Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

Bæti­efni hafa lík­lega aldrei not­ið eins mik­illa vin­sælda og akkúrat núna. Auk bæti­efna í töflu- og duft­formi er próteindrykki, próteinstykki og hið sí­vin­sæla Nocco að finna í nær hverri mat­vöru­versl­un.

Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

Þrátt fyrir vinsældirnar er þekkingin á ágætum þeirra sem viðbót við annars hollt mataræði enn nokkuð takmörkuð. Nýlegar niðurstöður rannsóknar á músum bendir til þess að mikil inntaka á svokölluðum BCAA amínósýrum geti í raun valdið meiri skaða en ávinningi.

Meginniðurstaða rannsóknarinnar, sem framkvæmd var af rannsóknarhópi við Sydney-háskóla, var sú að inntaka á of miklu próteini geti leitt til neikvæðra áhrifa á borð við þyngdaraukningu, neikvæðra áhrifa á lund og jafnvel stytt líf viðkomandi.

Lífsnauðsynlegar amínósýrur

Amínósýrur eru byggingarefni próteina og eru þær sem mannslíkaminn nýtir 20 talsins. Af þeim eru níu sem lífsnauðsynlegt er að við fáum úr fæðunni okkar. Ef við fáum nægilega mikið af þeim getur líkaminn sjálfur framleitt hinar 11.

Mörg bætiefni innihalda BCAA eða greinóttar amínósýrur (e. branched chain amino acids). BCAA amínósýrurnar eru þrjár lífsnauðsynlegar amínósýrur: leucine, isoleucine og valine. BCAA amínósýrur er meðal annars að finna í rauðu kjöti, linsubaunum, hnetum, fiski, kjúklingi og eggjum. Þær einkennast af því að þær eru brotnar niður í vöðvum ólíkt hinum sex nauðsynlegu amínósýrunum sem brotnar eru niður í lifrinni.

Flest próteinbætiefni innihalda BCAA amínósýrur en algengt er að þeir sem stunda líkamsrækt taki auk þess inn BCAA til viðbótar við það. Með snjallri markaðssetningu hefur BCAA ekki síður notið vinsælda meðal þeirra sem ekki endilega stunda mikla líkamsrækt heldur heillast af góðu bragði, fallegum umbúðum og koffíninnihaldi drykkja á borð við Nocco og Amino Energy.

„Inntaka á of miklu próteini geti leitt til neikvæðra áhrifa á borð við þyngdaraukningu, neikvæðra áhrifa á lund og jafnvel stytt líf viðkomandi“

Áhrif á mýs könnuð

Í rannsókninni sem um ræðir voru áhrif BCAA amínósýra og annarra lífsnauðsynlegra amínósýra á mýs könnuð. Músunum var ýmist gefinn hefðbundinn skammtur af BCAA amínósýrum, tvöfaldur skammtur, hálfur skammtur eða einn fimmti skammtur af því sem telst eðlileg BCAA inntaka.

Þær mýs sem fengu tvöfaldan skammt af BCAA reyndust í kjölfarið éta marktækt meira en aðrar mýs í rannsókninni. Þessi hegðun leiddi til ofþyngdar og styttri ævi samanborið við aðra hópa í rannsókninni.

Ástæðan fyrir þessu var rakin til þess að aukið magn á BCAA amínósýrum keppti við flutning á annarri amínósýru, tryptophani, til heilans. Tryptophan er eini undanfarinn fyrir hormónið serótónín. Serótónin er meðal annars vel þekkt vegna áhrifa þess á lund fólks og er gjarnan kallað hamingjuhormónið. Í músunum í rannsókninni leiddu lægri gildi af serótóníni í heilanum til þess að líkaminn fékk merki um að það að innbyrða meiri fæðu með fyrrgreindum afleiðingum.

Áhrif á mannfólk

Mýs og menn er augljóslega um margt ólíkar dýrategundir svo ljóst er að erfitt er að draga ályktanir um það hvort það nákvæmlega sama sé upp á teningnum þegar við mannfólkið tökum inn ofgnótt af BCAA amínósýrum.

Niðurstöðurnar minna okkur þó á það hversu mikilvægt það getur verið að huga að jafnvægi í mataræði okkar. Bætiefnin sem slík eru ekki endilega slæm fyrir heilsuna. Þessar niðurstöður ítreka fremur mikilvægi þess að ekki sé lögð of mikil áhersla á eina gerð próteingjafa. Fremur sé lykilatriði að gæta að því að valdir séu fjölbreyttir orkugjafar af prótein, fitu og kolvetnum til að koma í veg fyrir ójafnvægi í inntöku á næringarefnum.

Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í tímaritinu Nature Metabolism.

Ítarefni:

https://www.sciencealert.com/overdoing-protein-supplements-for-fitness-could-be-harmfull

https://www.nature.com/articles/s42255-019-0059-2

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
9
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
6
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
9
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu