
Salan á Mílu: Heitir því að selja fjarskiptavinnviði Íslands ekki til „óviðunandi eigenda“
Spurningar hafa vaknað um viðskipti Símans og franska fyrirtækisins Ardian með fjarskiptainnviðafyrirtækið Mílu. „Ég hef áhyggjur af þessu,“ segir fyrrverandi framkvæmdastjóri Mílu, um mögulegt eignarhald ef Ardian selur aftur. „Ég sé ekki í fljóti bragði að þetta geti gengið upp,“ segir hann um fjárfestinguna. Í viðskiptunum verður til mikill söluhagnaður fyrir hluthafa Símans sem eru aðallega lífeyrissjóðir og landsþekktir fjárfestar í fyrirtækinu Stoðum, áður FL Group.