Karlmennskan

„Það er ver­ið að fylgj­ast með ykk­ur“ - Edda Falak og Ólöf Tara

Edda Falak stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur og Ólöf Tara stjórnarkona í Öfgum hafa verið ansi áhrifamiklar undanfarna mánuði og að mörgu leiti leitt aðra bylgju metoo og þær samfélagshræringar, ef svo má segja, sem orðið hafa undanfarna daga og vikur. Við settumst niður og veltum fyrir okkur hvort nú værum við að horfa fram á raunverulegar breytingar, alvöru afstöðu valdafólks og fyrirtækja eða hvort meintir gerendur muni bara fara að rúlla til baka í makindum sínum og jafnvel með árásum á þolendur og baráttufólk. Edda Falak og Ólöf Tara lýsa upplifun sinni af akívisma og tilraunum fólks til að þagga niður í þeim en þær lýsa líka væntingum sínum til þess að hið opinbera og fyrirtæki verji raunverulegu fjármagni í baráttu gegn ofbeldi, bæði til að mæta afleiðingum þess en einkum til að fyrirbyggja frekara ofbeldi. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Músík: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, The Body Shop, Dominos og bakhjarla Karlmennskunnar.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Bastarden (ásamt Ingu Steinunni og Hákoni Erni)
    Paradísarheimt #9

    Bast­ar­den (ásamt Ingu Stein­unni og Há­koni Erni)

    Slysafrásagnir, skilningarvitin og lykt
    Þjóðhættir #47

    Slysa­frá­sagn­ir, skiln­ing­ar­vit­in og lykt

    Leigubílstjórinn handtekinn
    Á vettvangi #1

    Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

    OK til bjargar Coop
    Eitt og annað

    OK til bjarg­ar Coop

    Loka auglýsingu