Nýtt á Stundinni

795. spurningaþraut: Hvað er Danmörk stór hluti Íslands?
Fyrri aukaspurning: Af hverjum er — eða öllu heldur var — þessi stytta? * Aðalspurningar: 1. Hvað er stærst Norðurlandanna? 2. En þá næst stærst? 3. Um það er hins vegar engum blöðum að fletta að Danmörk er minnst Norðurlandanna (ef Grænland er ekki talið með, vitanlega). En hvað telst Danmörk vera — svona nokkurn veginn — mörg prósent af...

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
Engar umræður urðu um stöðu kjörræðismanns Íslands í Úkraínu, Alexanders Moshenskys, á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, Sviatlönu Tsikhanouskayu. Katrín vill engu svara um eigin skoðun á stöðu kjörræðismannsins sem er náinn bandamaður einræðisherrans í Minsk, Alexanders Lukashenko.

Bensín, olía og húsnæði hækka og draga verðbólguna með sér í hæstu hæðir
Verðbólga mælist 8,8 prósent og spila verðhækkanir á olíu og bensíni einna stærstan þátt auk hins klassíska húsnæðisliðar. Það kostaði 10,4 prósent meira að fylla á tankinn í júní en það gerði í maí.

794. spurningaþraut: Bófar, þingmenn, lögfræðingar, hljómsveit eða eyjar?
Fyrri aukaspurning: Ég ætla ekkert að fara í felur með hvað það góða fólk heitir sem sjá má á samsettu myndinni hér að ofan. Þau heita: Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Magnea Gná Jóhannsdóttir. Spurningin er hins vegar: Við hvað starfa þau nú upp á síðkastið? — og hér þarf svarið að vera þokkalega nákvæmt. * Aðalspurningar: 1. ...

Skýrslan um Laugaland frestast enn
Til stóð að kynna ráðherrum niðurstöður rannsóknar á því hvort börn hefðu verið beitt ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á morgun, 29. júní. Ekki verður af því og enn er alls óvíst hvenær skýrslan verður gefin út.
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.

793. spurningaþraut: Nú er eins gott að þið þekkið heiðhvolfið
Fyrri aukaspurning: Hver er á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða skáldsögu Halldórs Laxness má lesa um persónuna Ástu Sóllilju? 2. Hvað heitir ameríska teiknimyndaserían Peanuts á íslensku? 3. Í hve mikilli hæð yfir yfirborði Jarðar byrjar heiðhvolfið (á ensku stratosphere)? 4. Hvað hét eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar hinnar seinni? 5. Hver gaf út hljómplötuna Vespertine fyrir 21 ári?...

Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.

Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
„Það er erfitt fyrir mig að kjarna gagnrýni á Jordan Peterson því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það vanhæfni hans til að setja sig í spor jaðarsettra hópa eða kvenna.“ segir Unnur Gísladóttir mannfræðingur og framhaldsskólakennari. Unnur hefur lesið allar bækur Jordan Peterson og líklega innbyrt meira magn af efni eftir hann heldur en margur aðdáandinn. Unnur er hins vegar lítill aðdáandi og færir okkur gagnrýni sína þar sem hún varpar femínísku ljósi á málflutning Jordan Peterson.
Fyrir þau sem ekki kannast við manninn þá er hann afar umdeildur prófessor í sálfræði sem virðist ná sérstaklega vel til karlmanna og er vinsæll fyrirlesari um heim allan og kom m.a. fram í Háskólabíó um liðna helgi.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði bakhjarla Karlmennskunnar, Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop.

„Það er búið að borga fyrir þetta“
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir að það eigi að endurvinna íslenska plastið sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð, enda sé búið að borga fyrir það.

792. spurningaþraut: Stígvél hér og stígvél þar
Fyrri aukaspurning: Hvað er að gerast á þessari mynd hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvaða fyrrverandi þingmaður tók við sem ritstjóri Fréttablaðsins í fyrra? 2. William Henry Gates III fæddist í Bandaríkjunum 1952. Faðir hans var vel metinn lögfræðingur og móðir hans kennari og kaupsýslukona. Bæði létu heilmikið að sér kveða í baráttu fyrir skárra samfélagi. En hvað afrekaði...

Stjarnfræðilegur kostnaður Úkraínustríðsins
Mörg hundruð falla í innrás Rússa í Úkraínu á degi hverjum, manntjónið eykst sífellt og ólýsanlegar hörmungar þar víða daglegt brauð. Þess utan eru efnahagslegar hamfarir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raunar hafnar áður en innrásin hófst. Útlitið var svart fyrir en nú er stór hluti landsins ein rjúkandi rúst og vegna landlægrar spillingar mun reynast erfitt að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá til uppbyggingar að stríðslokum.
Athugasemdir