Karlmennskan #34

Fimm kíló­um frá því að vera ham­ingju­sam­ur - Daní­el Gunn­ars­son og Skúli Geir­dal

„Að vera feitur og viðkvæmur í ofanálag þá er ég nú orðinn topplúði sko,“ segir Skúli Geirdal fjölmiðlamaður og lýsir gildismati og hugmyndum sem hann sjálfur upplifði sem ungur drengur. Skúli og Daníel Gunnarsson fyrrverandi smiður og verðandi meistaranemi í mannauðsstjórnun hafa upplifað fitufordóma á eigin skinni sem þeir ræddu opinskátt í 34. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar. Þeir höfðu báðir samband eftir þátt #29 um líkamsvirðingu drengja og karla, enda kom þar fram gagnrýni á fjarveru og þögn karla um fitufordóma og líkamsvirðingu. Þeir Skúli og Daníel fara yfir það hvernig holdafar skilgreindi sjálfsmynd og litaði reynsluheim þeirra á meiðandi og útilokandi hátt. Lýsa þeir hvernig það var að geta ekki fundið gallabuxur í sinni stærð því hún var hreinlega ekki til, vera óbeint ýtt út úr íþróttaæfingum sem ungir drengir og fá stöðugar athugasemdir um holdafarið. Þeir eru sannfærðir um að nauðsynlegt sé að vera meðvitaðir um að óraunhæfar staðalmyndir geta haft neikvæð áhrif á líkamsímynd drengja og fólk hætti að skilgreina feita út frá því að þeir séu feitir. Í 34. þætti í hlaðvarpinu Karlmennskan er rætt um fitufordóma, hamingjuna, líkamsímynd og sjálfsmynd drengja og karla.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
1:00:00

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son

„Það er ekkert gott að geta verið drulluhali“ - Kött Grá Pjé (Atli Sigþórsson)
35:50

„Það er ekk­ert gott að geta ver­ið drullu­hali“ - Kött Grá Pjé (Atli Sig­þórs­son)

47:40

Kristrún Frosta­dótt­ir

39:47

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir