Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kærleikshlaðið og litríkt mataræði

Það er frels­andi að ger­ast veg­an, því þannig má borða eins mik­ið af kær­leiks­hlöðn­um og lit­rík­um mat og mað­ur get­ur í sig lát­ið án þess að fá sam­visku­bit af nokkru tagi. Það seg­ir Guð­rún Sól­ey Gests­dótt­ir og kenn­ir fimm auð­veld skref að mark­mið­inu.

Kærleikshlaðið og litríkt mataræði

Þegar Guðrún Sóley Gestsdóttir talar um mat og hvernig henni líður eftir að hún fjarlægði dýraafurðir úr mataræði sínu er auðvelt að hrífast með henni. Hún talar um að græna fæðið hlaði fæðuna hennar jákvætt og af kærleika. „Sumir líta á veganisma sem heftandi en ég upplifi hann þvert á móti frelsandi, því ég þarf að borða mikinn mat til að ná inn hitaeiningafjöldanum sem ég þarf. Diskarnir mínir eru fullir af lifandi fæði sem vex á trjám og á uppruna sinn í náttúrunni, kærleikshlaðinn, litríkur fjölbreyttur matur sem ég get borðað þangað til ég get ekki meir,“ segir hún.

Þá sé það góð tilfinning að vita með vissu að enginn hafi þurft að láta lífið fyrir máltíðina fyrir framan mann. Fyrir jólin kom út á vegum Sölku útgáfu bókin Grænkerakrásir Guðrúnar Sóleyjar en í henni er að finna „vegan uppskriftir fyrir mannúðleg matargöt“. Bókin er liður í baráttunni. „Bókin er kannski mín tegund af aktívisma. Frumkvæðið að henni kom frá Dögg og Önnu Leu hjá Sölku, sem voru svo snjallar að spotta eftirspurnina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu