Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest

Orðið flugskömm heyrist æ oftar og bendir til þess að fleiri geri sér nú grein fyrir því hve mikilli mengun það veldur að ferðast með flugi. Flugskömmin virðist enn ekki hrjá ungt fólk í vesturbænum og í miðbæ Reykjavíkur, sem flýgur mun oftar til útlanda en jafnaldrar þeirra í öðrum hverfum.

Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest
Áróra og Michal Um þessar mundir vinnur vísindafólk við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands að viðamikilli rannsókn á neyslutengdri losun höfuðborgarbúa á gróðurhúsalofttegundum, svokölluðu kolefnisspori. Áróra Árnadóttir og Michal Czepkiewicz eru á meðal rannsakenda. 
ritstjorn@stundin.is

„Mér þykir leitt að geta ekki verið með ykkur í dag, en ég ferðast ekki með flugvélum og gat því ekki komið.“ Svona hófst ávarp Gretu Thunberg sem sýnt var á stórum skjá á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífsstíl í Hörpu í Reykjavík fyrir nokkrum dögum. Greta, sem er sextán ára og býr í Svíþjóð, er orðin vel þekkt víða um heim fyrir að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Síðustu mánuði hefur einnig vakið athygli að hún vill ekki ferðast með flugvélum vegna mikillar mengunar sem slíkur ferðamáti veldur. Óvíst er hvort þessi ákvörðun Gretu muni hafa áhrif á annað ungt fólk sem fylgir henni að máli en staðreyndin er þó sú að síðastliðið ár fækkaði flugfarþegum lítillega í Svíþjóð, heimalandi Gretu, í fyrsta sinn í áratugi. Á svipuðum tíma varð orðið „flugskömm“ til og fór að birtast í fréttum og á samfélagsmiðlum.

„Mér þykir leitt að geta ekki verið ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.490 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Efling fjármálalæsis í biðstöðu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar

Efling fjármálalæsis í biðstöðu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar

·
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

·
Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref

Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref

·
Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín

Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

·
Nokkrir áratugir aftur í tímann

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Nokkrir áratugir aftur í tímann

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·