Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stígur fram sem fyrir­mynd en þol­endur eru enn í sárum

Eng­ar regl­ur eru til um það hver fær að fara inn í grunn- og fram­halds­skóla með fræðslu fyr­ir ungt fólk. Ný­lega hef­ur ung­ur mað­ur far­ið inn í fram­halds­skóla með reynslu­sögu sína eft­ir að­eins þriggja mán­aða frá­hvarf frá fíkni­efna­neyslu. Talskona Rót­ar­inn­ar seg­ir það al­var­leg­an ör­ygg­is­brest, Land­læknisembætt­ið lýs­ir sömu áhyggj­um og kall­ar eft­ir við­brögð­um ráðu­neyt­is­ins. Þá hafa kon­ur sem saka mann­inn um of­beldi áhyggj­ur af því dag­skrár­valdi sem hon­um hef­ur ver­ið veitt, í gegn­um fræðslu­starf­ið og fjöl­miðla.

Stígur fram sem fyrir­mynd en þol­endur eru enn í sárum
Hlynur Kristinn Rúnarsson Aðeins þremur mánuðum eftir að hann hætti í harðri neyslu var hann farinn að fara með fræðslu inn í framhaldsskóla auk þess sem hann var í viðtölum við fjölmiðla, meðal annars á forsíðu Mannlífs, sem dreift er ókeypis í öll hús. Mynd: Mannlíf/Hákon Davíð Björnsson

Hlynur Kristinn Rúnarsson var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu árið 2016. Dómurinn var styttur á æðra dómstigi og eftir ár var Hlynur látinn laus. Hann hefur nú verið í fráhvarfi frá fíkniefnum í fjóra mánuði, en ekki liðu nema tveir mánuðir þar til hann hafði stofnað góðgerðarsamtökin Það er von. Aðeins þremur mánuðum eftir að hann hætti í harðri neyslu var hann farinn að fara með fræðslu inn í framhaldsskóla auk þess sem hann var í viðtölum við fjölmiðla, meðal annars á forsíðu Mannlífs, sem dreift er ókeypis í öll hús. Allt vekur þetta ugg í brjósti kvenna sem hafa verið í nánum samskiptum við Hlyn og vilja vara við því hvernig hann hefur gengið fram gagnvart þeim. Hafa þær meðal annars skjáskot undir höndum þar sem Hlynur viðurkennir ofbeldi gagnvart konum, talar um að hafa þurft að nánast nauðga konu í óráði til að fá …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu