Yfirmaðurinn í sparisjóðnum, sem hjálpaði Illuga undan fjárnámi, var skipaður í stjórn RÚV
Eiríkur Finnur Greipsson, stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu og vinur Illuga Gunnarssonar til margra ára, var aðstoðarsparisjóðsstjóri þegar Illugi og eiginkona hans fengu lán þar í tvígang. Seinna lánið var til að greiða upp fjárnám hjá Glitni í ársbyrjun 2008. Eiríkur Finnur vill ekki ræða lánveitingarnar. Illugi skipaði hann í stjórn RÚV.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Illugi neitar að gefa upp hvort fyrirtæki hans fékk greiðslu frá Orku Energy
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segist hafa svarað öllu í Orku Energy málinu þrátt fyrir að hann hafi ekki svarað mörgum spurningum fjölmiðla um málið. Hann segist persónulega ekki hafa fengið greitt meira frá Orku Energy en vill ekki ræða 1,2 milljóna greiðsluna til eignarhaldsfélags síns.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Fékk 1,2 milljónir frá Orku Energy 2012
OG Capital fékk greiðslu frá Orku Energy árið 2012. Illugi Gunnarsson hefur sagt að „megin hluti“ vinnu hans fyrir Orku Energy hafi farið fram árið 2011. Illugi hefur sagt að hann hafi ekkert unnið fyrir Orku Energy eftir að hann settist aftur á þing í október 2011. Illugi hefur jafnframt sagt að hann hafi ekki fengið frekari þóknanir frá Orku Energy en 5,6 milljóna launagreiðsluna sem verið hefur til umræðu síðustu daga.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Spurningar sem Illugi hefur ekki svarað: Óútskýrðar greiðslur til fyrirtækis hans
Ráðgjafafyrirtæki Illuga Gunnarssonar var með 1.700 þúsund króna tekjur árið 2011 og greiddi út laun fyrir tæplega 1300 þúsund. Illugi hefur sagt að hann hafi bara fengið greitt persónulega frá Orku Energy, 5.6 milljónir króna. Inni í ráðgjafafyrirtækinu er auk þess rekstrarkostnaður upp á tæpa milljón.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Hvað gerði Illugi fyrir Orku Energy?
Fyrirtækið sem Illugi Gunnarsson vann hjá var stofnað í ágúst 2011. Illugi settist aftur á þing í október 2011. Í ágúst 2011 var Orka Energy að ganga frá kaupum á eignum Orkuveitu Reykavíkur og Geysis Green Energy í Kína. Illugi hefur sagt að hann hafi ekki fengið meira greitt frá Orku Energy.
FréttirForseti Íslands
Orkufyrirtæki sem styrkti Ólaf Ragnar er í sendinefnd hans í Víetnam
Fyrirtækið Arctic Green Energy, áður Orka Energy, er í viðskiptanefnd forseta Íslands í opinberri heimsókn til Víetnam í næsta mánuði. Fyrirtækið styrkti Ólaf Ragnar um 200 þúsund krónur í síðustu forsetakosningum. Ólafur Ragnar hefur stutt duglega við bakið á Orku Energy á liðnum árum og margsinnis fundað með fyrirtækinu og forsvarsmönnum þess.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Illugi kom að viðskiptum „eins nánasta vinar“ síns í Kína í opinberri heimsókn
Illugi Gunnarsson vildi ekki svara fyrir vinatengsl sín og Hauks Harðarsonar í apríl. Nú hefur hann gefið upp að hann og Haukur eru góðir vinir.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Vilja upplýsingar um alla hugsanlega fyrirgreiðslu Orku Energy til Illuga
Þingkona Vinstri grænna, Bjarkey Gunnarsdóttir, lagði fram fyrirspurn á Alþingi fyrir Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra. Til stóð að Bjarkey spyrði spurninganna í óundirbúnum fyrirspurnartíma en ekki gafst tími til þess. Spurningar Bjarkeyjar eru í sex liðum. Illugi sagðist á þingi í morgun hafa greitt fyrir veiðileyfi í Vatnsdalsá sumarið 2014.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Mál Illuga á Alþingi: Ráðherra spurður um hjálpina frá Orku Energy
Þingmaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir, vill fá svör um tengsl Orku Energy og Illuga Gunnarssonar.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Haukur fjármagnar íbúðarkaupin af Illuga persónulega
Illugi Gunnarsson greiddi 2.7 milljónir í leigu í fyrra sem er markaðsverð. Ársreikningur OG Capital staðfestir leigugreiðslurnar og fjármögnun félagsins. Tengsl Illuga og Orku Energy hafa verið í kastljósi fjölmiðla liðna mánuði. Tæplega 50 milljóna króna skuld OG Capital við Hauk Harðarson.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Illugi hunsar ítrekaðar spurningar um Orku Energy málið frá fimm fjölmiðlum
Fréttastofa RÚV, Kastljósið, DV, Vísir og Stundin hafa öll reynt að fá svör frá Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra um tengsl hans og Orku Energy. Fjölmiðlarnir byrjuðu að senda spurningarnar fyrir fimm mánuðum síðan.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Illugi fékk þriggja milljóna lán frá Orku Energy
Illugi Gunnarsson hefur ekki svarað spurningum fjölmiðla um Orku Energy málið í fimm mánuði. Hann fékk þriggja milljóna lán frá Orku Energy sem var útistandandi árið 2012.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.