Fréttamál

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Greinar

Myndskeið sýnir Birnu með símann sinn á Skólavörðustíg
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur

Mynd­skeið sýn­ir Birnu með sím­ann sinn á Skóla­vörðu­stíg

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur rann­sak­að upp­töku úr ör­ygg­is­mynda­vél við Skóla­vörðu­stíg, en eng­inn þeirra sem sést á gangi á sama tíma og Birna Brjáns­dótt­ir hafa gef­ið sig fram við lög­reglu. Út­gerð græn­lenska tog­ar­ans Pol­ar Nanoq seg­ir eng­ar sann­an­ir liggja fyr­ir sem teng­ir áhafn­ar­með­limi við hvarf Birnu. Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn, seg­ir lög­regl­una hafa yf­ir­heyrt fjölda fólks með stöðu vitn­is. Eng­inn hafi þó ver­ið yf­ir­heyrð­ur með stöðu grun­aðs.
Ný ljósmynd sýnir Birnu fyrir hvarfið - lögreglan vill ræða við fólk af myndbandi
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur

Ný ljós­mynd sýn­ir Birnu fyr­ir hvarf­ið - lög­regl­an vill ræða við fólk af mynd­bandi

Skip­stjóri Pol­ar Nanoq, Ju­li­an Nolsø, seg­ist stefna til Ís­lands. Tal­ið er að um 22 séu í áhöfn tog­ar­ans sem hef­ur oft kom­ið til Ís­lands. Grím­ur Gríms­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur seg­ir lög­reglu vilja ná tali af fólki sem sést á mynd­bandi. Síð­asta ljós­mynd­in sem sýn­ir Birnu fyr­ir hvarf­ið sýn­ir hana kaupa mat á veit­inga­stað við Ing­ólf­s­torg um klukk­an fimm um nótt­ina.
Leitin að Birnu: Skór fundust og myndband sýnir hlaupandi menn á Laugavegi
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur

Leit­in að Birnu: Skór fund­ust og mynd­band sýn­ir hlaup­andi menn á Lauga­vegi

Svart­ir skór af teg­und­inni Dr. Martens fund­ust nærri Hafn­ar­fjarð­ar­höfn. Birna Brjáns­dótt­ir var klædd í sams kon­ar skó þeg­ar hún hvarf. Stund­in hef­ur und­ir hönd­um mynd­skeið sem sýn­ir grun­sam­leg­ar manna­ferð­ir fyr­ir ut­an Lauga­veg 23 á sama tíma og rauða bif­reið­in sem lög­regl­an leit­ar að keyr­ir fram­hjá.
Lögreglan leitar í rauðri bifreið í Breiðholti
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur

Lög­regl­an leit­ar í rauðri bif­reið í Breið­holti

Þrjár lög­reglu­bif­reið­ir stöðv­uðu rauða bif­reið í Bökk­un­um í Breið­holti og leit­uðu í henni hátt og lágt. Ekki er vit­að hvort að­gerð lög­regl­unn­ar teng­ist leit­inni að Birnu Brjáns­dótt­ur. Í bif­reið­inni voru tveir menn en ekki ligg­ur fyr­ir hvort þeir hafi ver­ið hand­tekn­ir eða þeim sleppt. Bif­reið­in er enn á sama stað, óhreyfð eft­ir leit­ina.
Sími Birnu gæti hafa farið í átt að Heiðmörk: „Það er slökkt af mannavöldum“
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur

Sími Birnu gæti hafa far­ið í átt að Heið­mörk: „Það er slökkt af manna­völd­um“

Ein­hver tók ákvörð­un um að slökkva á síma Birnu Brjáns­dótt­ur þar sem hann virt­ist hugs­an­lega vera á leið í Heið­mörk. Lög­regl­an leit­ar Birnu Brjáns­dótt­ur í Hafnar­firði og í Reykja­vík. Hún seg­ir vís­bend­ing­ar á Face­book um að henni hafi lið­ið illa, en hún hafi „svart­an húm­or“.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu