Hlutfall innflytjenda meðal starfandi fólks á Íslandi hefur aukist úr tæplega 10 prósent árin 2009 til 2012 í 18,6 prósent árið 2018. Þetta kemur fram í gögnum Hagstofu Íslands.
Fjölgun innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði hefur haldist í hendur við hagvöxt og aukin umsvif í ferðamennsku. Í uppsveiflunni árin 2005 til 2008 fjölgaði innflytjendum einnig verulega á vinnumarkaði, eða úr rúmum 6 prósentum virks vinnuafls árið 2005 í tæp 14 prósent þegar mest var 2007.

Einstaklingur sem fæddur er erlendis og á foreldra og báða afa og báðar ömmur sem einnig eru fædd erlendis, telst innflytjandi samkvæmt aðferðum Hagstofunnar.
Athugasemdir