Mest lesið

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
2

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum
3

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
4

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Pillan og neikvæð áhrif hennar
5

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti
6

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Stundin #110
Janúar 2020
#110 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 7. febrúar.
Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Caroline Chéron vill persónulegri og litaglaðari heimili á Íslandi.

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
ritstjorn@stundin.is

Franski innanhússstílistinn Caroline Chéron flutti til Íslands fyrir tveimur árum ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum. Fjölskyldan heillaðist af Íslandi þegar þau voru stödd hér á landi í sumarfríi og ákváðu að hér vildu þau setjast að. Caroline og Benoit, eiginmaður hennar, keyptu sér hús á Álftanesi og hún opnaði hönnunarfyrirtækið sitt, Bonjour Studio, á á Óðinsgötu í miðbæ Reykjavíkur. Stúdíóið er einstaklega notalegt og fallegt rými þar sem gefur að líta úrval af þeim vörum sem Caroline flytur inn til landsins frá Frakklandi. „Þetta er sýningarrými og  verslun, fólk getur komið hingað og keypt sér sófa eða ljós, teppi, veggfóður eða aðra muni,“ útskýrir Caroline. „Svo getur fólk líka komið til mín til þess að fá ráðgjöf um hönnun. Sem innanhússstílisti tek ég að mér alls konar verkefni, bæði fyrir fyrirtæki og heimili, og ég leitast við að búa til nýtt andrúmsloft í rými með viðskiptavinum mínum. Fólk er yfirleitt uppfullt af hugmyndum en skortir sjálfstraust til að framkvæma þær og er hrætt við að gera mistök,“ segir hún. 

Veggfóður sem segir vá

Caroline býður upp á úrval af hágæða frönskum hönnunarvörum, þar á meðal Ligne Roset, sem eru frægir fyrir mjög sérstaka og litríka sófa og gullfalleg veggfóður frá Elitis. „Ég veit að Íslendingar eru ekki mikið að nota veggfóður en ég  hef mikla ástríðu fyrir fallegu veggfóðri. Mér finnst það alltaf bæta við þessum vá-áhrifum inn á heimili og geta jafnvel verið eins og listaverk. Ég er líka með óvenjuleg ljós, falleg teppi, borð, rúm og skápa.“

Spurð að því hvað henni finnist einkenna franskan stíl segir hún að franskur stíll sé sambland af alls konar mismunandi stílum og áhrifum, bæði gamaldags og nútímalegum. „Franskur stíll í hnotskurn er að fagna öllu nýju án þess að gleyma fortíðinni. Frönsk hús á Bretagne-skaganum eru til að mynda  allt öðruvísi en hús í Suður-Frakklandi. Við Frakkar lítum á innanhússstíl sem eitthvað persónubundið og sérstakt sem passar við persónuleika okkar og umhverfið. Franskur stíll er alltaf einhver blanda af litum, af því við hræðumst ekki liti, og við teflum saman ólíkum efnum, við og marmara til dæmis eða flaueli, hör og silki. Við leggjum áherslu á hlýlegt andrúmsloft.

Mér finnst stundum íslenski stíllinn ekki nógu skapandi, maður verður að hafa gaman af því að skreyta heimili sín.“

Heimili eru bómullarhjúpur

Hún segir að það hafi komið á óvart hvað Íslendingum er tamt að velja sömu hluti og aðrir gera inn á heimilin sín. 

„Ég veit að Ísland er lítil eyja og fámenn og að allir þekkja alla og fólk hefur áhyggjur af því hvað öðrum finnst. En mig langar svo að sannfæra fólk hér um að það sé mjög eðlilegt að eiga ekki heimili sem lítur nákvæmlega eins út og heimili annarra. Við erum eins misjöfn og við erum mörg. Við elskum suma liti og hötum aðra. Heimili okkar eiga að vera einstök og persónuleg. Mér finnst alveg ótrúlegt hvað það eru mörg grá og svarthvít heimili á Íslandi. Mér finnst að fólk eigi að þora að velja það sem það elskar að sjá í kringum sig. Heimili okkar er athvarf, bómullarhjúpur sem við eigum að vilja kasta okkur inn í og líða vel!“ 

Grænn er hinn nýi svarti 

Caroline segir hins vegar að hún hafi ekkert á móti svörtu og hvítu. „Auðvitað nota ég alltaf svart og hvítt, þessir litir eru mjög fágaðir, ég elska svört húsgögn og svört ljós, og hvít geta verið mjög glæsileg. En ég er sérfræðingur í litum, þó að ég noti alltaf svart og hvítt með öðrum litum. Það er líka alltaf litur í hvítum og gráum tónum, til dæmis er tvö prósent gulur í hvítum eða gráum til að skapa hlýju, en tvö prósent rautt til að skapa nútímalegt og líflegt rými. Ég elska líka dökka liti, mjög dökkbláan og mjög  dökkgrænan til dæmis, liti sem eru næstum því svartir.“

Spurð um hvaða litir séu í tísku úti í hinum stóra heimi í vetur segist hún ekki vilja fylgja tískustraumum í litavali. „Ef þú elskar appelsínugulan og hann er ekki í tísku, þá skiptir það mig engu máli. Ég vil bara að þú sért ánægð heima hjá þér. En ég gæti samt sagt þér að grænn er mjög mikið í tísku. Grænn er hinn nýi svarti virðist vera. Það sem er líka að koma mikið aftur eru drappaðir litir, brúnn, allir þessir náttúrulegu litir.“

BarnaherbergiCaroline mælir með því að nota liti inni í barnaherbergjum, því litagleði endurspeglar orku barna.
Hlýir tónarÍ þessu rými eru mildir og hlýir litir, sem henta líka vel fyrir barnaherbergi.
Fyrir unglinginnCaroline segir mikilvægt að fólk sé óhrætt við að leyfa rýminu að endurspegla karakter eigandans.
Persónulegur stíllGræni liturinn er mikið í tísku núna, en Caroline leggur áherslu á að rýmið sé persónulegt í stað þess að tískustraumum sé fylgt í blindni.
EldhúsiðÁberandi veggfóður gleðja augað og gera hvert rými einstakt.
Óhefðbundinn stíllCaroline leggur áherslu á að velja húsgögn og muni sem eru ekki alls staðar, heldur falla að smekk eigandans og henta honum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
2

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum
3

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
4

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Pillan og neikvæð áhrif hennar
5

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti
6

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
2

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
6

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
2

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
6

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Nýtt á Stundinni

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Gildi ólíkra reynsluheima, þungarokk og þúsaldarpopp

Gildi ólíkra reynsluheima, þungarokk og þúsaldarpopp

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Fjallið, snjórinn og við

Jón Trausti Reynisson

Fjallið, snjórinn og við

Stytta ætti vinnutíma foreldra áður en leikskólinn er styttur

Stytta ætti vinnutíma foreldra áður en leikskólinn er styttur

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má

Til hvers eru leikskólar?

Halldór Auðar Svansson

Til hvers eru leikskólar?