Ingunn segir fréttir á Tiktok – „Mér finnst eins og ég nái til fólks sem ég náði ekki til áður“
Ingunn Lára Kristjánsdóttir hefur mikla ástríðu fyrir fréttamennsku og trúir því að það sé mikilvægt að við búum í upplýstu samfélagi. Mynd: Heimildin / Davíð Þór
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Ingunn segir fréttir á Tiktok – „Mér finnst eins og ég nái til fólks sem ég náði ekki til áður“

Frétta­mað­ur­inn Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir býr til frétta­efni fyr­ir sam­fé­lags­miðla RÚV. Hún hef­ur mikla ástríðu fyr­ir sínu starfi og vill að meiri áhersla verði lögð á að miðla frétt­um þar sem fólk­ið er. Þeg­ar hún vel­ur hvaða frétt­ir hún deil­ir á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að hún vilji „fræða fólk. Ég vil út­skýra flók­in mál á ein­fald­an hátt. Ég vil jafn­vel skemmta fólki. Kannski veita fólki inn­blást­ur. Reyna að leit­ast við svör við erf­ið­um spurn­ing­um sem eru í gangi.“

RÚV Tiktok fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir er fyrsti og eini íslenski fréttamaðurinn sem vinnur í fullu starfi við að búa til fréttaefni fyrir samfélagsmiðla. Unglingarnir þekkja hana út frá samfélagsmiðlum. „Ef ég sé unglings hóp þá veit ég að það er einhver að fara að segja eitthvað.“

„Staðan var í raun búin til þegar ég byrjaði,“ sagði Ingunn við blaðamann Heimildarinnar. Í atvinnuviðtalinu hjá RÚV hélt Ingunn „rant monolog um hvað mér finnst að fjölmiðlar á Íslandi eru ekki að sinna unga lesenda hópnum nógu vel. Af hverju eru allir svona hræddir við samfélagsmiðla? Af hverju erum við ekki að stúdera þessa miðla?“

Ingunn Lára er tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins. Hún er tilnefnd fyrir nýstárlega og eftirtektarverða framsetningu frétta á helstu samfélagsmiðlum. 

RÚV Tiktok síminn

Á skrifborði Ingunnar eru tveir símar. Annars vegar hennar persónulegi sími og hins vegar RÚV Tiktok síminn. …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár