Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hugmyndin um listamenn sem villimenn

Katrín Sig­urð­ar­dótt­ir mynd­list­ar­kona er full­trúi Ís­lands á Sao Pau­lo-tví­ær­ingn­um sem nú stend­ur yf­ir í Bras­il­íu. Katrín hef­ur starf­að á Ís­landi og í Banda­ríkj­un­um í þrjá­tíu ár og sýndi ný­lega verk í Cleve­land í Banda­ríkj­un­um þar sem ís­lensk jörð er í að­al­hlut­verki. Æsku­heim­ili henn­ar í Hlíð­un­um er við­fangs­efni verka sem eru til sýn­is í Washingt­on DC um þess­ar mund­ir.

Hugmyndin um listamenn sem villimenn
Listamannalaunin mikilvæg Katrín segir að ekki megi vanmeta þann stuðning sem íslenska ríkið hafi í gegnum tíðina veitt listamönnum. Þeim stuðningi megi meðal annars þakka velgengni íslenskra listmanna erlendis. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Það er gaman að takast á við hið ómögulega, að sameina í eitt tvo staði, fjarri hvor öðrum.  Í öllum þessum verkum er ég einmitt að leika mér með þetta. Ísland og Bandaríkin, Bandaríkin og Brasilía.  Að einhverju leyti þá er áhugi minn á svona staðrænum samruna, tengdur minni eigin sögu, sem Íslendingur í fjarlægu landi, en upp á síðkastið hafa það kannski verið efnin og formin sjálf og staðaruppruni þeirra sem hafa orðið að aðalatriði.  Timbur og pappír frá Brasilíu, íslenskur jarðleir og hús í Hlíðunum.

Þegar Katrín dvelur erlendis er hún oft spurð um hvað skýri þá miklu grósku sem hefur verið á Íslandi síðustu áratugi í listum. Hvernig svona lítil þjóð getur átt svona marga frábæra listamenn. Algengt sé að það sé sett í samhengi við villta náttúruna og sérstök náttúrutengsl eyjarskeggja. „Það eimir eftir af þessari gömlu hugmynd sem aldrei hefur verið raunhæf, að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár