Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Draumur um fjárhagslegt frelsi

Hjör­dís Halla Ey­þórs­dótt­ir ætl­ar að lifa lífi þar sem hún er frjáls og get­ur leik­ið sér, not­ið stund­ar­inn­ar og nátt­úr­unn­ar. Hún hef­ur því fest kaup á húsi í sveit, þang­að sem hún ætl­ar að flytja með tím­an­um til að flýja neyslu­hyggju nú­tíma­sam­fé­lags.

„Draumurinn er að eignast heimili í sveit og vera frjáls frá fjárhagsskuldbindingum,“ segir Hjördís Halla Eyþórsdóttir.

Frá árinu 2012, eða í heil sjö ár, hefur Hjördís Halla verið á svo miklu flakki að hún hefur aldrei náð að festa rætur eða eignast heimili. Á þessum sjö árum hefur hún leigt húsnæði á tólf mismunandi stöðum, búið inni á vinum sínum og úti á landi í íbúð í boði vinnuveitanda. Í gegnum allt þetta flakk og flandur hefur hún öðlast þann draum að fá að festa rætur og eignast sitt eigið heimili. „Mig dreymir um að eiga mitt eigið húsnæði, þar sem ég ræð mér sjálf og get lifað mínu lífi, út frá mínum hugsjónum og mínum gildum. Ég vil fjárhagslegt frelsi svo ég geti verið frjáls og gert það sem ég vil. Mér finnst svo margir vera í þeirri stöðu að vera skuldbundnir bankanum í  gegnum lánaviðskipti alla ævi. Þannig …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu