Starfsemi útgerðarinnar Samherja teygir sig um allan heim. Þegar hún er skoðuð kemur í ljós að víðast hvar má finna lykilstarfsmenn með sterk pólitísk tengsl; allt frá Íslandi til Færeyja og niður til Afríku.
FréttirSamherjaskjölin
Ákæruvaldið í Namibíu vill fá tvo Samherjamenn framselda
Ákæruvaldið í Namibíu sagðist fyrir dómi í morgun vinna að því að fá Aðalstein Helgason og Egil Helga Árnason framselda til Namibíu. Embætti ríkissaksóknara á Íslandi hefur hins vegar sagt að Ísland framselji ekki ríkisborgara sína til Namibíu. Réttarhöldunum yfir sakborningunum í Samherjamálinu hefur verið frestað til 20. maí.
FréttirSamherjaskjölin
Losna ekki úr gæsluvarðhaldi fyrir að hafa þegið mútur frá Samherja
Nú er ljóst að Bernhard Esau og Tamson Hatuikulipi verða ekki látnir lausir úr gæsluvarðhaldi í Namibíu. Þeir sitja inni grunaðir um að hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja sem Þorsteinn Már Baldvinsson kannast ekki við.
FréttirSamherjaskjölin
Lögreglan í Namibíu bjartsýn á að rannsókn Samherjamálsins klárist fyrir miðjan desember
Paulus Noa, yfirmaður stofnunarinnar í Namibíu sem rannsakar Samherjamálið, segir líklegt að rannsókninni verði lokið um miðjan desember. Sakborningarnir í Samherjamálinu verða þá búnir að sitja í gæsluvarðhaldi í eitt ár.
FréttirSamherjaskjölin
Norska lögmannsstofan segir rekstri Samherja í Namibíu hafa verið „sjálfstýrt“ þar en ekki frá Íslandi
Talsmaður norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein, Geir Swiggum, segir að rannsókn fyrirtækisins á mútugreiðslum Samherja í Namibíu ljúki brátt. Wikborg Rein stillir Namibíurekstri Samherja upp sem sjálfstæðum og stjórnendur hans beri ábyrgð á honum en ekki yfirstjórn Samherja á Íslandi. Hann segir fjölmiðlaumfjöllun um mútugreiðslurnar hafa verið „skipulagða árás“.
FréttirSamherjaskjölin
„Ég er ekki spilltur,“ segir í afsagnarbréfi ráðherrans
Bernhardt Esau segir af sér en þvertekur fyrir að hafa þegið mútur. Myndband fréttastöðvarinnar Al Jazeera sýnir Esau samþykkja, svo ekki verður um villst, að taka við peningum fyrir að tryggja kvóta.
FréttirSamherjaskjölin
Forseta Namibíu misboðið: Vill reka ráðherrana sem þáðu mútur Samherja
Hage Geinbog, forseti Namibíu mun vera nóg boðið vegna ásakana um mútuþægni tveggja ráðherra sinna og hyggst víkja þeim úr ríkisstjórninni.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.