Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Fyrsti svarti leiðtogi ríkisstjórnar Evrópulands

Vaug­h­an Get­hing hef­ur brot­ið blað í sög­unni með því að vera fyrsti svarti mað­ur­inn sem leið­ir rík­is­stjórn í Evr­ópu­landi. Fjöl­skyldu­saga hans er um margt óvenju­leg og ræt­ur hans og taug­ar liggja jafnt til Wales og Sam­b­íu.

Fyrsti svarti leiðtogi ríkisstjórnar Evrópulands
Brautryðjandi Vaughan Gething hefur brotið blað í sögunni. Mynd: EPA

Ég vona að leið mín til frama verði öðru svörtu fólki hvatning til að fylgja í mín fótspor, sagði hinn fimmtugi Vaughan Gething, er hann var kjörinn formaður velska Verkamannaflokksins nýverið og tók í kjölfarið við stöðu fyrsta ráðherra Wales. Hann er ekki aðeins fyrsta svarta manneskjan sem leiðir flokkinn, sú fyrsta til að gegna embætti fyrsta ráðherra landsins, heldur hvorki meira né minna en fyrsta svarta manneskjan til að leiða ríkisstjórn í Evrópulandi. Og fleira sögulegt tengist embættistöku hans því í fyrsta skipti í sögunni er nú enginn hvítur karl meðal leiðtoga Bretlands og landanna þriggja sem því tilheyra. 

„Ég vil sjá Wales blómstra í sólskininu sem von og réttlæti getur beint að okkur öllum, sama hver bakgrunnur okkar er, sama hvernig við lítum út og hvern við elskum. Við eigum að fanga bjartsýni að nýju og setja okkur ný markmið um réttlátara Wales fyrir okkur öll.“

Gething kom í heiminn í Lusaka, höfuðborg Afríkuríkisins Sambíu, árið 1974. Faðir hans var velskur dýralæknir sem flutti snemma á áttunda áratug síðustu aldar til Sambíu og hóf þar störf. Hann kynntist fljótlega kjúklingabónda sem átti eftir að verða eiginkona hans. Tveimur árum eftir að þau kynntust bauðst föður Gethings starf í Wales og flutti þangað með fjölskylduna. En þegar hann mætti á svæðið með svörtu eiginkonuna og soninn var atvinnutilboðið dregið til baka. Þá ákvað fjölskyldan að setjast að á Englandi og ólst Vaughan Gething upp í Dorset. Wales togaði hins vegar í unga manninn og hann ákvað að fara í háskólanám í velska strandbænum Aberystwyth. Þar nam hann lögfræði. Fólk sem var honum samtíða í skólanum segir að Gething hafi átt auðvelt með að kynnast fólki og verið vinamargur. Hann tók þátt í stúdentapólitíkinni, var m.a. formaður stúdentaráðs og kynnti sér hugmyndafræði Plaid Cymru, flokks sem berst fyrir sjálfstæði Wales. 

Er Gething lauk námi starfaði hann í nokkur ár sem lögfræðingur. En pólitíkin togaði fast og árið 2004 var hann kjörinn í borgarstjórn Cardiff. Árið 2011 náði hann kjöri á velska þingið fyrir Verkamannaflokkinn.

„Það er mjög einfalt að segja uppruna ekki skipta máli þegar þinn eigin uppruni hefur aldrei verið dreginn í efa eða verið notaður gegn þér“

Frægðarsól Gethings hóf að rísa hratt er faraldur Covid-19 gekk yfir heimsbyggðina. Þá var hann heilbrigðisráðherra í velsku ríkisstjórninni. „Ég dáðist að honum fyrir að geta tekið allri þessari gagnrýni, við öllum þessum höggum, þessum persónulegu árásum og á sama tíma haldið einbeitingu til að vernda líf og lífsviðurværi fólks,“ segir Ken Skates, samflokksmaður hans og vinur til margra ára.

Rétt marði kosningarnar

Er Mark Drakeford, leiðtogi Verkamannaflokksins og fyrsti ráðherra Wales frá árinu 2018, tilkynnti í desember í fyrra að hann ætlaði að stíga til hliðar hófst snörp kosningabarátta milli Gething og Jeremy Miles. Um miðjan mars urðu úrslitin ljós og hafði Gething borið sigur úr býtum með tæplega 52 prósentum atkvæða. 

En því var ekki tekið fagnandi af öllum. Velska BBC afhjúpaði að Gething hefði tekið við 200 þúsund punda framlagi í kosningasjóð sinn frá David John Neal, viðskiptaforkólfi sem hefur tvívegis hlotið dóm fyrir umhverfisníð í gegnum endurvinnslufyrirtæki sín. BBC birti einnig bréf sem Gething ritaði Umhverfisstofnun Wales á árunum 2016–2018 þar sem hann hvatti stofnunina til að slaka á kröfum gagnvart öðru endurvinnslufyrirtæki Neals. Ekki þykja öll kurl komin til grafar í þessum efnum.

Velskar lausnir fyrir velsk vandamál

Eftir að hafa verið ráðherra í ríkisstjórn Wales í áratug er komið að Vaughan Gething að leiða hana. „Í dag höfum við brotið blað í sögu þjóðar okkar,“ sagði hann er úrslitin í formannskosningum Verkamannaflokksins voru ljós. „Ekki aðeins vegna þess að mér hefur hlotnast sá heiður að verða fyrsti svarti leiðtogi Evrópulands heldur vegna þess að kynslóðaskipti eru að verða.“ Hann segir slagorðið „velskar lausnir fyrir velsk vandamál“ renna um æðar sér. Meðal verkefna sem hann ætlar að leggja áherslu á sem fyrsti ráðherra Wales er að bæta opinbera heilbrigðisþjónustu, ráðast í húsnæðisuppbyggingu og efla menntun. Þá hefur hann nefnt fjölgun „grænna starfa“. Það þykir andstæðingum hans ekki rýma sérstaklega við tengsl hans og viðskiptajöfursins Neils. Gething hefur hins vegar bent á, spurður út í styrkina, að hann hafi farið að öllum reglum í þessum efnum út í ystu æsar.

Frami fulltrúa minnihlutahópa

Keir Starmer, leiðtogi breska Verkamannaflokksins segir kjör Gethings ekki aðeins söguleg heldur endurspegli þau velsk gildi í nútímasamfélagi. Wales telur um þrjár milljónir íbúa og um 94 prósent þeirra eru hvítir. Gething er því fulltrúi minnihlutahóps, rétt eins og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, sem er af indverskum ættum, Humza Yousaf, fyrsti ráðherra Skotlands, sem er sonur pakistanskra innflytjenda og Michelle O’Neill, fyrsti ráðherra Norður-Írlands, sem er fyrst kaþólskrar trúar til að gegna því embætti.  

Gething segir að holskefla rasískra ummæla eigi eflaust eftir að ganga yfir samfélagsmiðla vegna þess að svartur maður sé kominn til valda í Wales. Þannig sé heimurinn því miður orðinn. Fólk eigi eftir að efast um hvatir hans og draga þjóðerni hans í efa. Aðrir eigi eftir að gagnrýna hann fyrir að tala um uppruna sinn, spyrja hverju máli skipti hvaðan fólk á rætur að rekja. Hvað það og forfeður þeirra hafi gengið í gegnum. „Það er mjög einfalt að segja uppruna ekki skipta máli þegar þinn eigin uppruni hefur aldrei verið dreginn í efa eða verið notaður gegn þér,“ segir hann.  

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
3
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
6
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
8
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár