Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Kom aldrei til greina að Felix færi fram

Fel­ix Bergs­son, eig­in­mað­ur Bald­urs Þór­halls­son­ar for­setafram­bjóð­anda, seg­ir að það hafi aldrei ver­ið inni í mynd­inni að hann byði sig fram til for­seta. Gunn­ar Helga­son, stofn­andi stuðn­ings­hóps fyr­ir Bald­ur, skor­aði upp­haf­lega á Fel­ix að bjóða sig fram.

Kom aldrei til greina að Felix færi fram
Forsetakjör Felix Bergsson hefur sagt það alveg frá byrjun að það sé ekki möguleiki að hann bjóði sig fram til forseta. „Möguleikinn er hinn, að Baldur fari fram í forsetann og ég sé honum við hlið og styðji hann í þeim verkum. Ég held að hann sé bara miklu betri í þessu en ég“ segir Felix. Mynd: Golli

Baldur og Felix – vinnum saman er slagorð forsetaframbjóðandans Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þó Baldur sé að bjóða sig fram til forseta er eiginmaður hans, Felix Bergsson, stór hluti af framboðinu. „Ef við förum í þetta, þá hendum við okkur í það þúsund prósent,“ sagði Baldur í samtali við Heimildina í byrjun mars, skömmu eftir að Gunnar Helgason, vinur hjónanna og samstarfsmaður Felix til 30 ára, stofnaði stuðningssíðu á Facebook: Baldur og Felix - alla leið.  

Baldur lagði áherslu á við. Í ítarlegu viðtali í páskablaði Heimildarinnar fara Baldur og Felix yfir aðdragandann að framboðinu, sem var tilkynnt 20. mars síðastliðinn, á alþjóðlegum degi hamingjunnar. Þar kemur fram að fyrsta áskorunin um framboð kom á nýársdag, daginn sem Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í ávarpi að hann ætlaði ekki að sækjast eftir því að gegna embættinu áfram. Felix á afmæli á nýársdag og bauð góðum gestum heim, þar á meðal Gunna, þar sem hann skoraði á Felix að bjóða sig fram. Felix og Baldur litu hvor á annan. „Ég held að ég hafi nú alltaf verið með það á hreinu að ég hafði ekki áhuga sjálfur á að verða forseti en ég hafði hins vegar mikla trú á að Baldur gæti gert það ef einhver stemning skapaðist fyrir því og svo bara skapaðist sú stemning.“ 

Samkvæmt könnun sem Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri TBWA/Norway, betur þekktur sem Valli sport, lét framkvæma áður en Baldur tilkynnti framboð eru Íslendingar jákvæðari gagvart því að Baldur verði næsti forseti en bæði Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, og Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baldur er orðaður við Bessastaði, það sama var upp á teningnum árið 2016 þegar Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn í fyrsta sinn. „Þá vísuðum við þessu algjörlega frá okkur, við vorum bara á öðrum stað í lífinu,“ segir Baldur. En nú er hann tilbúinn, ekki síst vegna breytts landslags í alþjóðasamfélaginu sem hefur meðal annars birst í bakslagi í lýðræði, mannréttindamálum og baráttu hinsegin fólks. 

Möguleikinn er hinn

En Gunni skoraði á Felix. Aðspurður segir Felix að það hafi aldrei komið til greina að hann færi fram. „Þú hefur samt fengið fullt af hvatningu,“ skýtur Baldur inn í og Felix sendir honum ákveðið augnaráð. „Ég hef alveg sagt það frá byrjun að það er ekki möguleiki. Möguleikinn er hinn, að Baldur fari fram í forsetann og ég sé honum við hlið og styðji hann í þeim verkum. Ég held að hann sé bara miklu betri í þessu en ég. Hann þekkir embættið miklu betur og er búinn að mennta sig og kann þetta svo vel. Ég held að ég verði miklu betri sem maki forseta.“

„Ég held að hann sé bara miklu betri í þessu en ég.“
Felix,
um Baldur

Felix segir það spennandi tilhugsun að vera maki forseta. „Ég sé fyrir mér að vera fulltrúi íslenskrar menningar og tala fyrir þeim málum sem við höfum sett á oddinn og brennum fyrir. Ég er mjög til í að taka þátt í að vinna að hag barna og fjölskyldna almennt, líka þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Svo brennum við fyrir mannréttindamálunum og það hefur ekkert breyst síðan við kynntumst árið 1996.“ 

Samkvæmt nýrri könnun Prósents þar sem spurt er um þá sem hafa gefið kost á sér í embætti forseta Íslands nýtur Baldur stuðning 56 prósent þeirra sem taka afstöðu. Séu þeir taldir með sem ekki vita hvern þeir vilja styðja, mælist Baldur með stuðning 37 prósent allra. Halla Tómasdóttir, sem einnig bauð sig fram árið 2016, er næst vinsælasti frambjóðandinn samkvæmt könnuninni. Alls segjast 23 prósent þeirra sem taka afstöðu með einhverjum frambjóðanda styðja Höllu í embættið. Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi dómari og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur stuðnings 8 prósent. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem ekki hefur gefið endanlega út um framboð þó hún safni meðmælum fólks, nýtur 5 prósenta stuðnings þeirra sem velja sér frambjóðanda.

Ástþór Magnússon, sem hefur reglulega reynt fyrir sér í forsetaframboði og er þjóðinni vel kunnur, nýtir stuðnings 3 prósenta aðspurðra. Þær Agniezka Solowska og Sigríður Hrund Pétursdóttir njóta hvor stuðnings 1 prósents aðspurðra. 

Aðrir ná ekki upp fyrir eina prósentið. Framboðsfrestur rennur út 26. apríl og 2. maí mun landskjörstjórn auglýsa hver verða í framboði.  

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    wow . . . ný grein á korters fresti . . . er heimildin bara eitthvað prump rit ? . .
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Viktor Traustason tekur lítið mark á skoðanakönnunum
Fréttir

Vikt­or Trausta­son tek­ur lít­ið mark á skoð­ana­könn­un­um

Vikt­or Trausta­son for­setafram­bjóð­andi seg­ist taka lít­ið mark skoð­ana­könn­un­um enn sem kom­ið er. Í síð­asta þætti Pressu mætti Vikt­or ásamt öðr­um fram­bjóð­end­um til þess að ræða fram­boð sitt og helstu stefnu­mál sín. Vikt­or tel­ur sig geta náð kjöri og benti á að flest­ar kann­an­ir hafi ver­ið fram­kvæmd­ar áð­ur en hon­um gafst tæki­færi á að kynna sig fyr­ir kjós­end­um.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
5
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
6
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Domino's-þjóðin Íslendingar
8
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár