍ forgrunni sést flotbryggjan, sem færðist yfir höfnina við flóðið.
Yfirsýn yfir höfninaUmmerki snjóflóðs og flóðbylgju eru á vettvangi, en enn á eftir að meta hvað raunverulega gerðist.
Smábátur í fjörunniHér sést hvernig kraftur flóðanna feykti trillu upp í fjöru.
SokkinnBátur sokkinn í krapa og sjó. Fiskikar sést fyrir miðið.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Vilja átak gegn hættulegu húsnæði
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Vilja átak gegn hættu­legu hús­næði

Flokk­ur fólks­ins vill vit­und­ar­vakn­ingu um bruna­varn­ir í kjöl­far brun­ans við Bræðra­borg­ar­stíg. Fólk sem leigi ósam­þykkt­ar íbúð­ir þekki oft ekki rétt­indi sín.
Tolli
Hús & Hillbilly#3

Tolli

Tolli ræddi við Hill­billy um mynd­listarelít­una, leit­ina að Tolla, að vera í nú­inu og upp­bygg­ingu Tolla sem fyr­ir­tæki. Hill­billy gekk út í al­gerri nú­vit­und.
68. spurningaþraut: Sykurmolarnir, Bunuel, Fjalla-Eyvindur og ástfangin stúlka
Þrautir10 af öllu tagi

68. spurn­inga­þraut: Syk­ur­mol­arn­ir, Bunu­el, Fjalla-Ey­vind­ur og ást­fang­in stúlka

Auka­spurn­ing­ar eru þess­ar: Í hvaða stríði var hún tek­in, sú skelfi­lega en víð­fræga ljós­mynd sem sést hér að of­an? Og hvað heit­ir kon­an á neðri mynd­inni? 1.   Í mjög vin­sælli kvik­mynd, sem gerð var ár­ið 1982, var per­sóna sem eng­inn vissi hvað hét í raun og veru. Gera átti fram­hald af mynd­inni, og þar átti með­al ann­ars að koma í...
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.
Veiran afhjúpar muninn á Bandaríkjunum og Evrópu
Blogg

Þorvaldur Gylfason

Veir­an af­hjúp­ar mun­inn á Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu

Veir­an æð­ir áfram. Fjöldi greindra smita um heim­inn nálg­ast nú 11 millj­ón­ir og fjöldi dauðs­falla nálg­ast 520.000. Banda­ríkja­menn telja að­eins um 4% af íbúa­fjölda heims­ins en greind smit og dauðs­föll þar vestra eru samt um fjórð­ung­ur greindra smita og dauðs­falla um heim­inn all­an. Nán­ar til­tek­ið eru 131.000 manns fall­in í val­inn af völd­um veirunn­ar í Band­ríkj­un­um. Smit­um og dauðs­föll­um fer...
Bíó Paradís opnar á ný við Hverfisgötu
Fréttir

Bíó Para­dís opn­ar á ný við Hverf­is­götu

Sam­komu­lag hef­ur náðst við eig­end­ur húss­ins sem hýs­ir Bíó Para­dís um að starf­semi haldi áfram í sept­em­ber.
Skiptar skoðanir um myndband KSÍ: „Þetta er hámark heimskunnar“
Fréttir

Skipt­ar skoð­an­ir um mynd­band KSÍ: „Þetta er há­mark heimsk­unn­ar“

Marg­ir lýstu því að mynd­band­ið hefði kall­að fram gæsa­húð af hrifn­ingu. Pró­fess­or við Lista­há­skól­ann, Godd­ur, seg­ir aft­ur á móti að mynd­band­ið sé veru­lega ógeð­fellt og upp­fullt af þjóð­rembu.
67. spurningaþraut: Hvar ætluðu Bandaríkjamenn að sprengja atómsprengju, og fleira
Þrautir10 af öllu tagi

67. spurn­inga­þraut: Hvar ætl­uðu Banda­ríkja­menn að sprengja atóm­sprengju, og fleira

Hvaða nafn­frægu per­sónu úr grísku goða­fræð­inni má sjá á mynd­inni hér að of­an? Þetta var fyrri auka­spurn­ing­in. Hin snýst um neðri mynd­ina og er svona: Hver er þetta? En þá eru fyrst hinar sí­vin­sælu að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað heit­ir höf­uð­borg­in í Af­gan­ist­an? 2.   Sam­herja­skjöl­in svo­nefndu snú­ast um meint­ar mútu­greiðsl­ur fyr­ir­tæk­is­ins til stjórn­mála- og áhrifa­manna í fyrst og fremst einu Afr­íku­ríki. Hvaða...
Þau létust á Vesturlandsvegi
Fréttir

Þau lét­ust á Vest­ur­lands­vegi

Sam­býl­is­fólk­ið Jó­hanna S. Sig­urð­ar­dótt­ir og Finn­ur Ein­ars­son lét­ust í slysi á hálu mal­biki á Vest­ur­lands­vegi. Þeirra er minnst í dag. Þau hjálp­uðu með­al ann­ars fé­lög­um sín­um í bif­hjóla­sam­tök­un­um.
Nýtt myndband KSÍ: „Einn hugur, eitt hjarta sem slær fyrir Ísland“
Fréttir

Nýtt mynd­band KSÍ: „Einn hug­ur, eitt hjarta sem slær fyr­ir Ís­land“

KSÍ kynn­ir nýtt merki sam­bands­ins með mynd­bandi um land­vætt­ina, „hinar full­komnu tákn­mynd­ir fyr­ir lands­l­ið Ís­lands“.
COVID-19 kreppan er heiminum þörf áminning
António Guterres
Aðsent

António Guterres

COVID-19 krepp­an er heim­in­um þörf áminn­ing

António Guter­res, að­al­fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, grein­ir bjart­sýna og svart­sýna sviðs­mynd í heims­far­aldr­in­um. Hann var­ar við „sundr­ungu, auk­inni lýð­hyggju og út­lend­inga­h­atri“.
Vigdís ósátt við að börn sjái myndir af konum í fæðingu
Fréttir

Vig­dís ósátt við að börn sjái mynd­ir af kon­um í fæð­ingu

Borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins gagn­rýn­ir Strætó fyr­ir að birta aug­lýs­ing­ar Ljós­mæðra­fé­lags­ins á stræt­is­vagni.