Karlmennskan

Lík­ams­virð­ing drengja og karla - Elva Björk (Bod­kast­ið) og Erna Krist­ín (Ernu­land)

„Það er ekki eins samþykkt að strákar séu að segja frá átröskun eða segja frá því að þeim líki ekki vel við sig“ segja Elva Björk og Erna Kristín sem hafa lengi barist gegn fitufordómum og fyrir líkamsvirðingu. Í ljósi þess að fáir ef nokkur karlmaður er áberandi í umræðu um líkamsvirðingu drengja og karla, bað ég Elvu og Ernu um að svara því hverjar áskoranir drengja og karla eru og hvernig við, drengir og karlar, þurfum og getum tekið umræðu um líkamsvirðingu. Löngum hefur verið ljóst að margir drengir og karlar glíma við neikvæða líkamsímynd enda eru fyrirmyndir þeirra oft á tíðum að miðla óraunhæfum viðmiðum um útlit. Líkamsvirðing drengja og karla er viðfangsefni 29. þáttar í hlaðvarpinu Karlmennskan. Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli. Tekið upp í Stúdíó Macland.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Bastarden (ásamt Ingu Steinunni og Hákoni Erni)
Paradísarheimt #9

Bast­ar­den (ásamt Ingu Stein­unni og Há­koni Erni)

Slysafrásagnir, skilningarvitin og lykt
Þjóðhættir #47

Slysa­frá­sagn­ir, skiln­ing­ar­vit­in og lykt

Leigubílstjórinn handtekinn
Á vettvangi #1

Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

OK til bjargar Coop
Eitt og annað

OK til bjarg­ar Coop

Loka auglýsingu