Fékk háa rukkun frá Tryggingastofnun niðurfellda viku fyrir jól
Um 500 manns sem leigðu hjá Brynju, hússjóði ÖBÍ, fengu greiddar sérstakar húsaleigubætur afturvirkt til fjögurra ára í fyrra. Í sumar fengu margir, eins og Andri Valgeirsson, ráðgjafi NPA-miðstöðvarinnar, rukkun frá TR vegna vaxtabóta þessarar leiðréttingar. Eftir að hafa lagt inn kvörtun fékk hann þessa rukkun niðurfellda með öllu.
Fréttir
Berst fyrir viðurkenningu á ranglætinu sem fólst í því að vista hann í fangelsi
Ólafur Hafsteinn Einarsson, fatlaður maður sem var vistaður án dóms í kvennafangelsi, átti fund með dómsmálaráðherra í mars en hefur ekki enn fengið afgreiðslu á máli sínu. Ólafur krefst þess að rannsókn fari fram á máli hans og annarra sem voru vistaðir með honum.
Fréttir
Ólafur fundaði með ráðherra
Ólafur Hafsteinn Einarsson fékk loks fund með dómsmálaráðherra um vistun hans í fangelsi vegna fötlunar. Ráðherra vildi ekki lofa rannsókn eða gefa út neinar yfirlýsingar um framhaldið.
Fréttir
Fatlaður maður sækist eftir réttlæti eftir vistun í fangelsi
Ólafur Hafsteinn Einarsson, lögblindur maður, var vistaður í lok níunda áratugarins í opnu kvennafangelsi á Suðurlandi þar sem hann upplifði niðurlægingu og harðræði og leið eins og hann væri fangi. Hann hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra vegna vistunar fullorðins fatlaðs fólks á vistheimilum.
FréttirBDV-ríkisstjórnin
Kjarabætur örorkulífeyrisþega standa á sér
Í fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar er sama stefna í málefnum öryrkja og núverandi forsætisráðherra gagnrýndi harkalega á sínum tíma. Formaður Öryrkjabandalagsins segir að þingmenn úr öllum flokkum hafi lofað kjarabótum örorkulífeyrisþega strax og það séu mikil vonbrigði að þau orð hafi reynst innihaldslaus.
Rannsókn
Hrædd við skilningsleysi og kerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórnin hefur boðað stórfelldar kerfisbreytingar á málum öryrkja með innleiðingu starfsgetumats sem á að liðka fyrir atvinnuþátttöku öryrkja með jákvæðum hvötum í kerfinu. Rannsóknir benda til þess að upptaka á slíku kerfi í nágrannaríkjum hafi ekki leitt til aukinnar atvinnu öryrkja, heldur leitt til aukinna sjálfsvíga og fjölgunar áskrifta á þunglyndislyf. Öryrkjar óttast afleiðingar þess að þetta kerfi verði tekið upp. Félags- og jafnréttismálaráðherra segist vilja auka virkni öryrkja.
Fréttir
Þeir verst settu borga þrefalt meira í tannlækningar en lög gera ráð fyrir
Aldraðir og öryrkjar borga miklu hærri tannlæknakostnað en lög gera ráð fyrir. Tannlæknar segja öryrkja sjaldséða í reglulegu eftirliti. Tekjulágir Íslendingar sleppa tannviðgerðum mun oftar en tekjulágir á öðrum Norðurlöndum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.