Karlmennskan

„Hvað er meira sexý en jafn­rétti inni á heim­il­inu?“ - Alma Dóra Ríkarðs­dótt­ir og Hulda Tölgyes

Þriðja vaktin, hugræn byrði eða mental load kallast sú ólaunaða ábyrgð, yfirumsjón og verkstýring sem er órjúfanlegur hluti af heimilis- og fjölskylduhaldi. Ósýnileg verkefni sem eru vanmetin og jafnvel álitið sjálfsagt að konur sinni frekar en karlar. Enda fellur þriðja vaktin, þessi hugræna byrði, margfalt þyngra á konur þótt þær séu í sambandi (með körlum) eða í fullri vinnu. Konur standa þriðju vaktina og hugræna byrðin fellur á þær sem hindrar atvinnuþátttöku þeirra, framgang í starfi, veldur streitu, álagi og stuðlar að kulnun og er eitt helsta ágreiningsefni í gagnkynja parasamböndum. Hulda Tölgyes sálfræðingur og Alma Dóra Ríkarðsdóttir sérfræðingur í jafnréttismálum fara ofan í saumana á átakinu „Þriðja vaktin“ á vegum VR. Þær útskýra hugtökin fyrsta, önnur og þriðja vaktin og hvers vegna og hvernig einstaklingar í gagnkynja parasamböndum geta jafnað verkaskiptingu inni á eigin heimili. Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental) Dominos, Veganbúðin, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan en þessi þáttur var auk þess unninn í samstarfi við VR.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Bastarden (ásamt Ingu Steinunni og Hákoni Erni)
Paradísarheimt #9

Bast­ar­den (ásamt Ingu Stein­unni og Há­koni Erni)

Slysafrásagnir, skilningarvitin og lykt
Þjóðhættir #47

Slysa­frá­sagn­ir, skiln­ing­ar­vit­in og lykt

Leigubílstjórinn handtekinn
Á vettvangi #1

Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

OK til bjargar Coop
Eitt og annað

OK til bjarg­ar Coop

Loka auglýsingu