Fréttamál

Pressa

Greinar

„Ég get alveg séð fyrir mér þá sviðsmynd að ríkisstjórnin geti haldið áfram“
FréttirPressa

„Ég get al­veg séð fyr­ir mér þá sviðs­mynd að rík­is­stjórn­in geti hald­ið áfram“

Í Pressu voru af­leið­ing­ar þess að Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra bjóði sig fram til for­seta rædd­ar. „Ég sé það ekki þannig að það þurfi að gera sér­stak­an sátt­mála um áfram­hald­andi vinnu þess­ara þriggja flokka sem að í dag mynda rík­is­stjórn þó svo að það verði skipt um for­sæt­is­ráð­herra,“ sagði Orri Páll Jó­hanns­son, þing­flokks­formað­ur Vinstri grænna.
Stefán Ólafsson um nýja kjarasamninga: „það er veðmál í þessu“
Fréttir

Stefán Ólafs­son um nýja kjara­samn­inga: „það er veð­mál í þessu“

Í sextánda þætti Pressu mættu Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi, til þess að ræða nýju kjara­samn­ing­anna. Í við­tal­inu við­ur­kenndi Stefán að samn­ing­ur­inn væri í raun nokk­urs kon­ar veð­mál, þar sem von­ir væru bundn­ar við hjöðn­un verð­bólgu til þess að skila launa­fólki ásætt­an­leg­um kjara­bót­um.
Kristrúnu finnst ekki hafa verið rétt að veita Venesúelabúum viðbótarvernd á sínum tíma
FréttirPressa

Kristrúnu finnst ekki hafa ver­ið rétt að veita Venesúela­bú­um við­bót­ar­vernd á sín­um tíma

Kristrún Frosta­dótt­ir tel­ur að ekki hafi ver­ið ástæða til þess að taka fólk frá Venesúela sér­stak­lega út fyr­ir sviga þeg­ar ákveð­ið var að veita þeim við­bót­ar­vernd fyr­ir nokkr­um ár­um. Hún seg­ir að öllu sé bland­að sam­an í um­ræðu um út­lend­inga­mál. Í stóru mynd­inni séu fæst­ir inn­flytj­end­ur hæl­is­leit­end­ur.
Kristrún hefur miklar áhyggjur af stöðu Samkeppniseftirlitsins
FréttirPressa

Kristrún hef­ur mikl­ar áhyggj­ur af stöðu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins

Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir van­fjár­mögn­un Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins gríð­ar­legt áhyggju­efni. Hún seg­ir að stjórn­völd beri mikla ábyrgð á þeirri nei­kvæðu um­ræðu sem hef­ur ver­ið áber­andi um starf­semi Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Sömu­leið­is hafi stjórn­völd fjár­svelt eft­ir­lit­ið sem kem­ur í veg fyr­ir að stofn­un­in geti sinn eft­ir­lits­hlut­verki sínu.
Gagnrýni á Samkeppniseftirlitið hafi breyst með eignarhaldi fjölmiðla
FréttirPressa

Gagn­rýni á Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hafi breyst með eign­ar­haldi fjöl­miðla

For­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins seg­ir að breytt eign­ar­hald fjöl­miðla hafi haft áhrif á gagn­rýni í garð eft­ir­lits­ins. Hann seg­ir að stærstu og öfl­ug­ustu fyr­ir­tæk­in séu gagn­rýn­ust á SKE. Það séu þau sem hafi sterk­ustu rödd­ina, eigi stund­um fjöl­miðla og hafi best­an að­gang að stjórn­mála­mönn­um.
„Fólk sem hefur ekkert að fela vill hafa svona hluti uppi á borðum“
FréttirPressa

„Fólk sem hef­ur ekk­ert að fela vill hafa svona hluti uppi á borð­um“

Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, seg­ir að stofn­un­in hafi ekki fjár­hags­legt bol­magn til þess að hafa yf­ir­sýn yf­ir stjórn­un­ar- og eign­artengsl sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á Ís­landi. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hóf ný­ver­ið rann­sókn á tengsl­um Sam­herja og Sílda­vinnsl­un­ar, en SKE hef­ur rann­sak­að tengsl þeirra í rúm­lega tíu ár.
Útlendingamál eina sem kemst fyrir í umræðunni: „Þetta er umræða sem sogar allt súrefni til sín“
FréttirPressa

Út­lend­inga­mál eina sem kemst fyr­ir í um­ræð­unni: „Þetta er um­ræða sem sog­ar allt súr­efni til sín“

„Þetta er bara elsta smjörklípa ver­ald­ar, að taka jað­ar­sett­ann minni­hluta hóp og skrímslavæða hann í sam­fé­lag­inu,“ sagði Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata. Um­ræðu­efni Pressu var út­lend­inga­mál og það væri ekki út­lend­ing­un­um að kenna að inn­við­ir séu sprungn­ir.

Mest lesið undanfarið ár