Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Skugginn tengir okkur saman“

Nick Ca­ve ræð­ir hvernig kon­an hans bjarg­aði hon­um frá heróín­fíkn með því að fara frá hon­um en koma svo aft­ur átta mán­uð­um síð­ar, með þeim orð­um að hún gæti ekki ver­ið án hans. Hann seg­ir frá hel­víti sorg­ar­inn­ar og órök­rétt­um ótta í kjöl­far son­ar­missis. Sköp­un­ar­kraft­ur­inn er hon­um hug­leik­inn og hann út­skýr­ir af hverju hann býð­ur upp á órit­skoð­að sam­tal við áhorf­end­ur í sal, til að leita kjarn­ans.

„Skugginn tengir okkur saman“

Þessi gjörningur, samtal og tónleikar er hluti af einhvers konar úrvinnslu fyrir mig. Ég veit ekki enn hvað á eftir að koma út úr þessu ferðalagi. Innsæið ræður för. Það setti þetta af stað og það vill opið og heiðarlegt samtal við áhorfendur. Ég fylgi innsæinu og langar að komast inn að kjarnanum, þetta á að vera hreint og tært. Hér er ekkert öryggisnet fyrir mig og ég er ekki við stjórnvölinn þótt ég standi á sviðinu. Það gerir mig varnarlausan. Hér ríkir stjórnleysi í bland við innileika milli mín og áhorfenda, allt getur gerst. Ég vona að þetta dýpki sambandið milli mín og ykkar. 

Þetta er verk í vinnslu.

Svona var Conversations with Nick Cave, An evening of talk and music; samtals- og tónleikaferð Nick Cave kynnt á korti sem hafði verið lagt á stólarma gesta í Eldborg í Hörpu laugardagskvöldið 31. ágúst 2019. 

Samtalið í Reykjavík var að hefjast. 

Nick Cave hafði þá þegar stigið á svið, svarað spurningum og spilað fyrir fólk á um 30 stöðum víðs vegar um heim.

Ekki deyja, segir húsflugan

Ljósin eru slökkt í Eldborgarsalnum í Hörpu og líka á sviðinu, fyrir utan litla ljóstíru við píanóið, á meðan gestir Nick Cave eru að koma sér fyrir í sætum sínum. Áður en Nick Cave stígur á svið er spiluð upptaka þar sem hann les sjálfur texta sem hann samdi og birtist fyrst í heimildarmyndinni One More Time with Feeling en hún er að mestu tekin upp í hljóðverinu þegar Nick Cave og The Bad Seeds voru við upptökur á plötunni Skeleton Tree árið 2016. 

„Þetta eru ekki ljóð, ég er ekki ljóðskáld,“ sagði Nick Cave síðar um kvöldið. 

Orð eru bara orð. Þau þarf ekki að flokka, hugsa ég, en fallegt er það, ljóð eða ekki ljóð. 

But mostly I curl up inside my 
typewriter with my housefly and cry
I tell my housefly not to cry
My housefly tells me not to die 
Because someone's gotta sing the stars 
And someone's gotta sing the rain 
And somone's gotta sing the pain

Þegar nokkuð er liðið á kvöldið með Nick Cave í Hörpu segir hann frá því að fáeinum mánuðum eftir að Arthur sonur hans dó í slysi aðeins 15 ára gamall hafi hann farið í hljóðverið til að ljúka við plötuna Skeleton Tree. „Það er ekki besta hugmynd sem ég hef fengið, ég var alls ekki í ástandi til að vinna en þetta var tilraun til að snúa aftur til mannheima.“ Textinn um bestu vinkonu hans, húsfluguna sem biður hann um að lifa, fær nýja merkingu. Gestir í Eldborg skilja hvað flugan átti við.

„My housefly tells me not to die“

Og Nick Cave kemur inn á sviðið á slaginu átta og sest við píanóið. Fyrsta lag kvöldsins er The Ship Song:

Come sail your ships around me
And burn your bridges down
We make a little history, baby
Every time you come around

Come loose your dogs upon me
And let your hair hang down
You are a little mystery to me
Every time you come around

We talk about it all night long
We define our moral ground
But when I crawl into your arms
Everything comes tumbling down

Hann býður ekki upp á spurningar úr sal strax eftir The Ship Song, því fyrst spilar hann og syngur The Weeping Song. Tvö lög í röð. Bæði af plötunni The Good Son sem á þrjátíu ára afmæli á næsta ári, kom út árið 1990.

Father, why are all the women weeping?
They are weeping for their men
Then why are all the men there weeping?
They are weeping back at them

Ljósin eru kveikt í Eldborg og Nick Cave gengur að hljóðnema sem er fremst á miðju sviði, lítur yfir salinn, upp á svalir og upp í loft og segir:

„Þetta er rosalega rautt.“

Já, Eldborg er rauð. 

„Síðast þegar ég spilaði á Íslandi datt ég af sviðinu,“ segir Nick Cave og áhorfendur hlæja og klappa. „Já, finnst ykkur það fyndið? Ég braut fjögur bein í bakinu,“  segir hann og brosir.

Fall Nick Cave af sviðinu í flugvélaskýlinu í gömlu herstöðinni í Keflavík er okkur sem vorum á ATP tónlistarhátíðinni árið 2013 minnisstætt.  Nick var í miklum ham að syngja Jubilee Street, sneri baki í áhorfendur, tók eitt skref aftur á bak og datt fram af sviðinu. Fyrir okkur sem stóðum aftarlega var eins og jörðin hefði gleypt hann. Það sló þögn á alla í salnum en ekki leið langur tími þar til hann kom aftur á sviðið, sagði að sér væri illt í rassinum og hélt svo áfram að syngja. 

Sjálfsfróun og hamfarahlýnun

Nick Cave er eins og áður kemur fram búinn að standa á mörgum sviðum undanfarna mánuði. Í mörgum löndum og eiga samtal við fjölmargt fólk.  Þetta er óvenjulegt ferðalag tónlistarmanns og hann segir sjálfur að það hafi tekið verulega á taugarnar því hann viti aldrei hverju hann eigi von á.  Hann hrósar gestum sínum fyrir að þora að standa upp og spyrja hann spurninga fyrir framan fullan sal af fólki og biður aðra áhorfendur að gagnrýna ekki þau sem spyrji, það sé mikilvægt að sýna aðgát því að allar spurningar séu leyfilegar. 

„Ég er búin að tala við þig í 20 ár en þetta er í fyrsta skipti sem þú svarar mér,“ segir kona í salnum og spyr Nick svo hvernig honum líði eftir tónleika. 

„Ég er úrvinda en ótrúlega mannlegur einhvern veginn.  Ég er dapur á undarlegan hátt, eins og barn þegar uppáhaldsleikfangið er tekið frá því. Það er mögnuð tilfinning að standa á sviði og spila, orkan sem myndast milli mín og áhorfenda er heilandi og stundum finnst mér eins og hún sé vart af þessum heimi. Hún er yfirþyrmandi góð. Svo þegar ég klára og er kominn baksviðs upplifi ég einhvers konar niðurtúr.“

Ég ætla að spyrja tveggja spurninga, segir kona í salnum.  Önnur er mjög siðsamleg, hin er það ekki: 

1. Hvað hugsarðu þegar þú fróar þér?

2. Getur listin eða listamenn bjargað jörðinni? 

Konan segist daglega hitta ungt fólk sem er raunverulega að bregðast við til að koma í veg fyrir yfirvofandi hamfarahlýnun. Unga fólkið er rétt stillt. 

„Ég hugsa um konuna mína þegar ég fróa mér en ég get ekki bjargað jörðinni,“ svaraði Nick.  Ég dáist að unga fólkinu, ég dáist að Gretu Thunberg og því sem hún hefur hrint af stað. Svona stór, öflug og samstiga fjöldahreyfing sem krefst grundvallarbreytinga á samfélaginu hefur ekki komið fram síðan á sjöunda áratug síðustu aldar. Ég verð vongóður þegar ég fylgist með henni. Ég get ekki bjargað jörðinni en ég get bjargað sál jarðarinnar, kannski lýkur þessu þannig að ég spila meðan skipið sekkur eins og hljóðfæraleikararnir á Titanic.“ 

Eftir að hafa svarað spurningum um sjálfsfróun og jörð á vonarvöl sest hann aftur við píanóið og spilar Mermaids af plötunni Push the Sky Away sem kom út í byrjun árs 2013. 

I belive in God.
I belive in mermaids too. 

Ég trúi á Guð. Ég trúi líka á hafmeyjar, syngur Nick Cave. Guð er honum hugleikinn. Hann hefur samið fjölda texta þar sem Guð er í stóru hlutverki.

„Guð er mikilvægur í mínu lífi þó að það komi mér ekki við hvort hann sé til en ég trúi á einhvers konar æðri mátt. Það er sterkt samband milli sorgarinnar og Guðs. Milli sársauka og Guðs. Hvað sem hann er.“ 

Ég trúi ekki á guð. 

Ég trúi ekki á Elvis og ekki á Bítlana. 

Ég trúi bara á mig og Yoko söng John Lennon á sínum tíma.  

Og Nick Cave trúir á Susie, á sig og Susie.  

Um hana samdi hann meðal annars lagið Palaces of Montezuma og spilar það í Hörpu.  

The Epic of Gilgamesh
A pretty little black A-line dress
I give to you
The spinal cord of JFK
Wrapped in Marilyn Monroe´s negligee
I give to you
I want nothing in return
Just the softest little breathless word
I ask of you

Hið sæta og sturlaða augnablik

Nick stendur við hljóðnemann, horfir út í salinn og velur næsta gest sem hefur beðið um að fá að spyrja hann. Sá vill vita hvernig sköpunarferlið gangi fyrir sig, svona dags daglega. 

„Þetta er erfið vinna. Ég er skipulagður. Ég vakna snemma, fer í jakkafötin, fæ mér kaffi og kyssi konuna mína bless. Svo fer ég á skrifstofuna, sest við skrifborðið og ekkert kemur, ekki orð, ekki stafur, ekki ein agnarsmá hugmynd. Þannig líða oft margir dagar. En núna veit ég að þetta tímabil þegar ekkert kemur frá mér er mikilvægasta tímabilið í sköpunarferlinu. Því gerjunin er í fullum gangi án þess ég geri mér grein fyrir því. Þetta er undirbúningsskeiðið og það er mikilvægasta tímabilið í sköpuninni.  Svo, án nokkurs fyrirvara, kemur þetta sæta og sturlaða augnablik þegar allar gáttir opnast, tímaskynið hverfur og orðin flæða.“

Þannig lýkur þurrkatímabilinu hjá Nick Cave og hann nær varla að skrifa nógu hratt til að koma öllum hugmyndunum út, þannig að þær týnist ekki. 

„Orðin eru upphafið og endirinn í minni list. Þegar ég tala um vinnuna mína er ég að tala um að raða saman orðum. Allt annað kemur út úr þeim; lögin og sviðsframkoman. Ég er textahöfundur, ekki ljóðskáld.  Síðustu ár hefur flæðið breyst, það er óhindrað núna. Ég hugsa ekki lengur um að það verði að vera saga fyrir hlustendur, að hún þurfi að hafa upphaf og endi. Nei, núna er þetta samstarf milli mín og hlustendanna.  Skugginn í lífinu, stóru áföllin hafa breytt mér. Ég áttaði mig á að ég þurfti á fólki að halda, skugginn tengir okkur saman.“ Nick segist hafa sagt skilið við þröngan strúktur laganna og þá hafi baunagrasið sprottið upp á örskotsstundu. „Núna sem ég margar smámyndir, ólíkar innbyrðis, jafnvel alveg ótengdar en undir niðri er að mestu óslitinn þráður.“

Nick Cave er líka rithöfundur en hans fyrsta bók, And the Ass Saw the Angel, kom út árið 1989. Í Eldborg er karl sem hefur reynt að lesa þessa fyrstu bók Cave. Það hefur ekki gengið vel, segir hann við Cave, þetta er erfið bók, bætir hann við. „Lestu hana bara. Erfið? Ég las Sjálfstætt fólk eftir Laxness. Lestu hana bara.“

Dauðinn er aðdráttaraflið

Áhorfandi spyr Nick Cave um Jubilee Street. Hvaða gata það sé og hvers vegna hún sé honum hugleikin?

On Jubilee street there was a girl named Bee
She had a history, but she had no past

Það er gata sem heitir Jubilee í Brighton þar sem ég bý. Þar hélt ég að vændiskonur héldu til.

Well a girl‘s gotta make ends meet
Even down of Jubilee street

„Ég komst að því nýverið að svo er ekki. Vændiskonurnar eru á Montpellier-götu.  Bókasafnið er hins vegar á Jubilee. Eftir að lagið sem heitir Jubilee Street kom út hefur fjöldi ferðafólks lagt leið sína þangað til að reyna að koma auga á undirheimana en það endar líklega allt á bókasafninu.“

Og Nick Cave sest við píanóið og spilar Jubilee Street sem er á plötunni Push the Sky Away.  

I got love in my tummy 
And a tiny little pain 

En ef það verða engin endalok?“ spyr karl í salnum. „Ef við erum ódauðleg, hvað verður þá um listina?“

Nick segir að það myndi breyta öllu, líka ef honum yrði sagt að 20 aukaárum yrði bætt við líf hans.  Dauðinn er aðdráttaraflið, vegna hans skrifa ég og skrái niður atburði. „Sú staðreynd tengist dauða sonar míns. Þegar það gerðist var ég á skelfilegan hátt minntur á hve skyndilega líf getur endað. Ég get ekki ímyndað mér líf án dauða.“ 

Well, the night is dark
And the night is deep
And its jaws are open wide
But Papa won't leave you, Henry
So there ain't no need to cry

Eftir að Nick Cave var búinn að flytja lagið Papa Won't Leave You, Henry, sem kom út á plötunni Henry's Dream árið 1992, er hann spurður út í fíknina en Nick Cave var mjög veikur fíknisjúklingur í 20 ár. Sá sem spyr vill vita hvort saga sem hann las fyrir nokkrum árum um árin í Berlín sé sönn. Í henni var fullyrt að þáverandi kærasta Cave hafi beðið hann að hætta að fara í kirkju. Þangað hafi hann farið á morgnana til að drepa tímann af því að hann hafi alltaf vaknað fyrir allar aldir á undan flestum, líka öllum dílerum borgarinnar. Þessi gestur sem sat á fremsta bekk langar líka að vita hvort Nick Cave sé enn frískur og ef svo, hvert hann sæki kraftinn til að vera edrú.

„Ég var heróínfíkill í 20 ár, fyrstu 10 árin voru þolanleg en næstu 10 hryllingur. Röð alvarlegra atvika sem komu upp vegna fíknarinnar gerðu það að verkum að ég áttaði mig á að ég yrði að reyna að hætta, annars myndi ég ekki lifa mikið lengur. En það tók mig önnur tíu ár að ná bata. Ég var stálsleginn í nokkrar vikur, svo veiktist ég aftur og svo frískur og svo veiktist ég og þannig gekk það í áratug. Svo hitti ég Susie. Við urðum ástfangin. Hún bjargaði mér.“

I don't belive in the existence of angels
But looking at you I wonder if that's true

Susie hafði farið í meðferð fjórum mánuðum áður en þau hittust og Nick Cave sagði frá því í Hörpu að fólk hefði varað hana við að falla fyrir þessum Nick Cave. „Ég hélt líka áfram í neyslu og það endaði með því að hún hvarf. Hún fór frá mér en kom aftur átta mánuðum síðar og sagðist ekki geta verið án mín. „Þú gerir bara þitt og ég reyni að sætta mig við það. Ég vil bara vera með þér,“ sagði Susie.“ Tveimur mánuðum síðar var Nick Cave komin í algera uppgjöf, hann fór í meðferð og hefur verið allsgáður síðan.  Þetta var fyrir 20 árum. „Og þetta er ekkert mál. Það er ekki erfitt að vera án fíkniefna og það er misskilningur að víman ýti undir sköpunarkraftinn. Það er bara rangt. Ég er búinn að vera edrú í 20 ár og það eru mín bestu ár í sköpuninni.“

Sá sem spurði Cave um fíknina, kirkjuna og edrúmennskuna bætir því við í lokin að hann og unnusta hans ætli að gifta sig á næsta ári og þar verði bara eitt lag spilað: 

In to my arms. 

I don't belive in an interventionist God
But I know, darling that you do 
But if I did I would kneel down and ask Him 
Not to intervene when it came to you
Not to touch a hair on your head 
To leave you as you are 
And if He felt He had to direct you 
Then direct you into my arms

„Sorgin fletur allt út. Hún er einhvers konar helvíti.“

Sorgin er einhvers konar helvíti

Nokkrir gestir spyrja Nick Cave um sorgina en Arthur, sonur Nicks og Susie, lést í júlí 2015 eftir að hafa fallið fram af klettum í Brighton. „Sorgin fletur allt út. Hún er einhvers konar helvíti. Sérstaklega fyrir móður sem missir barnið sitt. Það er einhver skömm sem því fylgir, samviskubit sem er algerlega óraunhæft eins og upplifunin sé sú að það dýrmætasta sem hún á í þessu lífi hafi dáið á hennar vakt. En þó að slysið sem sonur minn varð fyrir sé óvenjulegt, mjög skyndilegt og hræðilegt í alla staði er dauðinn hversdaglegur. Sorgin er sammannleg, við lendum öll í henni en tölum lítið um hana.“ Hann segir að andlát sonar þeirra hafi breytt sér, núna sé hann oft hræddur. Áður hafi hann verið óttalaus. Núna óttist hann um líf sinna nánustu. „Þetta er ekki rökréttur ótti, ég geri mér grein fyrir því. Vondir hlutir gerast, en sjaldan. Ég og Susie pössum upp á hvort annað.“ 

It began when they came took me from my home
And put me in Dead Row 
Of which I am nearly wholly innocent, you know
And I'll say it again
I ... am ... not ... afraid ... to ... die

Eftir að hafa sagt frá sorginni sem hvílir yfir fjölskyldunni settist Nick Cave við píanóið og spilaði tvö lög. Fyrst Mercy Seat og svo Avalance eftir Leonard Cohen. 

You who wish to conquer pain
You must learn what makes me kind;
The crumbs of love that you offer me 
Are the crumbs I've left behind
Your pain is no credential here 
It's just a shadow of my wound

„Ég heyrði fyrst lag eftir og með Leonard Coen þegar ég var 14 ára og skildi þá fyrst hlutverk mitt í heiminum. Ég átti afar hamingjuríka æsku. Ég var frjáls og allir voru mér góðir. En ég var órólegur og skildi ekki hvers vegna. Fannst ég ekki vera á réttum stað. Þangað til ég heyrði Avalance með Cohen. Platan Songs of Love and Hate sem lagið er á hafði gríðarleg áhrif á mig þá og hefur enn. Já, hún er dimm þessi plata en ég skynjaði svo mikið hugrekki í textunum. Cohen hafði ekki bara jákvæð áhrif á listsköpun mína heldur allt líf mitt.“ 

Aftur berst talið að Guði. Er Guð í húsinu? 

We've laid the cables and the wires
We've split the wood and stoked the fires
We've lit our town so there is no 
Place for crime to hide 

Our little church is painted white 
And in the safety of the night 
We all go quiet as a mouse 
For the word is out 
God is in the house 
God is in the house 
God is in the house 
No cause for worry now 
God is in the house 

Dr. Simone og tyggjóklessan hans Ellis

Sagan berst að tyggjóklessu. Í 20.000 Days on Earth, sem er heimildarmynd um Nick Cave, er sena þar sem hann og Warren Ellis tónlistarmaður, samstarfsfélagi og kær vinur Nicks Cave, sitja við eldhúsborðið heima hjá Warren og rifja upp tónleika sem þeir sáu með Ninu Simone.  Eitt allra flottasta gigg sem ég hef séð,“ sagði Warren og Nick spyr hann hvort hann muni eftir því þegar Nina Simone settist á píanóbekkinn, tók út úr sér tyggjó og setti klessuna undir píanóið. „Já, ég á þessa tyggjóklessu,“ sagði Warren, „ég fór upp á svið eftir að hún var farin, notaði handklæðið sem hún þurrkaði svitann af enninu með og setti tyggjóklessuna í það og geymi hana vel.“ 

Er þessi saga sönn? spyr gestur í salnum: 

„Já, hún er sönn. Warren á enn tyggjóið og hann sækir það einu sinni á ári og horfir á það. Hann er ekki trúaður maður en þetta gerir hann.“ 

En ef tyggjóið hennar Ninu gæti farið með ykkur aftur í tímann, spyr sami gestur, hvaða tónlistarfólk myndirðu velja að spila með?  

„Elvis! Hann er „fokkings“ hetjan mín en það yrði samt alveg glatað. Myndi hljóma eins og karókí.“ 

En Nina Simone? spyr þá gesturinn. „Nei, hún myndi aldrei hleypa mér nálægt sviðinu.“

Nick Cave talaði í byrjun kvölds um varnarleysi sitt á sviðinu og síðasta spurning kvöldsins snýst um líðan hans eftir tónleika, hvort hann vakni með „varnarleysisþynnku“.

„Það er svo mikil orka í salnum milli mín og áhorfenda. Hún hjálpar en í þessari ferð er ég einn. Fer einn að sofa. Einn á svið. Einn í morgunmat og einn í flugvél. Einn á rölti. Ég hef í gegnum tíðina alltaf fundið mikinn styrk innra með mér á meðan ég er á sviðinu sem hverfur mér um leið og ég stíg niður af því. Í þessum túr er ég oft órólegur. Samtal sem ég veit ekki hvert leiðir getur verið ansi ógnvekjandi.“  

Ekki er allt sem sýnist, því Nick Cave virðist yfirvegaður, óttalaus og fullur sjálfstrausts þegar hann sest við píanóið til að spila lokalagið; Stagger Lee. Að því loknu þakkar hann fyrir sig og kveður en er klappaður upp eins og tónleikalög gera ráð fyrir og hann spilar þrjú lög, People Ain‘t No Good af plötunni Boatman´s Call sem kom út árið 1997, Higgs Boson Blues sem er á Push the Sky Away frá árinu 2013 og Skeleton Tree sem er af samnefndri, nýjustu plötu Nicks Cave og The Bad Seeds sem kom út árið 2016: 

Sunday morning, skeleton tree
Oh, nothing is for free
In the window, a candle
Well, maybe you can see
Fallen leaves thrown across the sky
A jittery TV
Glowing white like fire
Nothing is for free

I called out, I called out
Right across the sea
But the echo comes back empty
And nothing is for free

Sunday morning, Skeleton tree
Pressed against the sky
The jittery TV
Glowing white like fire

And I called out, I called out
Right across the sea
I called out, I called out
That nothing is for free

And it´s alright now
And it´s alright now
And it´s alright nowAnd a cone-like hat.

Takk, Nick.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu