Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Katrín: Nýjar upp­lýsingar úr Glitnis­skjölunum hafa engin áhrif á stjórnarsamstarfið

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir ekki við hæfi að þing­menn séu stór­tæk­ir í við­skipt­um sam­hliða þing­mennsku og að við­skipti í skatta­skjól­um grafi und­an lýð­ræð­is­sam­fé­lög­um. Við­horf henn­ar til stjórn­mála­sam­starfs­ins við Bjarna Bene­dikts­son og Sjálf­stæð­is­flokk­inn er óbreytt.

Katrín: Nýjar upp­lýsingar úr Glitnis­skjölunum hafa engin áhrif á stjórnarsamstarfið
Engin áhrif Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að viðhorf hennar til stjórnarsamstarfsins við Bjarna Benediktsson hafi ekki breyst þar sem upplýsingarnar um viðskiptaumsvif hafi legið fyrir í aðdraganda þingkosninganna árið 2017. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Það er mín afstaða að stjórnmálamenn eigi almennt ekki að vera umsvifamiklir í viðskiptum samhliða stjórnmálastarfi þar sem það skapar tortryggni og vantraust,“  segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, í svari sínu við spurningum Stundarinnar um afstöðu hennar til upplýsinga um viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sem Stundin hefur greint frá í fréttum sem unnar eru upp úr skjölum innan úr Glitni banka.

„Að sama skapi liggur fyrir að núverandi fjármálaráðherra hefur ekki komið að neinum slíkum umsvifum í áratug“ 

Katrín segir að hins vegar breyti þessar upplýsingar engu um viðhorf hennar til núverandi ríkisstjórnar þar sem margháttaðar upplýsingar um viðskipti Bjarna hafi legið fyrir í aðdraganda kosninganna um haustið 2017.  Hún segir að þær reglur um hagsmunaskráningu þingmanna sem nú eru í gildi hafi ekki gilt á árunum fyrir hrunið 2008 og einnig að Bjarni hafi ekki haft neina aðkomu að viðskiptalífinu í áratug: „Þá liggur einnig fyrir, líkt og fram kemur í frétt Stundarinnar um þessa fyrirspurn, að upplýsingar um margþætt umsvif núverandi fjármálaráðherra í viðskiptalífinu samhliða þingmennsku fyrir hrun höfðu komið fram áður en gengið var til síðustu kosninga. Að sama skapi liggur fyrir að núverandi fjármálaráðherra hefur ekki komið að neinum slíkum umsvifum í áratug,“ segir Katrín. 

Miðað við svör Katrínar þá er hún á þeirri skoðun að þingmenn eigi ekki að vera stórir þátttakendur í viðskiptalífinu samhliða þingmennsku en að sama skapi þá telur hún að viðskiptaumsvif Bjarna hafi legið fyrir um hríð og að frekari upplýsingar um þau hafi ekki breytt viðhorfi hennar til samvinnu við Bjarna og flokk hans.

Fleiri stjórnmálamenn virkir í viðskiptum

Eitt af því sem Katrín bendir á í rökstuðningi sínum fyrir svari sínu er að aðkoma stjórnmálamanna að viðskiptalífinu á Íslandi hafi ekki verið bundin við Bjarna Benediktsson heldur hafi fleiri þingmenn tekið þátt í viðskiptalífinu. Þannig má segja að Katrín bendi á að slík aðkoma stjórnmálamanna að viðskiptalífinu hafi verið lenska á árunum fyrir hrunið 2008. „Sömuleiðis hefur á þeim tíu árum sem liðin eru frá hruni umhverfi þingmanna verið breytt mjög til hins betra. Þannig voru teknar upp reglur um hagsmunaskráningu og siðareglur fyrir þingmenn á árunum eftir hrun sem ekki voru á Íslandi fyrir hrun. Ástæða þess er meðal annars umfjöllun í Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem fjallað er um viðskiptaumsvif þingmanna á þessum tíma, meðal annars núverandi fjármálaráðherra en einnig annarra þingmanna enda voru slík umsvif ekki óalgeng á þessum tíma,“ segir í svari Katrínar. 

„... enda voru slík umsvif ekki óalgeng á þessum tíma“

Fram kemur í svari Katrínar að hún telji réttara að horfa á kerfið almennt, heldur en að líta til einstakra, siðferðislegra álitamála í þessum efnum. „Ég hef ekki verið og er ekki hlynnt þeirri afstöðu að smætta kerfislægan vanda í einstök siðferðileg álitamál sem eru afleiðing aukinnar einstaklingshyggju og einstaklingsvæðingar stjórnmálanna. Það eru mun langdrægari áhrif sem hljótast af því að breyta kerfinu sjálfu,“ segir hún.

Í umfjöllun Stundarinnar hefur meðal annars komið fram að Bjarni hafi stýrt viðskiptaveldi sem skilur eftir sig tæplega 130 milljarða króna ógreiddar skuldir í íslenska bankakerfinu. 

„Það er og hefur verið mín skoðun að mikilvægt sé að íslensk og alþjóðleg löggjöf taki á skattaskjólum enda grafa þau undan velferðar- og lýðræðissamfélögum.“

Skattaskjól grafa undan lýðræðissamfélögum 

Stundin spurði Katrínu einnig um viðhorf hennar til skattaskjóla en upplýsingar í Glitnisskjölunum gefa fyllri mynd en áður hefur komið fram um viðskipti Bjarna Benediktssonar í félaginu Falson í skattaskjólinu Seychelles fyrir hrunið 2008. Í svari sínu um skattaskjól segir forsætisráðherra: „Aflandsfélög á lágskattasvæðum er ein afurð frjálsra fjármagnsflutninga og nýfrjálshyggjuvæðingar alþjóðaviðskipta. Það er og hefur verið mín skoðun að mikilvægt sé að íslensk og alþjóðleg löggjöf taki á skattaskjólum enda grafa þau undan velferðar- og lýðræðissamfélögum.“

Frekari upplýsingar um viðskipti Bjarna í skattaskjólum hafa því, samkvæmt öðru svari Katrínar, ekki heldur haft áhrif á viðhorf hennar til samstarfs við hann og flokkinn. 

Tekið skal fram að greint var frá þessum frekari upplýsingum um viðskipti Bjarna í skattaskjólum fyrir kosningarnar til Alþingis í fyrra. 

Spurningar Stundarinnar og svör Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra fylgja hér á eftir. 

Svar Katrínar við spurningum Stundarinnar um viðhorf hennar til viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar: 

„Það er mín afstaða að stjórnmálamenn eigi almennt ekki að vera umsvifamiklir í viðskiptum samhliða stjórnmálastarfi þar sem það skapar tortryggni og vantraust. Um það voru stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar engan veginn sammála fyrir hrun eins og kemur fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Vinstri-græn höfðu þó skýra sýn á þessi mál en við vorum t.d. fyrsti flokkurinn til að gera grein fyrir öllum styrkjum einkaaðila til hreyfingarinnar og gagnrýna óskýr mörk milli stjórnmála og viðskiptalífs. En sem betur fer skapaðist samstaða á sínum tíma um lög um fjármál stjórnmálaflokka þannig að þau mál hafa tekið stórfelldum breytingum til batnaðar.

Sömuleiðis hefur á þeim tíu árum sem liðin eru frá hruni umhverfi þingmanna verið breytt mjög til hins betra. Þannig voru teknar upp reglur um hagsmunaskráningu og siðareglur fyrir þingmenn á árunum eftir hrun sem ekki voru á Íslandi fyrir hrun. Ástæða þess er meðal annars umfjöllun í Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem fjallað er um viðskiptaumsvif þingmanna á þessum tíma, meðal annars núverandi fjármálaráðherra en einnig annarra þingmanna enda voru slík umsvif ekki óalgeng á þessum tíma.

Vegna þessara nýju reglna liggja nú fyrir upplýsingar um möguleg fjárhagsleg tengsl þingmanna og ráðherra. Þá liggur einnig fyrir, líkt og fram kemur í frétt Stundarinnar um þessa fyrirspurn, að upplýsingar um margþætt umsvif núverandi fjármálaráðherra í viðskiptalífinu samhliða þingmennsku fyrir hrun höfðu komið fram áður en gengið var til síðustu kosninga. Að sama skapi liggur fyrir að núverandi fjármálaráðherra hefur ekki komið að neinum slíkum umsvifum í áratug. Þessar upplýsingar lágu því fyrir þegar Vinstri græn tóku ákvörðun um að mynda núverandi ríkisstjórn. Það sem mestu réð þó við þá ákvörðun var að með þeim sáttmála sem liggur til grundvallar ríkisstjórnarsamstarfinu verður ráðist í þau löngu tímabæru samfélagslega mikilvægu verkefni sem Vinstri-græn lögðu áherslu á fyrir kosningar.

Aflandsfélög á lágskattasvæðum er ein afurð frjálsra fjármagnsflutninga og nýfrjálshyggjuvæðingar alþjóðaviðskipta. Það er og hefur verið mín skoðun að mikilvægt sé að íslensk og alþjóðleg löggjöf taki á skattaskjólum enda grafa þau undan velferðar- og lýðræðissamfélögum. Á árunum eftir hrun voru innleiddar svokallaðar CFC-reglur sem ætlað var að tryggja upplýsingaskráningu um slík félög. Þá beitti ég mér sérstaklega fyrir því að reglur yrðu settar um svokallaða þunna eiginfjármögnun og lagði ítrekað fram frumvörp þess efnis. Slíkar reglur voru leiddar í lög á grundvelli frumvarps frá núverandi fjármálaráðherra þar sem ýmsar aðrar reglur til að sporna gegn skattsvikum voru innleiddar. Frekari lagabreytingar voru gerðar fyrr á þessu ári til að vinna gegn skattsvikum og á þingmálaskrá í nóvember er áætlað frumvarp  með frekari breytingum í þessa átt. Þar má m.a. nefna ákvæði um svokölluð CFC-félög sem heimila stjórnvöldum að skattleggja tekjur erlendra félaga sem staðsett eru í skattaskjólum, en eru í íslenskri eigu hér á landi. Sömuleiðis verða reglur um milliverðlagningu og sömuleiðis reglur um frádrátt vaxta vegna lána milli tengdra aðila hertar og gerðar skýrari.

Í frumvarpinu verður einnig að finna hertar reglur um skattlagningu starfsmannaleiga. Þessar breytingar munu án efa gefa skattyfirvöldum frekari tækifæri til að herða róðurinn gegn skattundandrætti og skattsvikum til viðbótar við þau sem lögfest hafa verið á undanförnum árum í tengslum við aðild Íslands að BEPS-aðgerðaáætlun OECD og G20 ríkjanna gegn alþjóðlegri skattasniðgöngu og skattaskjólum. Aukinn fjöldi upplýsingaskiptasamninga milli Íslands og annarra ríkja, m.a. við þekkt skattaskjól, skipta hér einnig miklu máli.

„Í þessum málum eins og flestum öðrum er það mín afstaða að mestu skipti að breyta kerfinu“

Í þessum málum eins og flestum öðrum er það mín afstaða að mestu skipti að breyta kerfinu. Skattaskjól eru afleiðing þess kerfis sem byggt var upp á forsendum nýfrjálshyggju og frjálsra fjármagnsflutninga. Ég hef ekki verið og er ekki hlynnt þeirri afstöðu að smætta kerfislægan vanda í einstök siðferðileg álitamál sem eru afleiðing aukinnar einstaklingshyggju og einstaklingsvæðingar stjórnmálanna. Það eru mun langdrægari áhrif sem hljótast af því að breyta kerfinu sjálfu og það er t.d. fagnaðarefni að baráttan gegn skattaskjólum og vinna til að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu sé orðið eitt af forgangsmálum OECD. Þessi afstaða mín kom raunar fram í viðtali við The Guardian fyrr á þessu ári þar sem ég var spurð um þessi málefni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu