Börn berjast fyrir jörðinni: „Miklu mikilvægara en að fá skróp“

Skipu­leggj­end­ur mót­mæla ungs fólks og barna gegn mann­gerðri ham­fara­hlýn­un jarð­ar vilja að stjórn­völd lýsi yf­ir neyð­ar­ástandi og hrindi af stað rót­tæk­um breyt­ing­um.

Börn berjast fyrir jörðinni: „Miklu mikilvægara en að fá skróp“

Boðað er til alheimsverkfalls fyrir loftslagið í annað sinn í dag. Í fyrsta alheimsverkfallinu 24. mars mótmæltu 1,6 milljónir manna aðgerðarleysi í loftslagsmálum í yfir 2.000 borgum og bæjum í 125 löndum.

Greta Thunberg mætir í sitt fertugasta loftslagsverkfall í dag, 24. maí, en yfirstandandi hrina loftslagsverkfalla kom til vegna hennar hvatningar. Greta fór í sitt fyrsta loftslagsverkfall fyrir utan þinghús Svía 20. ágúst í fyrra. Foreldrar hennar reyndu að tala hana af því, bekkjarfélagar hennar neituðu að fara með henni. Fólk sem gekk fram hjá henni leit hana vorkunnaraugum, 15 ára stelpuna sem sat ein og mótmælti með skilti sem á stóð „skolstrejk för klimatet“, eða skólaverkfall fyrir loftslagið.

Það hefði ekki getað gert sér í hugarlund að stúlkan sem það gekk fram hjá myndi átta mánuðum síðar vera andlit vonar, staðfestu og breytinga um heim allan. Greta Thunberg er andlit alþjóðlegrar hreyfingar barna sem krefjast aðgerða og framtíðar. Hreyfingin Skólaverkfall fyrir loftslaginu er ein stærstu umhverfismótmæli sem heimurinn hefur séð.

Samsæriskenningar um Gretu

Eftir að Greta hlaut athygli umheimsins fyrir aðgerðir sínar spruttu upp samsæriskenningar á vafasömum fréttasíðum, þar sem hún var meðal annars sögð handbendi auðmannsins George Soros. Fjallað hefur verið um Gretu með þessum hætti á ýmsum áróðurssíðum og jaðarfréttasíðum. Einnig hefur verið fjallað um hana hérlendis, en á fréttasíðu Útvarps sögu var sagt að samtök fjármögnuð af Soros stæðu á bakvið „loftslags-Grétu“, að ESB hylli „grátandi Grétu“ og í nafnlausri grein í Viðskiptablaðinu var hún sökuð um „óskhyggju“ og „áróður“ og sagt að „umhverfisöfgahópar“ hefðu fengið hana til liðs við sig vegna þess að hún væri „einhverft barn“.

Greta ThunbergÁkvað að fara í skólaverkfall í þágu þess að bjarga loftslagi jarðar.

Greta svaraði samsæriskenningum í færslu á Instagram á dögunum þar sem hún lýsti því hvernig það var hennar eigin ákvörðun, en ekki annarra, að hefja mótmæli gegn manngerðum loftslagsbreytingum og aðgerðarleysis vegna þeirra.

Íslensk börn mótmæla

Á Austurvelli safnast íslensk börn saman hvern einasta föstudag klukkan 12, til að standa með Gretu, sjálfum sér og jörðinni.

Það var Landssamband íslenskra stúdenta í samvinnu við Stúdentaráð Háskóla Íslands, Unga umhverfissinna og Félag íslenskra framhaldsskólanema sem stóðu að fyrsta verkfallinu hér á landi. „Við tókum okkur saman, LÍS og Stúdentaráð, settum okkur í samband við Félag íslenskra framhaldsskólanema og Unga umhverfissinna. Við gerðum Facebook-viðburð, skelltum í skiltagerð og létum vaða. Svo mættu krakkarnir,“ segir Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, forseti LÍS. Elsa María, ásamt Jónu Þóreyju Pétursdóttur, forseta Stúdentaráðs, Sigurði Lofti Thorlacius, ritara Ungra umhverfissinna, Eyrúnu Didziokas, 15 ára nema í Álfhólsskóla, og Eiði Breka Bjarkarsyni, 12 ára nemanda í Melaskóla, settust niður með blaðamanni Stundarinnar til að ræða loftslagsverkföll, framtíðarsýn, ótta og vonir.

Framtíðin í húfi

Mest hafa 2.000 manns mætt í skólaverkfall á Austurvelli en 100 mættu á það fyrsta. Sigurður segir verkföllin vera til þess að krefja stjórnvöld í hverju landi fyrir sig um að ráðast í frekari aðgerðir í loftslagsmálum. Með verkföllunum segir hann að krakkar sýni í verki að þeim sé ekki sama um loftslagsvána sem nú ríkir og að málefnið sé þeim mikilvægt. Eyrún tekur undir það með honum og bætir við: „Þetta er mikilvæg leið fyrir okkur sem erum börn, sem hafa ekki kosningarétt og þess vegna engin pólitísk völd til að hafa áhrif, áhrif á framtíðina okkar. Þetta er okkar framtíð.“

„Þetta er okkar framtíð.“

Elsa telur börn falla í bakgrunn í samfélagslegri umræðu. „Á loftslagsmótmælunum hafa börnin tækifæri til að nota sína lýðræðislegu rödd. Á mótmælunum fá þau tækifæri til að láta taka sig alvarlega, þau fá tækifæri til að varpa ljósi á að váin muni hafa mest áhrif á þau, á þeirra kynslóð, ekki kynslóðina sem tekur allar ákvarðanirnar.“

Fullorðna fólkið bregst misjafnlega við

Eldri kynslóðin, foreldrar þeirra, kennarar og ættingjar, hafa brugðist við aðgerðum þeirra með mismunandi hætti. „Það eru skiptar skoðanir á þessu í kringum mig. Ég á tvær mömmur, önnur þeirra er mjög fylgin þessu en hin ekki. Ég held að fullorðna fólkið geri sér ekki almennilega grein fyrir því að okkur er alvara með þetta en það eru þau sem taka þetta ekki nógu alvarlega,“ segir Eyrún.

Jóna tekur undir og skýrir frá því að í samtölum sem hún hefur átt við krakka sem mæta á mótmælin hafi ýmislegt komið í ljós. „Ég hef heyrt af kennurum sem taka því sem persónulegri árás að krakkarnir skrópi í skólanum. Ég hef líka heyrt um kennara sem taka fyrir það þegar börn í kennslustundum biðja um að fá að ræða loftslagsmál og segja þeim að vera bara bjartsýn. Svona er umræðan í sumum skólum.“

Í skólanum hjá Eyrúnu er ímynd þeirra sem skrópa slæm og mætingin á mótmælin því dræm. „Í mínum skóla er léleg mæting og hefur alltaf verið. Það er vegna þess að það er svo slæm ímynd tengd því að skrópa. Það skiptir svo miklu máli hvernig kennarar og foreldrar tala um þetta, það sem þau segja hefur áhrif á okkur. Ég veit um nokkra krakka sem vilja mæta en vilja ekki fara á móti fullorðna fólkinu. En mér finnst að krakkarnir ættu að skrópa, þeir þurfa að átta sig á því hvað er í húfi. Það að mæta á þetta verkfall er miklu mikilvægara í stóra samhenginu en að fá skróp. Ef við gerum ekkert í loftslagsmálum verður menntunin einskis virði.“

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Stórt skref í rafvæðingu minnkar útblástur í Reykjavíkurhöfn um 20%
FréttirHamfarahlýnun

Stórt skref í raf­væð­ingu minnk­ar út­blást­ur í Reykja­vík­ur­höfn um 20%

Eft­ir raf­væð­ingu í Reykja­vík­ur­höfn verð­ur brennt 660 þús­und lítr­um minna af olíu, sem dreg­ur úr loft­meng­un og minnk­ar út­blást­ur gróð­ur­húsaloft­teg­unda á hafn­ar­svæð­inu um fimmt­ung.
Mikill meirihluti Íslendinga hefur áhyggjur af hlýnun jarðar
FréttirHamfarahlýnun

Mik­ill meiri­hluti Ís­lend­inga hef­ur áhyggj­ur af hlýn­un jarð­ar

Kon­ur, ungt fólk, líf­eyr­is­þeg­ar og íbú­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa mest­ar áhyggj­ur af hlýn­un jarð­ar, sam­kvæmt könn­un MMR. Stuðn­ings­fólk Mið­flokks­ins hef­ur ólík við­horf til máls­ins.
Framkvæmdastýra Landverndar: Draga þarf úr niðurgreiðslum til kjötframleiðslu
FréttirHamfarahlýnun

Fram­kvæmda­stýra Land­vernd­ar: Draga þarf úr nið­ur­greiðsl­um til kjöt­fram­leiðslu

Koma verð­ur á kerfi til að draga úr neyslu á kjöti, seg­ir Auð­ur Önnu Magnús­dótt­ir. Um­gengn­in við auð­lind­irn­ar verð­ur orð­inn tak­mark­andi þátt­ur í fæðu­fram­leiðslu löngu áð­ur en fólks­fjöld­inn verð­ur það.
Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.
Græni draumurinn: „Við höfum enga aðra valkosti“
FréttirHamfarahlýnun

Græni draum­ur­inn: „Við höf­um enga aðra val­kosti“

Sam­fé­lags­sátt­máli Al­exöndru Ocasio-Cortez um að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um, að ráð­ist verði í að­gerð­ir gegn fá­tækt sam­hliða rót­tæk­um að­gerð­um gegn loft­lags­breyt­ing­um.
Fordæmalaus neyð: Hundruð milljóna gætu lent á vergangi vegna loftslagsvanda
ÚttektHamfarahlýnun

For­dæma­laus neyð: Hundruð millj­óna gætu lent á ver­gangi vegna lofts­lags­vanda

Lofts­lags­breyt­ing­arn­ar munu koma verst nið­ur á íbú­um fá­tæk­ustu landa heims, fólki sem nú þeg­ar býr við ör­birgð, fólki sem þeg­ar er í af­ar við­kvæmri stöðu og býr í lönd­um þar sem inn­við­ir eru veik­ir og íbú­ar í meiri hættu vegna nátt­úru­ham­fara.

Nýtt á Stundinni

Í hverju felst hamingjan?
MyndbandHamingjan

Í hverju felst ham­ingj­an?

Katrín Ey­dís Hjör­leifs­dótt­ir Fyr­ir mér er ham­ingj­an ákvörð­un og hún verð­ur til innra með manni sjálf­um. Það er ekki hægt að ætl­ast til þess að aðr­ir beri ábyrgð á manns eig­in ham­ingju. Það er líka þannig að það sem veld­ur ham­ingju­til­finn­ing­unni er mis­mun­andi milli ein­stak­linga í tíma og rúmi. Ég sjálf horfi á litlu hlut­ina í líf­inu, það sem er...
Sjúkdómsvæðing tilfinninga
Auður Axelsdóttir
Pistill

Auður Axelsdóttir

Sjúk­dóm­svæð­ing til­finn­inga

Ótti og sorg ættu ekki að vera stimpl­uð sem geð­sjúk­dóm­ar. Það að glíma við erf­ið­ar til­finn­ing­ar í heims­far­aldri er eðli­legt og hluti af því að vera mann­eskja.
Milli skers og báru
Blogg

Þorvaldur Gylfason

Milli skers og báru

Mong­ól­ía ligg­ur klemmd milli tveggja stór­velda, Kína og Rúss­lands, en er eigi að síð­ur lýð­ræð­is­ríki. Stund­um er sagt að dragi hver dám af sín­um sessu­nauti, en það á ekki við um Mong­ól­íu, strjál­býl­asta land heims ef Græn­land eitt er und­an­skil­ið. Komm­ún­ista­flokk­ur Kína sýn­ir þessa dag­ana sitt rétta and­lit með yf­ir­gangi sín­um gagn­vart íbú­um Hong Kong í blóra...
Covid-samsærið mikla
Fréttir

Covid-sam­sær­ið mikla

Sam­særis­kenn­ing­ar um kór­óna­veiruna hafa náð fót­festu í um­ræðu á net­inu og breið­ast hratt út. Án allra vís­inda­legra sann­ana er því með­al ann­ars hald­ið fram að farsíma­möst­ur valdi sjúk­dómn­um, Bill Gates hafi hann­að veiruna á til­rauna­stofu eða jafn­vel að fjöl­miðl­ar hafi skáld­að far­ald­ur­inn upp og eng­inn sé í raun lát­inn af völd­um Covid. Ís­lensk­ur lækn­ir seg­ir al­gengt að sjúk­ling­ar fái rang­hug­mynd­ir um sjúk­dóma á net­inu og þær geti þvælst fyr­ir og gert lækn­um erfitt um vik.
Píeta
Klikkið#77

Píeta

Gest­ur okk­ar að þessu sinni er Krist­ín Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Píeta sam­tak­anna á Ís­landi. Píeta sam­tök­in sinna for­varn­ar­starfi gegn sjálfs­víg­um og sjálfsskaða og styðja við að­stand­end­ur. Sam­tök­in opn­uðu þjón­ustu sína vor­ið 2018 og eru með starf­sem­ina að Bald­urs­götu 7 í Reykja­vík. Til sam­tak­anna geta leit­að ein­stak­ling­ar og að­stand­end­ur sem vilja fá hjálp og við­tal hjá fag­fólki. Lagt er upp úr því að  bjóða upp á ró­legt og nota­legt um­hverfi fyr­ir skjól­stæð­inga. Starf­sem­in er rek­in að fyr­ir­mynd og eft­ir hug­mynda­fræði Pieta Hou­se á Ír­landi.
Covid hafði góð áhrif á listsköpunina
Fréttir

Covid hafði góð áhrif á list­sköp­un­ina

Mynd­lista­mað­ur­inn Hjálm­ar Vesterga­ard varð fyr­ir áhrif­um af frum­um og bakt­erí­um í verk­um á nýrri sýn­ingu.
Lagabreyting girðir fyrir veika von: Börnin sem hefði verið vísað burt
Fréttir

Laga­breyt­ing girð­ir fyr­ir veika von: Börn­in sem hefði ver­ið vís­að burt

Mörg þeirra barna sem feng­ið hafa al­þjóð­lega vernd hér á landi á und­an­förn­um ár­um hefðu ekki feng­ið að setj­ast að hér, væri fyr­ir­hug­uð laga­breyt­ing orð­in að veru­leika. Rauði kross­inn á Ís­landi ótt­ast að með laga­breyt­ing­unni fjölgi rétt­inda­lausu fólki hér sem hef­ur ekki kenni­tölu, má ekki vinna og hef­ur tak­mark­að­an að­gang að heil­brigðis­kerf­inu.
Spurningaþraut 34: Hvað hét faðir Hitlers, og hver leikstýrði Bubba?
Þrautir10 af öllu tagi

Spurn­inga­þraut 34: Hvað hét fað­ir Hitlers, og hver leik­stýrði Bubba?

Úr hvaða kvik­mynd er skjá­mynd­in hér að of­an? Og krakki er á mynd­inni hér ör­lít­ið neð­ar? Þetta eru auka­spurn­ing­arn­ar, en þær tíu venju­legu eru þess­ar: 1.   Rétt fyr­ir Covid-19 lok­un sam­fé­lags­ins hafði Borg­ar­leik­hús­ið náð að frum­sýna söng­leik um Bubba Mort­hens. Hver samdi og leik­stýrði þeim söng­leik? 2.   Ad­olf Hitler hét mað­ur. En hvað hét fað­ir hans - þá meina ég...
Þingmaður VG: Ekki réttur tími né vettvangur til að krefja fyrirtæki um loftslagsbókhald
Fréttir

Þing­mað­ur VG: Ekki rétt­ur tími né vett­vang­ur til að krefja fyr­ir­tæki um lofts­lags­bók­hald

„Ég tel ekki að þetta sé rétti tíma­punkt­ur­inn,“ sagði Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son þeg­ar rætt var um til­lögu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar þess efn­is að fyr­ir­tæki sem fá upp­sagna­styrki verði lát­in skila los­un­ar­bók­haldi og gera lofts­lags­áætl­un.
Múmínálfarnir í nýjum búningi
Menning

Múmí­nálfarn­ir í nýj­um bún­ingi

Sög­ur Tove Jans­son eru gefn­ar út á ný á ís­lensku.
Til varnar tíu ára stelpum
Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir
Pistill

Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir

Til varn­ar tíu ára stelp­um

Tíu ára stelp­ur eru fólk sem skil­ur sam­fé­lag­ið og eru að móta hug­mynd­ir sín­ar um eig­ið hlut­verk, skrif­ar Sæ­unn Ingi­björg Marínós­dótt­ir. Hún var sjálf tíu ára þeg­ar full­orð­inn karl­mað­ur káf­aði á henni. „Sam­fé­lag­ið kenndi mér að þekkja minn stað.“
Norski auðmenn gefa þjóðinni listaverk o.fl. Hvað gefa íslenskir auðjöfrar?
Blogg

Stefán Snævarr

Norski auð­menn gefa þjóð­inni lista­verk o.fl. Hvað gefa ís­lensk­ir auðjöfr­ar?

Í Høvi­kodd­en fyr­ir ut­an Ósló get­ur að líta mik­ið safn nú­tíma­list­ar sem stofn­að var af skauta­drottn­ing­unni Sonja Henie og manni henn­ar, auð­kýf­ingn­um  Nils Onstad. Það ber heit­ið Henie-Onstad safn­ið. Hinn for­ríki út­gerð­ar­mað­ur And­ers Jahre var skattsvik­ari dauð­ans en gaf stór­fé til vís­inda­rann­sókna og fræði­mennsku. Ann­ar rík­is­bubbi, Christian Ring­nes, dældi stór­fé í högg­mynda­lysti­garð í Ósló. Í þeirri borg má finna Astrup-Fe­arnley...