Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Kominn tími til að þið takið okkur alvarlega“

Þriðja verk Svika­skálda, Nú sker ég net­in mín, er vænt­an­leg í bóka­búð­ir. Verk­ið skrif­uðu kon­urn­ar sex sem mynda skálda­hóp­inn á sum­arsól­stöð­um í Flat­ey. Í bók­inni setja þær kerl­ing­ar á stall. Af hverju? Því kerl­ing­ar láta hluti ger­ast og leggja sig þeg­ar þær lang­ar.

Nú sker ég netin mín nefnist þriðja ljóðverkið sem þær Sunna Dís Másdóttir, Fríða Ísberg, Þórdís Helgadóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir og Þóra Hjörleifsdóttir semja í sameiningu undir hinu forvitnilega nafni Svikaskáld. Í fyrstu bók skáldanna fengu þær innblástur af svikaraheilkenninu sem þær tengdu allar við og í annarri bókinni könnuðu þær birtingarmyndir kvenleikans. Í þetta sinn fær kerlingin sinn verðskuldaða sess. 

Sunna: Það er eitthvað sem konur óttast hræðilega, að vera kerlingar. 

Þóra: Kerling er skammaryrði, enda búið að segja við mann frá því maður var pínulítil stelpa: Ekki vera kerling!   

Sunna: Já, bæði í þeim skilningi og líka þeim, að maður eigi alls ekki að eiga flíspeysu. Við skrifuðum bókina á sumarsólstöðum í Flatey. Þar fórum við að tala um hvað það er ógeðslega frelsandi að vera kerling.

Fríða: Og um það hvað kerlingar eru yndislegar. 

Sunna: Já. Kerlingar láta hluti gerast og leggja sig þegar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu