Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Fyrir stuttu síðan ákvað ég að fara að elska sjálfa mig eins og ég er!“

Sunna Mjöll Bjarna­dótt­ir hef­ur leng­ið ver­ið óánægð með lík­ama sinn en ákvað að snúa við­horf­inu við og ögra stað­al­mynd­um á Face­book: „Það er bara eitt ein­tak til af okk­ur – leyf­um okk­ur að elska það ein­tak, við er­um öll fal­leg!“

„Fyrir stuttu síðan ákvað ég að fara að elska sjálfa mig eins og ég er!“

Sunna Mjöll Bjarnadóttir ákvað að stíga út fyrir þægindarammann með því að birta þessa mynd af sér á Facebook. Ástæðan var sú að hún hefur allt of lengi verið ósátt við líkama sinn. Hún ákvað því að breyta viðhorfi sínu og ögra staðalmyndum. Til að benda á að fólk er fallegt eins og það er, óháð því hvort maginn sé sléttur eða lærin stinn.

Var alltaf að biðjast afsökunar á líkama sínum

„Þægindaramminn er víst þannig gerður að stundum þarf maður að taka alveg svakalega stórt skref út fyrir hann. Fyrir nokkru síðan var ég fengin í ljósmyndaverkefni þar sem fyrirfram ákveðin hugmynd var framkvæmd. Það er búið að taka mig dágóðan tíma að ákveða hvort ég eigi að birta myndina eða ekki, og er ég að svitna við að skrifa þetta hérna. Maður veit að alltaf koma neikvæð ummæli um athyglissýki og fleira þegar svona ert birt, og sitja þau yfirleitt fastari í kollinum á manni heldur en þau jákvæðu.

En tilgangurinn með myndinni er svo sannarlega ekki athyglissýki, heldur er það til að minna ykkur á að vera sátt við ykkur sjálf í ykkar eigin líkama. 
Ég hef alla tíð verið mjög ósátt við líkamann minn vegna þess að maginn á mér er ekki sléttur, vegna þess að lærin á mér eru ekki stinn og svo gæti ég lengi talið.

Sem dæmi er yfirleitt það fyrsta sem ég segi þegar einhver strákur fer að tala við mig er eitthvað á þessa leið: „Já en sko..ég er ekki með fullkominn líkama, maginn minn er mjúkur, þú vilt ábyggilega ekkert kynnast mér“. 

Annað dæmi er að fyrr í vetur fór ég til læknis út af því að ég var með magapest og þegar hann þurfti að fá að taka upp bolinn til að pota eitthvað í magann á mér bað ég hann innilegrar afsökunar á því að maginn á mér væri mjúkur. 
Eðlilegt? Nei!

„Ég hef alla tíð verið mjög ósátt við líkamann minn.“

Segjum stopp við staðalímyndum

Fyrir stuttu síðan ákvað ég að fara að elska sjálfa mig eins og ég er! Ég á einn líkama, það er einungis til eitt eintak af mér og ég ætla að leyfa mér að blómstra eins og ég er. Eigum við ekki öll að fara að þykja vænt um okkur sjálf, sama hvort við séum 45 kg, 75 kg eða 120 kg? Þó ég myndi verða grönn eða þó ég myndi þyngjast um helming, þá mun það ekki breyta persónuleika mínum og það mun ekki breyta því hvernig manneskja ég er.

Eigum við ekki öll að miðla því áfram, sérstaklega til yngri kynslóðarinnar að sama hvernig þú lítur út, þá ertu samt alltaf besta eintakið af manneskjunni sem þú ert.

Sönn fegurð kemur að innan!

Það er bara eitt eintak til af okkur – leyfum okkur að elska það eintak, við erum öll falleg! 

Segjum stopp við staðalímyndum og þeim fordómum sem eru í gangi,“ skrifar Sunna.

„Það er bara eitt eintak til af okkur – leyfum okkur að elska það eintak, við erum öll falleg!“

 

 

Þægindaramminn er víst þannig gerður að stundum þarf maður að taka alveg svakalega stórt skref út fyrir hann. Fyrir...

Posted by Sunna Mjöll Bjarnadóttir on Friday, May 15, 2015

 

Búin að fá yfir 100 einkaskilaboð

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Frá því að Sunna birti myndina í gær hefur hún fengið ríflega 2.000 likes og fjölmörg skilaboð. „Like-in og kommentin við myndina hafa öll verið mjög jákvæð, nema eitt,“ segir hún í samtali við Stundina.

Sjálf átti hún ekki von á svo góðum viðbrögðum, heldur bjóst hún allt eins við neikvæðari ummælum. Hún var í hálfgerðu sjokki yfir allri athyglinni sem myndbirtingin hafði fengið þegar blaðamaður náði af henni tali, en þakklát fyrir viðtökurnar og ánægð með að hafa látið til skarar skríða. 

„Mér líður bara vel. Ég er í pínu sjokki yfir allri athyglinni. Það mun taka langan tíma að fara yfir öll skilaboðin og svoleiðis. En það eina sem ég hugsa um er að ég held að mér hafi tekist að fá fólk til að hugsa fallegri hugsanir um líkamann sinn.

Ég er svo búin að fá yfir 100 einkaskilaboð, frá bæði konum og körlum að þakka mér fyrir. Þau segjast öll eiga erfitt með að elska líkama sinn en ætla að reyna að muna orðin mín.

Ísland var nýlega í öðru sæti yfir hamingjusömustu þjóðina í einhverri rannsókn. Við komumst beint á toppinn ef við förum að elska okkur sjálf eins og við erum.“

 

Ljósmynd: Sigurður Haraldssson - Art of Sighar

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
9
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár