Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kannski líður tíminn hægar hjá mér

Ný­ver­ið kom út kvæða­safn­ið Waitress in Fall með nýj­um ensk­um þýð­ing­um á úr­vali ljóða Krist­ín­ar Óm­ars­dótt­ur. Krist­ín naut þess að hitta sjálfa sig aft­ur fyr­ir á tví­tugs­aldri, þeg­ar fyrstu ljóð­in henn­ar litu dags­ins ljós. Hún seg­ist hins veg­ar ekki til­bú­in til að horfa lengi um öxl, enda sé hún alltaf og hafi alltaf ver­ið rétt að byrja að skrifa.

Á dögunum söfnuðust nokkrir rithöfundar saman í Iðnó til að lesa upp eftirlætisljóð sín eftir Kristínu Ómarsdóttur. Tilefnið var útgáfa kvæðasafns Kristínar á ensku, Waitress in Fall, í þýðingu Valgerðar Þóroddsdóttur. Í því er að finna ljóð frá 30 ára ferli Kristínar sem ljóðskálds.

Við Kristín höfum mælt okkur mót í Sundlaug Vesturbæjar klukkan 9.30 á föstudagsmorgni. Við ætlum að tala um skáldskapinn og þær tilfinningar sem Kristínarkvöldið í Iðnó vakti með höfundinum. Fyrst ætlum við að synda saman 500 metrana, eins og hún gerir reglulega. Úti hellirignir eins og við var að búast. Ég mæti nokkrum mínútum á undan henni og fylgist með henni koma gangandi hægt í rigningunni, í appelsínugulri regnkápu sem hún hefur ekki fyrir að renna upp, klædd svörtum gallabuxum og vaðstígvélum. Við heilsumst og höldum í útiklefann. „Það var vinkona mín, Auður, sem kenndi mér að nota útiklefann og núna fer ég alltaf hingað,“ segir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu